Umfjöllun: Betur heima setið en af stað farið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2010 22:33 Akureyringar reyna hér að stöðva Jón Heiðar Gunnarsson í kvöld. Mynd/Anton Handboltalið Akureyrar hefði betur sparað sér peninginn í kvöld og verið heima hjá sér að horfa á Hildu Jönu flytja fréttir á N4 en að mæta í Krikann til þess að spila handbolta við FH-inga. Í raun má segja að Akureyringar hafi hreinlega ekki mætt til leiks því frammistaða þeirra var svo ömurleg og andlaus að ég man vart eftir öðru eins. Þetta magnaða baráttulið var ekki nema skugginn af sjálfu sér og engu líkara en liðið hefði enn verið með KEA-hamborgarhrygginn í maganum. Það var engin stemning, engin barátta og nákvæmlega ekkert að gerast í leik liðsins. Bara andleysi og þunglyndi. Ef ekki hefði verið fyrir frábæra frammistöðu Hafþórs í markinu þá hefði liðið verið rassskellt með svona 20 marka mun. Reyndar var afar áhugavert að Akureyringar skildu aðeins mæta með einn markvörð í kvöld. Liðið lenti síðan í klípu er Hafþór fékk tveggja mínútna brottvísun. Þá fór Heimir Örn Árnason í markið og stóð sig ágætlega. Varði meðal annars eitt skot. Hann fór síðan í sóknina líkt og Austurríkismenn á EM. Dagur Sigurðsson virðist hafa breytt handboltanum með þessari taktík á mótinu. Þó svo Akureyringar hafi verið andlausir þá tek ég ekkert af FH-ingum. Þeir gerðu sér fyllilega grein fyrir mikilvægi leiksins og mættu algjörlega tilbúnir í slaginn. FH-ingar ætla sér greinilega stóra hluti í vetur og þeir hafa fulla burði til þess. Nái liðið stöðugleika og mæti eins tilbúið og í kvöld er því allir vegir færir. Það var rétt í upphafi leiksins að Akureyringar stóðu í FH-ingum og þá aðallega þar sem Hafþór hélt þeim inn í leiknum en sóknarleikur liðsins var glæpsamlega lélegur. FH-ingar sigu þó fram úr undir lok hálfleiks og leiddu þá með fimm mörkum, 14-9. FH-ingar gerðu síðan út um leikinn á upphafsmínútum síðari hálfleiks og Akureyringar gáfust einfaldlega upp. Síðustu 20 mínúturnar voru allir að bíða eftir því að leiknum lyki enda úrslitin ráðin. FH-Akureyri 33-25 (14-9) Mörk FH (skot): Ólafur Gústafsson 6 (14), Ólafur Guðmundsson 5 (7), Bjarni Fritzson 5/3 (9/3), Ásbjörn Friðriksson 5 (8), Jón H. Gunnarsson 4 (4), Benedikt Kristinsson 4 (6), Bjarki Sigurðsson 1 (5), Ari Þorgeirsson 1 (3), Örn I. Bjarkason 1 (2)Varin skot: Pálmar Pétursson 24 (42/3) 57%, Daníel Andrésson 4/1 (11/3) 36%.Hraðaupphlaup: 10 (Ólafur Guðm. 5, Bjarni 2, Jón, Benedikt, Ólafur Gúst.)Fiskuð víti: 3 (Örn Ingi, Bjarni, Jón)Utan vallar: 6 mín.Mörk Akureyri (skot): Oddur Gretarsson 6/2 (10/3), Heimir Örn Árnason 4 (7), Andri Stefánsson 3 (5/1), Jónatan Magnússon 3/1 (10/2), Guðmundur Helgason 2 (6), Árni Sigtryggsson 2 (11), Hörður Sigþórsson 2 (2), Geir Guðmundsson 1 (1), Hreinn Hauksson 1 (1), Halldór Árnason 1 (1).Varin skot: Hafþór Einarsson 23 (54/3) 43%, Heimir Örn Árnason 1 (3) 33%.Hraðaupphlaup: 9 (Heimir 2, Oddur 2, Guðmundur, Andri, Árni, Halldór).Fiskuð víti: 6 (Árni, Guðlaugur, Andri, Hreinn, Geir, Oddur).Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson & Hlynur Leifsson, mjög góðir. Olís-deild karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sjá meira
Handboltalið Akureyrar hefði betur sparað sér peninginn í kvöld og verið heima hjá sér að horfa á Hildu Jönu flytja fréttir á N4 en að mæta í Krikann til þess að spila handbolta við FH-inga. Í raun má segja að Akureyringar hafi hreinlega ekki mætt til leiks því frammistaða þeirra var svo ömurleg og andlaus að ég man vart eftir öðru eins. Þetta magnaða baráttulið var ekki nema skugginn af sjálfu sér og engu líkara en liðið hefði enn verið með KEA-hamborgarhrygginn í maganum. Það var engin stemning, engin barátta og nákvæmlega ekkert að gerast í leik liðsins. Bara andleysi og þunglyndi. Ef ekki hefði verið fyrir frábæra frammistöðu Hafþórs í markinu þá hefði liðið verið rassskellt með svona 20 marka mun. Reyndar var afar áhugavert að Akureyringar skildu aðeins mæta með einn markvörð í kvöld. Liðið lenti síðan í klípu er Hafþór fékk tveggja mínútna brottvísun. Þá fór Heimir Örn Árnason í markið og stóð sig ágætlega. Varði meðal annars eitt skot. Hann fór síðan í sóknina líkt og Austurríkismenn á EM. Dagur Sigurðsson virðist hafa breytt handboltanum með þessari taktík á mótinu. Þó svo Akureyringar hafi verið andlausir þá tek ég ekkert af FH-ingum. Þeir gerðu sér fyllilega grein fyrir mikilvægi leiksins og mættu algjörlega tilbúnir í slaginn. FH-ingar ætla sér greinilega stóra hluti í vetur og þeir hafa fulla burði til þess. Nái liðið stöðugleika og mæti eins tilbúið og í kvöld er því allir vegir færir. Það var rétt í upphafi leiksins að Akureyringar stóðu í FH-ingum og þá aðallega þar sem Hafþór hélt þeim inn í leiknum en sóknarleikur liðsins var glæpsamlega lélegur. FH-ingar sigu þó fram úr undir lok hálfleiks og leiddu þá með fimm mörkum, 14-9. FH-ingar gerðu síðan út um leikinn á upphafsmínútum síðari hálfleiks og Akureyringar gáfust einfaldlega upp. Síðustu 20 mínúturnar voru allir að bíða eftir því að leiknum lyki enda úrslitin ráðin. FH-Akureyri 33-25 (14-9) Mörk FH (skot): Ólafur Gústafsson 6 (14), Ólafur Guðmundsson 5 (7), Bjarni Fritzson 5/3 (9/3), Ásbjörn Friðriksson 5 (8), Jón H. Gunnarsson 4 (4), Benedikt Kristinsson 4 (6), Bjarki Sigurðsson 1 (5), Ari Þorgeirsson 1 (3), Örn I. Bjarkason 1 (2)Varin skot: Pálmar Pétursson 24 (42/3) 57%, Daníel Andrésson 4/1 (11/3) 36%.Hraðaupphlaup: 10 (Ólafur Guðm. 5, Bjarni 2, Jón, Benedikt, Ólafur Gúst.)Fiskuð víti: 3 (Örn Ingi, Bjarni, Jón)Utan vallar: 6 mín.Mörk Akureyri (skot): Oddur Gretarsson 6/2 (10/3), Heimir Örn Árnason 4 (7), Andri Stefánsson 3 (5/1), Jónatan Magnússon 3/1 (10/2), Guðmundur Helgason 2 (6), Árni Sigtryggsson 2 (11), Hörður Sigþórsson 2 (2), Geir Guðmundsson 1 (1), Hreinn Hauksson 1 (1), Halldór Árnason 1 (1).Varin skot: Hafþór Einarsson 23 (54/3) 43%, Heimir Örn Árnason 1 (3) 33%.Hraðaupphlaup: 9 (Heimir 2, Oddur 2, Guðmundur, Andri, Árni, Halldór).Fiskuð víti: 6 (Árni, Guðlaugur, Andri, Hreinn, Geir, Oddur).Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson & Hlynur Leifsson, mjög góðir.
Olís-deild karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti