Umfjöllun: Framarar kjöldrógu Valsmenn Stefán Árni Pálsson skrifar 21. október 2010 21:08 Jóhann Gunnar Einarsson. Mynd/Stefán Reykjavíkurliðin Fram og Valur mættust í Safamýrinni í kvöldi í N1-deild karla og það er skemmst frá því að segja að Fram gjörsamlega valtaði yfir lánlausa Valsmenn, en leikurinn fór 40-23. Fyrir leikinn í kvöld höfðu Valsmenn ekki fengið stig í N1-deildinni og Framarar voru aðeins með einn sigurleik á bakinu. Hvorugt liðið mátti því við að misstíga sig í kvöld. Valsmenn tefla fram nánast nýju liði í ár en miklar breytingar urðu á mannskapnum frá síðustu leiktíð þegar Valur komst alla leið í úrslit Íslandsmótsins. Framarar hafa aftur á móti styrkt lið sitt mikið og fengu til baka gamlan Framara, Jóhann Gunnar Einarsson en hann hefur leikið í Þýskalandi að undanförnu. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínútur leiksins en fljótlega náðu heimamenn tökunum á leiknum .Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram, var heldur betur heitur og virtist geta skorað þegar honum sýndist. Þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 10-6 fyrir Fram og útlit fyrir að þeir myndu gefa enn meira í. Valsmenn léku skelfilegan varnarleik og Framarar voru í engum vandræðum með að brjótast í gegn. Þegar líða tók á hálfleikinn héldu heimamenn áfram að auka forskotið og þegar dómari leiksins flautaði til hálfleiks var staðan orðin 20-11 fyrir Fram. Framarar héldu áfram að auka forskotið í síðari hálfleiknum en það var ekki sjón að sjá Valsmenn, ekkert gekk upp hjá þeim og mikið vonleysi einkenndi leik þeirra. Munurinn á liðinum var mestur tuttugu mörk í stöðunni 38-18 en gestirnir spýtu örlítið í lófana í lokinn og niðurstaðan 40-23. Jóhann Gunnar Einarsson var atkvæðamestur í liði Fram með 11 mörk. Magnús Erlendsson, markvörður Fram, átti einnig stórleik en hann varði 20 skot en hann lék ekki allan leikinn.Fram - Valur 40-23 (20-11)Mörk Framara (Skot): Jóhann Gunnar Einarsson 11(16), Einar Rafn Eiðsson 8(9), Haraldur Þorvarðarson 6(6), Jóhann Karl Reynisson 3(4), Matthías Daðason 3(5), Arnar Birkir Hálfdánarson 3 (4), Magnús Stefánsson 2(3) Róbert Aron Hostert 1(3), Halldór Jóhann Sigfússon 1, Andri Berg Haraldsson 1(2), Kristján Svan Kristjánsson 1.Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 20 (14), Björn Viðar Björnsson 6(9) Hraðaupphlaupsmörk: 8( Einar Rafn Eiðsson 4, Matthías Daðason, Jóhann Gunnar, Jóhann Karl, Haraldur Þorvarðarson) Fiskuð víti: 3( Jóhann Gunnar Einarsson, Jóhann Karl Reynisson, Haraldur Þorvarðarson) Brottvísanir: 6mínúturMörk Vals (Skot): Anton Rúnarsson 4(11), Valdimar Fannar Þórsson 4(12), Jón Björgvin Pétursson 4 (5), Orri Freyr Gíslason 4(5), Ernir Hrafn Arnarsson 2(9), Einar Örn Guðmundsson 3(5), Finnur Ingi Stefánsson 1(7), Gunnar Harðarson 1.Varin skot: Ingvar Guðmundsson 5 (33), Friðrik Sigmarsson 3 (7). Hraðaupphlaupsmörk: Orri Freyr Gíslason Fiskuð víti: 2 (Gunnar Harðarson, Orri Freyr Gíslason) Brottvísanir: 12 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Sport Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Reykjavíkurliðin Fram og Valur mættust í Safamýrinni í kvöldi í N1-deild karla og það er skemmst frá því að segja að Fram gjörsamlega valtaði yfir lánlausa Valsmenn, en leikurinn fór 40-23. Fyrir leikinn í kvöld höfðu Valsmenn ekki fengið stig í N1-deildinni og Framarar voru aðeins með einn sigurleik á bakinu. Hvorugt liðið mátti því við að misstíga sig í kvöld. Valsmenn tefla fram nánast nýju liði í ár en miklar breytingar urðu á mannskapnum frá síðustu leiktíð þegar Valur komst alla leið í úrslit Íslandsmótsins. Framarar hafa aftur á móti styrkt lið sitt mikið og fengu til baka gamlan Framara, Jóhann Gunnar Einarsson en hann hefur leikið í Þýskalandi að undanförnu. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínútur leiksins en fljótlega náðu heimamenn tökunum á leiknum .Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram, var heldur betur heitur og virtist geta skorað þegar honum sýndist. Þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 10-6 fyrir Fram og útlit fyrir að þeir myndu gefa enn meira í. Valsmenn léku skelfilegan varnarleik og Framarar voru í engum vandræðum með að brjótast í gegn. Þegar líða tók á hálfleikinn héldu heimamenn áfram að auka forskotið og þegar dómari leiksins flautaði til hálfleiks var staðan orðin 20-11 fyrir Fram. Framarar héldu áfram að auka forskotið í síðari hálfleiknum en það var ekki sjón að sjá Valsmenn, ekkert gekk upp hjá þeim og mikið vonleysi einkenndi leik þeirra. Munurinn á liðinum var mestur tuttugu mörk í stöðunni 38-18 en gestirnir spýtu örlítið í lófana í lokinn og niðurstaðan 40-23. Jóhann Gunnar Einarsson var atkvæðamestur í liði Fram með 11 mörk. Magnús Erlendsson, markvörður Fram, átti einnig stórleik en hann varði 20 skot en hann lék ekki allan leikinn.Fram - Valur 40-23 (20-11)Mörk Framara (Skot): Jóhann Gunnar Einarsson 11(16), Einar Rafn Eiðsson 8(9), Haraldur Þorvarðarson 6(6), Jóhann Karl Reynisson 3(4), Matthías Daðason 3(5), Arnar Birkir Hálfdánarson 3 (4), Magnús Stefánsson 2(3) Róbert Aron Hostert 1(3), Halldór Jóhann Sigfússon 1, Andri Berg Haraldsson 1(2), Kristján Svan Kristjánsson 1.Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 20 (14), Björn Viðar Björnsson 6(9) Hraðaupphlaupsmörk: 8( Einar Rafn Eiðsson 4, Matthías Daðason, Jóhann Gunnar, Jóhann Karl, Haraldur Þorvarðarson) Fiskuð víti: 3( Jóhann Gunnar Einarsson, Jóhann Karl Reynisson, Haraldur Þorvarðarson) Brottvísanir: 6mínúturMörk Vals (Skot): Anton Rúnarsson 4(11), Valdimar Fannar Þórsson 4(12), Jón Björgvin Pétursson 4 (5), Orri Freyr Gíslason 4(5), Ernir Hrafn Arnarsson 2(9), Einar Örn Guðmundsson 3(5), Finnur Ingi Stefánsson 1(7), Gunnar Harðarson 1.Varin skot: Ingvar Guðmundsson 5 (33), Friðrik Sigmarsson 3 (7). Hraðaupphlaupsmörk: Orri Freyr Gíslason Fiskuð víti: 2 (Gunnar Harðarson, Orri Freyr Gíslason) Brottvísanir: 12 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Sport Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira