Ekki félagshyggjustjórn enn 17. febrúar 2010 06:00 Björgvin Guðmundsson skrifar um ríkisstjórnina. Margir félagshyggjumenn urðu glaðir, þegar Samfylkingin og Vinstri græn fengu hreinan meirihluta þingsæta í kosningunum í apríl sl. Þetta var í fyrsta sinn á lýðveldistímanum, að flokkar jafnaðarmanna fengu hreinan meirihluta. Mönnum var að vísu ljóst, að aðstæður í þjóðfélaginu voru mjög erfiðar eftir hrun bankanna og kreppu í efnahags- og atvinnulífi. Nýja stjórnin lofaði því samt að koma hér á norrænu velferðarsamfélagi. Hún hét því að verja íslenska velferðarkerfið. Stærsta kosningaloforðið var þó það, að fyrna kvótakerfið á 20 árum og koma á réttlátu fiskveiðistjórnunarkerfi. Þetta ákvæði var sett í stjórnarsáttmálann. Almannatryggingar skornar niðurÞað er ekki nóg, að flokkar,sem kenna sig við félagshyggju myndi ríkisstjórn. Þessir flokkar verða að framkvæma einhver stefnumál félagshyggju og jafnaðar til þess að standa undir nafni. Hefur núverandi ríkisstjórn gert það? Það fer lítið fyrir því. Ríkisstjórnin hefur ráðist á kjör aldraðra og öryrkja, þ. e. kjör þeirra, sem minnst mega sín. Það gengur þvert á stefnu félagshyggju og jafnaðar. Enda þótt ríkisstjórnin lofaði að verja velferðarkerfið hefur hún skorið niður lífeyri almannatrygginga um 4 milljarða á ársgrundvelli. Einnig hefur hún skorið mikið niður í heilbrigðiskerfinu. Þetta eru tvær aðalstoðir velferðarkerfisins. Engin þörf var á því að skera niður almannatryggingarnar. Það komu í leitirnar 24 milljarðar, sem ekki hafði verið reiknað með þegar þessi niðurskurður var ákveðinn. Niðurskurður á lífeyri aldraðra og öryrkja var því óþarfur og er það raunar óskiljanlegt hvers vegna „velferðarstjórn" sker niður lífeyri lífeyrisþega. Ekki má mismuna atvinnulausumFélagsmálaráðherra hefur einnig lagt fram tillögur um að skera niður að hluta til atvinnuleysisbætur til ungmenna undir 24 ára aldri. Er það gert á þeim grundvelli að þessi ungmenni leiti ekki nægilega eftir atvinnu eða námi. Enda þótt gagnrýna megi það að umrædd ungmenni leiti ekki nægilega mikið eftir vinnu eða námi er það gagnrýnisvert að skera niður atvinnuleysisbætur til þeirra og spurning hvort það er ekki brot á jafnræðisreglu. Ekki má í þessu efni mismuna eftir aldri. Alla vega er það óeðlilegt að „félagshyggju"-stjórn skeri niður atvinnuleysisbætur þeirra sem yngstir eru. Aukinn jöfnuður í skattamálumRáðstafanir ríkisstjórnarinnar í skattamálum eru í anda félagshyggju. Skattar eru hækkaðir mest á þeim hæst launuðu en minna á þeim sem minni hafa tekjurnar og raunar lækka skattar hjá þeim lægst launuðu. Þetta er í anda félagshyggju og jafnaðar og ég er ánægður með það. Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar höfðu gengið þveröfuga braut í skattamálum, lækkað skatta á hálaunamönnum en hækkað þá á láglaunafólki.Síðan hækkar núverandi ríkisstjórn fjármagnstekjuskatt og er það vel en jafnframt er ákveðið að ákveðin upphæð sparifjár sé undanþegin skatti. Það er vel og mætti ganga lengra á þeirri braut. Fyrning kvótans úrslitamál stjórnarinnarEkkert bólar enn á framkvæmd stærsta umbótamáls núverandi ríkisstjórnar, þ. e. fyrningar kvótans. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra, dregur lappirnar í því máli. Fólkið í Samfylkingunni sættir sig ekki við það, að þetta mál verði svikið. Það krefst þess að staðið verði við þetta stefnumál ríkisstjórnarinnar. Það er nógu lengi búið að braska með kvótana. Tími er kominn til þess að þjóðin taki kvótana í eigin hendur og úthluti þeim á ný réttlátlega gegn auðlindagjaldi. Nýir aðilar verða að fá tækifæri til þess að komast inn í greinina. Það fer mikið eftir framkvæmd þessa máls hvort ríkisstjórnin telst jafnaðar-og félagshyggjustjórn. En jafnframt verður hún að afturkalla kjaraskerðingu lífeyrisþega og veita þeim réttlátar kjarabætur, sambærilegar þeim sem verkafólk fær. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Björgvin Guðmundsson skrifar um ríkisstjórnina. Margir félagshyggjumenn urðu glaðir, þegar Samfylkingin og Vinstri græn fengu hreinan meirihluta þingsæta í kosningunum í apríl sl. Þetta var í fyrsta sinn á lýðveldistímanum, að flokkar jafnaðarmanna fengu hreinan meirihluta. Mönnum var að vísu ljóst, að aðstæður í þjóðfélaginu voru mjög erfiðar eftir hrun bankanna og kreppu í efnahags- og atvinnulífi. Nýja stjórnin lofaði því samt að koma hér á norrænu velferðarsamfélagi. Hún hét því að verja íslenska velferðarkerfið. Stærsta kosningaloforðið var þó það, að fyrna kvótakerfið á 20 árum og koma á réttlátu fiskveiðistjórnunarkerfi. Þetta ákvæði var sett í stjórnarsáttmálann. Almannatryggingar skornar niðurÞað er ekki nóg, að flokkar,sem kenna sig við félagshyggju myndi ríkisstjórn. Þessir flokkar verða að framkvæma einhver stefnumál félagshyggju og jafnaðar til þess að standa undir nafni. Hefur núverandi ríkisstjórn gert það? Það fer lítið fyrir því. Ríkisstjórnin hefur ráðist á kjör aldraðra og öryrkja, þ. e. kjör þeirra, sem minnst mega sín. Það gengur þvert á stefnu félagshyggju og jafnaðar. Enda þótt ríkisstjórnin lofaði að verja velferðarkerfið hefur hún skorið niður lífeyri almannatrygginga um 4 milljarða á ársgrundvelli. Einnig hefur hún skorið mikið niður í heilbrigðiskerfinu. Þetta eru tvær aðalstoðir velferðarkerfisins. Engin þörf var á því að skera niður almannatryggingarnar. Það komu í leitirnar 24 milljarðar, sem ekki hafði verið reiknað með þegar þessi niðurskurður var ákveðinn. Niðurskurður á lífeyri aldraðra og öryrkja var því óþarfur og er það raunar óskiljanlegt hvers vegna „velferðarstjórn" sker niður lífeyri lífeyrisþega. Ekki má mismuna atvinnulausumFélagsmálaráðherra hefur einnig lagt fram tillögur um að skera niður að hluta til atvinnuleysisbætur til ungmenna undir 24 ára aldri. Er það gert á þeim grundvelli að þessi ungmenni leiti ekki nægilega eftir atvinnu eða námi. Enda þótt gagnrýna megi það að umrædd ungmenni leiti ekki nægilega mikið eftir vinnu eða námi er það gagnrýnisvert að skera niður atvinnuleysisbætur til þeirra og spurning hvort það er ekki brot á jafnræðisreglu. Ekki má í þessu efni mismuna eftir aldri. Alla vega er það óeðlilegt að „félagshyggju"-stjórn skeri niður atvinnuleysisbætur þeirra sem yngstir eru. Aukinn jöfnuður í skattamálumRáðstafanir ríkisstjórnarinnar í skattamálum eru í anda félagshyggju. Skattar eru hækkaðir mest á þeim hæst launuðu en minna á þeim sem minni hafa tekjurnar og raunar lækka skattar hjá þeim lægst launuðu. Þetta er í anda félagshyggju og jafnaðar og ég er ánægður með það. Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar höfðu gengið þveröfuga braut í skattamálum, lækkað skatta á hálaunamönnum en hækkað þá á láglaunafólki.Síðan hækkar núverandi ríkisstjórn fjármagnstekjuskatt og er það vel en jafnframt er ákveðið að ákveðin upphæð sparifjár sé undanþegin skatti. Það er vel og mætti ganga lengra á þeirri braut. Fyrning kvótans úrslitamál stjórnarinnarEkkert bólar enn á framkvæmd stærsta umbótamáls núverandi ríkisstjórnar, þ. e. fyrningar kvótans. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra, dregur lappirnar í því máli. Fólkið í Samfylkingunni sættir sig ekki við það, að þetta mál verði svikið. Það krefst þess að staðið verði við þetta stefnumál ríkisstjórnarinnar. Það er nógu lengi búið að braska með kvótana. Tími er kominn til þess að þjóðin taki kvótana í eigin hendur og úthluti þeim á ný réttlátlega gegn auðlindagjaldi. Nýir aðilar verða að fá tækifæri til þess að komast inn í greinina. Það fer mikið eftir framkvæmd þessa máls hvort ríkisstjórnin telst jafnaðar-og félagshyggjustjórn. En jafnframt verður hún að afturkalla kjaraskerðingu lífeyrisþega og veita þeim réttlátar kjarabætur, sambærilegar þeim sem verkafólk fær. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun