Óskar Bergsson: Betri samningur fyrir borgina Óskar Bergsson skrifar 8. apríl 2010 06:00 Eftir eins og hálfs árs gott samstarf meiri- og minnihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem unnið hefur verið eftir þverpólitískri aðgerðaáætlun, er nú kominn glímuskjálfti í mannskapinn og minnihlutinn hefur fundið ágreiningsefnið. Ágreiningurinn fyrir þessar kosningar skal vera með eða á móti golfvelli! Gott og vel, en málið snýst um efndir á samkomulagi milli Golfklúbbs Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar sem rekja má til vorsins 2006 þegar Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þáverandi borgarstjóri Samfylkingarinnar, undirritaði skuldbindandi samninga við fjölmörg íþróttafélög upp á 2,2 milljarða króna, þar á meðal um stækkun golfvallar á Korpúlfsstöðum. Reykjavíkurborg, þ.e. meirihluti hvers tíma, þarf að standa við þær skuldbindingar sem áður hafa verið gerðar í nafni sveitarfélagsins. Í þessu tilviki á ábyrgð Samfylkingar, VG og Framsóknarflokks sem mynduðu Reykjavíkurlistann. Ég undrast þá afstöðu VG og Samfylkingarinnar að vilja ekki bera ábyrgð á samningum sem þeirra eigin stjórnmálaforingjar stóðu að. Í þessum meirihluta, sem myndaður var í ágúst 2008, hefur mikil vinna farið í að vinda ofan af stórum samningum við íþróttafélög sem gerðir voru á árunum 2006-2007. Það er gert í samvinnu við íþróttafélögin með það að leiðarljósi að standa við fyrri skuldbindingar en draga verulega úr kostnaði. Það er sérkennilegt að á sama borgarstjórnarfundi greiðir minnihlutinn atkvæði með nýju samkomulagi við íþróttafélög eins og Fylki og Fjölni, en á móti samkomulagi við GR. Samningar við þessi félög voru allir samþykktir fyrir kosningar 2006. Samningurinn nú felur í sér að GR fellur frá fyrri áformum um framkvæmdir upp á 450 m.kr. en byggir upp á fjórum árum fyrir 230 m.kr. eða rúmlega 57 m.kr. á ári. Á móti skilar GR Reykjavíkurborg landi í Staðarhverfi, sem verður til framtíðar verðmætt byggingarland borgarinnar. Það getur verið mikilvægt að hafa sérstöðu í stjórnmálum þegar kemur að kosningum og það er greinilega það sem Samfylkingin og VG eru að reyna í þessu máli. En að velja mál sem þeirra eigin flokkar bera fulla ábyrgð á og klína því á þá sem sitja uppi með gjörninginn er vægast sagt ófyrirleitið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Eftir eins og hálfs árs gott samstarf meiri- og minnihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem unnið hefur verið eftir þverpólitískri aðgerðaáætlun, er nú kominn glímuskjálfti í mannskapinn og minnihlutinn hefur fundið ágreiningsefnið. Ágreiningurinn fyrir þessar kosningar skal vera með eða á móti golfvelli! Gott og vel, en málið snýst um efndir á samkomulagi milli Golfklúbbs Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar sem rekja má til vorsins 2006 þegar Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þáverandi borgarstjóri Samfylkingarinnar, undirritaði skuldbindandi samninga við fjölmörg íþróttafélög upp á 2,2 milljarða króna, þar á meðal um stækkun golfvallar á Korpúlfsstöðum. Reykjavíkurborg, þ.e. meirihluti hvers tíma, þarf að standa við þær skuldbindingar sem áður hafa verið gerðar í nafni sveitarfélagsins. Í þessu tilviki á ábyrgð Samfylkingar, VG og Framsóknarflokks sem mynduðu Reykjavíkurlistann. Ég undrast þá afstöðu VG og Samfylkingarinnar að vilja ekki bera ábyrgð á samningum sem þeirra eigin stjórnmálaforingjar stóðu að. Í þessum meirihluta, sem myndaður var í ágúst 2008, hefur mikil vinna farið í að vinda ofan af stórum samningum við íþróttafélög sem gerðir voru á árunum 2006-2007. Það er gert í samvinnu við íþróttafélögin með það að leiðarljósi að standa við fyrri skuldbindingar en draga verulega úr kostnaði. Það er sérkennilegt að á sama borgarstjórnarfundi greiðir minnihlutinn atkvæði með nýju samkomulagi við íþróttafélög eins og Fylki og Fjölni, en á móti samkomulagi við GR. Samningar við þessi félög voru allir samþykktir fyrir kosningar 2006. Samningurinn nú felur í sér að GR fellur frá fyrri áformum um framkvæmdir upp á 450 m.kr. en byggir upp á fjórum árum fyrir 230 m.kr. eða rúmlega 57 m.kr. á ári. Á móti skilar GR Reykjavíkurborg landi í Staðarhverfi, sem verður til framtíðar verðmætt byggingarland borgarinnar. Það getur verið mikilvægt að hafa sérstöðu í stjórnmálum þegar kemur að kosningum og það er greinilega það sem Samfylkingin og VG eru að reyna í þessu máli. En að velja mál sem þeirra eigin flokkar bera fulla ábyrgð á og klína því á þá sem sitja uppi með gjörninginn er vægast sagt ófyrirleitið.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar