Umfjöllun: HK-sigur á Akureyri fleytti liðinu í úrslitakeppnina Hjalti Þór Hreinsson skrifar 5. apríl 2010 22:04 Gunnar Magnússon hefur náð frábærum árangri með HK. Fréttablaðið Þar sem Valur vann FH í N1-deild karla í handbolta í kvöld var ljóst að liðið sem vann á Akureyri kæmist í úrslitakeppnina og það var hlutskipti HK. Kópavogsbúar voru sterkari aðilinn í leiknum í kvöld og unnu sanngjarnan 22-24 sigur. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, setti sjálfan sig í leikmannahópinn á nýjan leik en hann hefur ekkert spilað með liðinu á tímabilinu. Hörður Fannar Sigþórsson var meiddur og því fyllti Rúnar í skarðið. Hann kom inn á undir lokin og stóð fyrir sínu. Akureyri hafði tapað þremur leikjum í röð og breytti útaf sinni hefðbundu 6-0 vörn í byrjun í 5+1 vörn þar sem Valdimar Fannar Þórsson var tekinn úr umferð. Það gekk ágætlega en vörn Akureyrar var ekki slæm, en þó ekki mikið betri en það. Hörður Flóki varði ágætlega fyrir aftan hana, níu skot í fyrri hálfleik. Tveir Akureyringar í lið HK voru atkvæðamiklir í byrjun, Sveinbjörn varði frábærlega og Atli Ævar Ingólfsson skoraði fyrstu fjögur mörk HK. Í stöðunni 1-5 tók Akureyri leikhlé. Sveinbjörn varði alls 19 skot í fyrri hálfleik, þar af fimmtán á fyrstu fimmtán mínútunum. Samt náði HK ekki afgerandi forystu. Ótrúlegar tölur hjá Sveinbirni og án þess að gera lítið úr þessari 68% markvörslu í fyrri hálfleik voru mörg skot Akureyringa ævintýralega slök. Bæði lið gerðu mörg fáránleg mistök, hentu boltanum frá sér ítrekað til að mynda. Niðurstaðan var leiðinlegur hálfleikur þar sem Sveinbjörn og markvarsla hans stóðu upp úr. Engin brottvísun var í fyrri hálfleiknum. Staðan 9-13 í hálfleik. Akureyri byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og skoraði þrjú fyrstu mörkin. Seinni hálfleikur var æsispennandi eftir það og tveimur mörkum munaði mest á liðunum. HK var alltaf í forystunni og Akureyringum gekk erfiðlega að jafna. Það tókst loks þegar átta mínútur voru eftir og staðan 20-20. Gestirnir voru sterkari á lokasprettinum. Agaður sóknarleikur þeirra var lykillinn að sigrinum undir lokin þegar vörn liðsins slakaði á. HK-ingar spiluðu mjög skynsamlega í sókninni og töfðu leikinn mjög vel. Niðurstaðan góður sigur HK, 22-24. Sveinbjörn var eðlilega besti maður þeirra en Atli Ævar Ingólfsson og Bjarki Már Gunnarsson leiddu sóknina frábærlega. Hjá Akureyri stóð enginn upp úr, Oddur átti ágætan leik og Hörður Flóki líka. Liðið saknaði lykilmanna sinna í leiknum, Jónatan Magnússon og Heimir Örn Árnason voru báðir slakir í kvöld. Akureyri þarf nú að vinna Hauka á Ásvöllum í lokaumferðinni. Þeir eru þó enn með hlutina í sínum höndum, þrátt fyrir allt. Ef HK vinnur FH kemst liðið einnig áfram.Akureyri-HK 22-24 (9-13)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 9/4 (14), Árni Þór Sigtryggsson 5 (16), Guðmundur H. Helgason 3 (8), Halldór Logi Árnason 2 (2), Guðlaugur Arnarsson 2 (2), Jónatan Magnússon 1 (4), Heimir Örn Árnason 0 (6), Andri Snær Stefánsson 0 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 17 (44) 41%.Hraðaupphlaup: 5 (Guðmundur 2, Guðlaugur 2, Oddur).Fiskuð víti: 4 (Árni, Oddur, Hreinn, Andri).Utan vallar: 4 mín.Mörk HK (skot): Atli Ævar Ingólfsson 7 (9), Bjarki Már Gunnarsson 6 (10), Bjarki Már Elísson 3/2 (4), Valdimar Þórsson 3 (10), Ragnar Hjaltested 2 (4), Sverrir Hermannsson 2 (12), Hákon Hermannsson Bridde 1 (1), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 0 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 26 (48) 54%Hraðaupphlaup: 1 (Ragnar).Fiskuð víti: 2 (Valdimar, Atli).Utan vallar: 4 mín.Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilbergur Sverrisson. Frábærir lengst af, misstu aðeins tökin í lokin. Olís-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira
Þar sem Valur vann FH í N1-deild karla í handbolta í kvöld var ljóst að liðið sem vann á Akureyri kæmist í úrslitakeppnina og það var hlutskipti HK. Kópavogsbúar voru sterkari aðilinn í leiknum í kvöld og unnu sanngjarnan 22-24 sigur. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, setti sjálfan sig í leikmannahópinn á nýjan leik en hann hefur ekkert spilað með liðinu á tímabilinu. Hörður Fannar Sigþórsson var meiddur og því fyllti Rúnar í skarðið. Hann kom inn á undir lokin og stóð fyrir sínu. Akureyri hafði tapað þremur leikjum í röð og breytti útaf sinni hefðbundu 6-0 vörn í byrjun í 5+1 vörn þar sem Valdimar Fannar Þórsson var tekinn úr umferð. Það gekk ágætlega en vörn Akureyrar var ekki slæm, en þó ekki mikið betri en það. Hörður Flóki varði ágætlega fyrir aftan hana, níu skot í fyrri hálfleik. Tveir Akureyringar í lið HK voru atkvæðamiklir í byrjun, Sveinbjörn varði frábærlega og Atli Ævar Ingólfsson skoraði fyrstu fjögur mörk HK. Í stöðunni 1-5 tók Akureyri leikhlé. Sveinbjörn varði alls 19 skot í fyrri hálfleik, þar af fimmtán á fyrstu fimmtán mínútunum. Samt náði HK ekki afgerandi forystu. Ótrúlegar tölur hjá Sveinbirni og án þess að gera lítið úr þessari 68% markvörslu í fyrri hálfleik voru mörg skot Akureyringa ævintýralega slök. Bæði lið gerðu mörg fáránleg mistök, hentu boltanum frá sér ítrekað til að mynda. Niðurstaðan var leiðinlegur hálfleikur þar sem Sveinbjörn og markvarsla hans stóðu upp úr. Engin brottvísun var í fyrri hálfleiknum. Staðan 9-13 í hálfleik. Akureyri byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og skoraði þrjú fyrstu mörkin. Seinni hálfleikur var æsispennandi eftir það og tveimur mörkum munaði mest á liðunum. HK var alltaf í forystunni og Akureyringum gekk erfiðlega að jafna. Það tókst loks þegar átta mínútur voru eftir og staðan 20-20. Gestirnir voru sterkari á lokasprettinum. Agaður sóknarleikur þeirra var lykillinn að sigrinum undir lokin þegar vörn liðsins slakaði á. HK-ingar spiluðu mjög skynsamlega í sókninni og töfðu leikinn mjög vel. Niðurstaðan góður sigur HK, 22-24. Sveinbjörn var eðlilega besti maður þeirra en Atli Ævar Ingólfsson og Bjarki Már Gunnarsson leiddu sóknina frábærlega. Hjá Akureyri stóð enginn upp úr, Oddur átti ágætan leik og Hörður Flóki líka. Liðið saknaði lykilmanna sinna í leiknum, Jónatan Magnússon og Heimir Örn Árnason voru báðir slakir í kvöld. Akureyri þarf nú að vinna Hauka á Ásvöllum í lokaumferðinni. Þeir eru þó enn með hlutina í sínum höndum, þrátt fyrir allt. Ef HK vinnur FH kemst liðið einnig áfram.Akureyri-HK 22-24 (9-13)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 9/4 (14), Árni Þór Sigtryggsson 5 (16), Guðmundur H. Helgason 3 (8), Halldór Logi Árnason 2 (2), Guðlaugur Arnarsson 2 (2), Jónatan Magnússon 1 (4), Heimir Örn Árnason 0 (6), Andri Snær Stefánsson 0 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 17 (44) 41%.Hraðaupphlaup: 5 (Guðmundur 2, Guðlaugur 2, Oddur).Fiskuð víti: 4 (Árni, Oddur, Hreinn, Andri).Utan vallar: 4 mín.Mörk HK (skot): Atli Ævar Ingólfsson 7 (9), Bjarki Már Gunnarsson 6 (10), Bjarki Már Elísson 3/2 (4), Valdimar Þórsson 3 (10), Ragnar Hjaltested 2 (4), Sverrir Hermannsson 2 (12), Hákon Hermannsson Bridde 1 (1), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 0 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 26 (48) 54%Hraðaupphlaup: 1 (Ragnar).Fiskuð víti: 2 (Valdimar, Atli).Utan vallar: 4 mín.Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilbergur Sverrisson. Frábærir lengst af, misstu aðeins tökin í lokin.
Olís-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira