Eins og ósmalaðir kettir í kringum heitan graut Svavar Gestsson skrifar 1. júní 2010 08:58 Þegar úrslit sveitarstjórnarkosninga liggja fyrir er það hefðbundið að allir formenn flokka á Íslandi eru ánægðir með úrslitin. Þeir finna alltaf einhver sveitarfélög þar sem flokkum þeirra gekk vel þó þeim hafi gengið mjög illa á einhverjum mjög mikilvægum stöðum. Þannig fór nú. Allir flokksformennirnir reyndu að berja í brestina. Sjálfstæðisflokkurinn er ánægður að vonum með að hafa fest eða jafnvel endurheimt meirihluta víða, en talar þá ekki í sama orðinu um að flokkurinn sé minni í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum en nokkru sinni fyrr og að hafa tapað margra áratuga gömlum meirihlutum á nokkrum stöðum. Framsóknarflokkurinn getur á sama hátt bent á sveitarfélög þar sem vel gekk, en sleppir því að benda á þann veruleika að Framsóknarflokkurinn beið afhroð á þéttbýlissvæðinu. Samfylkingin bendir á að hafa unnið góðan kosningasigur á Akranesi en ræðir ekki í sama orðinu um að hafa tapað meirihlutanum í Hafnarfirði sem hefur verið flaggskip Samfylkingarinnar. Vinstri grænir geta afar vel við unað víða; festu fylgi sitt og bættu við og hafa lykilstöðu í mörgum bæjarfélögum eins og í Hafnarfirði sem í þessum kosningum verður eitt sterkasta vígi Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu. Öðru vísi mér áður brá - VG hafði um 2% í Hafnarfirði 2002! En VG menn nefna hvorki Reykjavík né Akureyri til marks um staði þar sem vel gekk; það var nú eitthvað annað. En viðbrögð flokksformannanna voru afar hefðbundin. Og þó: Ekki Jóhönnu: Hún sagði: Endalok fjórflokksins. Hvað þýðir það? Vill hún fimmflokk eða vill hún þríflokk? Af því er gömul reynsla sem við Jóhanna höfum bæði að ákvarðanir ofan frá um að jarða fjórflokkinn hafa yfirleitt mistekist. Það er af því að fjórflokkurinn er ekki til sem stofnun. En stundum tekst öðrum að halda því fram að það sé sami rassinn undir þeim öllum. Það er sérstaklega auðvelt í sveitarstjórnum þar sem munurinn á flokkunum sést illa. En það jákvæða við ummæli Jóhönnu á kosninganótt var það að hún opnaði fyrir umræðu. Flokkarnir þurfa nú að fara í gegnum umræðu. Viðbrögð Sjálfstæðisflokksins sýna að hann ætlar ekki í gegnum umræðu; Sjálfstæðisflokkurinn er fullkominn sem fyrr að eigin mati. Formaður Framsóknarflokksins er sáttur við niðurstöðuna en Guðmundur Steingrímsson opnaði fyrir endurmat: Flokksremban er ekki rétt svar við vandanum, sagði Guðmundur. En það var einmitt það sem Jóhanna átti við, er það ekki? Nú þarf að skoða málin alvarlega, ekki endurmeta stefnumálin endilega, heldur koma þeim skýrt á framfæri. Vandi flokkanna í þessum kosningum var sá að þeir voru svo hræddir við Besta flokkinn að þeir þorðu ekki að tala um málefni, fóru eins og ósmalaðir kettir í kringum heitan graut. Kosningar eiga að snúast um málefni. Flokkarnir settu málefnin ekki á dagskrá eins skýrt og þeim ber skylda til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Þegar úrslit sveitarstjórnarkosninga liggja fyrir er það hefðbundið að allir formenn flokka á Íslandi eru ánægðir með úrslitin. Þeir finna alltaf einhver sveitarfélög þar sem flokkum þeirra gekk vel þó þeim hafi gengið mjög illa á einhverjum mjög mikilvægum stöðum. Þannig fór nú. Allir flokksformennirnir reyndu að berja í brestina. Sjálfstæðisflokkurinn er ánægður að vonum með að hafa fest eða jafnvel endurheimt meirihluta víða, en talar þá ekki í sama orðinu um að flokkurinn sé minni í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum en nokkru sinni fyrr og að hafa tapað margra áratuga gömlum meirihlutum á nokkrum stöðum. Framsóknarflokkurinn getur á sama hátt bent á sveitarfélög þar sem vel gekk, en sleppir því að benda á þann veruleika að Framsóknarflokkurinn beið afhroð á þéttbýlissvæðinu. Samfylkingin bendir á að hafa unnið góðan kosningasigur á Akranesi en ræðir ekki í sama orðinu um að hafa tapað meirihlutanum í Hafnarfirði sem hefur verið flaggskip Samfylkingarinnar. Vinstri grænir geta afar vel við unað víða; festu fylgi sitt og bættu við og hafa lykilstöðu í mörgum bæjarfélögum eins og í Hafnarfirði sem í þessum kosningum verður eitt sterkasta vígi Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu. Öðru vísi mér áður brá - VG hafði um 2% í Hafnarfirði 2002! En VG menn nefna hvorki Reykjavík né Akureyri til marks um staði þar sem vel gekk; það var nú eitthvað annað. En viðbrögð flokksformannanna voru afar hefðbundin. Og þó: Ekki Jóhönnu: Hún sagði: Endalok fjórflokksins. Hvað þýðir það? Vill hún fimmflokk eða vill hún þríflokk? Af því er gömul reynsla sem við Jóhanna höfum bæði að ákvarðanir ofan frá um að jarða fjórflokkinn hafa yfirleitt mistekist. Það er af því að fjórflokkurinn er ekki til sem stofnun. En stundum tekst öðrum að halda því fram að það sé sami rassinn undir þeim öllum. Það er sérstaklega auðvelt í sveitarstjórnum þar sem munurinn á flokkunum sést illa. En það jákvæða við ummæli Jóhönnu á kosninganótt var það að hún opnaði fyrir umræðu. Flokkarnir þurfa nú að fara í gegnum umræðu. Viðbrögð Sjálfstæðisflokksins sýna að hann ætlar ekki í gegnum umræðu; Sjálfstæðisflokkurinn er fullkominn sem fyrr að eigin mati. Formaður Framsóknarflokksins er sáttur við niðurstöðuna en Guðmundur Steingrímsson opnaði fyrir endurmat: Flokksremban er ekki rétt svar við vandanum, sagði Guðmundur. En það var einmitt það sem Jóhanna átti við, er það ekki? Nú þarf að skoða málin alvarlega, ekki endurmeta stefnumálin endilega, heldur koma þeim skýrt á framfæri. Vandi flokkanna í þessum kosningum var sá að þeir voru svo hræddir við Besta flokkinn að þeir þorðu ekki að tala um málefni, fóru eins og ósmalaðir kettir í kringum heitan graut. Kosningar eiga að snúast um málefni. Flokkarnir settu málefnin ekki á dagskrá eins skýrt og þeim ber skylda til.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun