Lífið

Hlustendaverðlaun FM: Verðlaunagripirnir merktir í hádeginu á morgun

Tinni Sveinsson skrifar
Eftir verðlaunin verður slegið upp tónleikum með Dikta.
Eftir verðlaunin verður slegið upp tónleikum með Dikta.
Undirbúningurinn fyrir Hlustendaverðlaun FM er komin á yfirsnúning enda rétt rúmur sólahringur til stefnu.

„Þetta gengur alveg fantavel hjá okkur. Við erum í því að sækja merkingar úr prentun, ljósabúnað fyrir sviðsmyndina og margt annað skemmtilegt sem snýr að kvöldinu. Það er ekki laust við að stressið sé aðeins farið að láta til sín taka en það er bara hluti af undirbúningnum og það sem gerir þessa hátíð svona skemmtilega," segir Heiðar Austmann, dagskrárstjóri FM 957.

Hlustendaverðlaunin verða haldin í tíunda sinn á Nasa við Austurvöll á morgun. Kosningin er í fullum gangi en hægt er að kjósa þá listamenn og lög sem standa upp úr tónlistarárinu hér á Vísi. Lokað verður fyrir kosninguna klukkan 12 á hádegi á morgun. Þegar niðurstöðurnar verða ljósar verður síðan brunað í að láta merkja verðlaunagripina eftirsóttu.

Hægt er að kaupa miða á hátíðina með því að smella hér og fara á midi.is. Sýningin verður ekki af verri endanum. Fram koma Friðrik Dór, Dikta, Haffi Haff, Ingó og Veðurguðirnir, Hvanndalsbræður og Blazroca með Sykur. Páll Óskar og fleiri verða sérstakir gestir. Eftir hátíðina verður síðan slegið upp tónleikum með Dikta.

Á morgun verður bein útsending frá hljóðprufu á Nasa og þegar staðurinn verður gerður klár fyrir stóra kvöldið.


Tengdar fréttir

Skráður einhleypur á Facebook

"Það er svo margt sem að bara... það er ekki endilega eitt. Röfl er bara pirrandi," sagði Erpur Eyvindarson þegar við spurðum út í það sem honum líkar ekki við í fari kvenfólks en hann er skráður einhleypur á vinatengslasíðunni Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×