Umfjöllun: Valur vann botnslaginn gegn Selfossi Stefán Árni Pálsson skrifar 2. desember 2010 21:03 Valsmennirnir Ásbjörn Stefánsson og Gunnar Harðarson taka hér á Guðjóni Drengssyni. Mynd/Daníel Valur bar sigur úr býtum gegn Selfoss 26-25 í botnslagnum á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn var æsispennandi í lokin en reynsla Valsmanna skilaði þeim sigrinum að lokum. Valsliðið heldur áfram að bæta leik sinn og náði í gríðarlega mikilvæg stig. Hlynur Morthens fór hamförum í marki heimamanna og varði 21 skot,en Selfyssingar voru í stökustu vandræðum með að koma boltanum framhjá honum. Það var um sannkallaðan botnslag að Hlíðarenda í kvöld þar sem Valsmenn tóku á móti Selfyssingum í 9.umferð N1-deildar karla. Bæði lið hafa byrjað mótið skelfilega og hafa einungis fengið tvö stig. Selfoss bar sigur úr býtum gegn Val í byrjun móts og eini sigur Valsmanna var gegn Aftureldingu fyrr á tímabilinu. Júlíus Jónasson, fyrrverandi þjálfari Valsmanna, sagði starfi sínu lausu í gær og munu þeir Óskar Bjarni Óskarsson og Heimir Ríkharðsson stýra liðinu í kvöld. Bæði lið þurftu svo sannarlega að sigra hér í kvöld og því var von á spennandi leik. Valsmenn hófu leikinn af miklum krafti og komust í 4-0 eftir aðeins tveggja mínútna leik. Gestirnir voru hreinlega ennþá inn í búningsherbergi og ekki með hugann við leikinn. Selfoss náði aftur á móti að vinna sig inn í leikinn um miðjan fyrri hálfleikinn en þá var staðan 11-9 fyrir Valsmenn. Selfyssingar gerðu sig seka um mikið af tæknimisstökum í fyrri hálfleik og var það ástæðan fyrir því að heimamenn höfðu fjögra marka forskot í hálfleik 16-12. Ernir Hrafn Arnarsson, leikmaður Vals, var að leika virkilega vel og skoraði sjö mörk í fyrri hálfleiknum. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn vel og héldu áfram að spila frábæra vörn sem skilaði góðri markvörslu. Þegar leið á leikinn fóru Selfyssingar að vinna sig meira inn í leikinn á sama tíma féllu Valsmenn til baka og úr varð spennandi leikur. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka var munurinn aðeins þrjú mörk og allt gat gerst. Gestirnir voru samt sem áður alltaf einu litlu skrefi á eftir Valsmönnum og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. Selfoss náði að minnka muninn í eitt mark nokkrum sekúndum fyrir leikslok, leiktíminn rann út rétt eftir að Valsmenn tóku miðju og því fengu gestirnir aldrei tækifæri til þess að jafna metinn. Niðurstaðan því eins marks sigur Vals, 26-25, í ágætis handboltaleik. Valsmenn eru allir að koma til og bæta spilamennsku sína með hverjum leik. Selfyssingar voru líklega að spila sinn besta leik í vetur og geta í raun farið stoltir frá leiknum í kvöld. Það er ljóst að bæði þessi lið verða aftur á móti að bæta leik sinn mikið til þess að halda sæti sínu í deildinni. Valur - Selfoss 26-25 (16-12)Mörk Vals (Skot): Ernir Hrafn Arnarsson 11/5 (18/5), Anton Rúnarsson 4 (6), Sturla Ásgeirsson 3 (5), Jón Björgvin Pétursson 3 (5), Valdimar Fannar Þórsson 3 (6), Alexander Jedic 2 (7), Fannar Þorbjörnsson 1 (1). Varin skot: Hlynur Morthens 21/1 (25/2, 46%) Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Jón Björgvin 2, Valdimar Fannar , Sturla Ásgeirsson) Fiskuð víti: 5 (Ernir Hrafn 2, Orri Freyr, Jón Björgvin, Fannar Þorbjörnsson) Utan vallar: 10 mínúturMörk Selfoss (skot): Ragnar Jóhannsson 7/2 (13/3), Atli Kristinsson 4 (11), Atli Hjörvar Einarsson 4 (4), Helgi Héðinsson 2 (5), Hörður Bjarnason 2 (5), Guðni Ingvarsson 2 (3), Guðjón Drengsson 1 (5), Eyþór Lárusson 1 (3), Gunnar Ingi Jónsson 1 (1). Varin skot: Birkir Bragason 5 (13/2, 27%), Helgi Hlynsson 7 (13/3, 35%) Hraðaupphlaup: 1 (Guðjón Drengsson). Fiskuð víti: 3 (Atli Kristinsson, Helgi Héðinsson, Einar Héðinsson). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Magnús Jónsson og Arnar Sigurjónsson - Áttu mjög svo slæman dag og náði í raun aldrei tökum á leiknum. Olís-deild karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira
Valur bar sigur úr býtum gegn Selfoss 26-25 í botnslagnum á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn var æsispennandi í lokin en reynsla Valsmanna skilaði þeim sigrinum að lokum. Valsliðið heldur áfram að bæta leik sinn og náði í gríðarlega mikilvæg stig. Hlynur Morthens fór hamförum í marki heimamanna og varði 21 skot,en Selfyssingar voru í stökustu vandræðum með að koma boltanum framhjá honum. Það var um sannkallaðan botnslag að Hlíðarenda í kvöld þar sem Valsmenn tóku á móti Selfyssingum í 9.umferð N1-deildar karla. Bæði lið hafa byrjað mótið skelfilega og hafa einungis fengið tvö stig. Selfoss bar sigur úr býtum gegn Val í byrjun móts og eini sigur Valsmanna var gegn Aftureldingu fyrr á tímabilinu. Júlíus Jónasson, fyrrverandi þjálfari Valsmanna, sagði starfi sínu lausu í gær og munu þeir Óskar Bjarni Óskarsson og Heimir Ríkharðsson stýra liðinu í kvöld. Bæði lið þurftu svo sannarlega að sigra hér í kvöld og því var von á spennandi leik. Valsmenn hófu leikinn af miklum krafti og komust í 4-0 eftir aðeins tveggja mínútna leik. Gestirnir voru hreinlega ennþá inn í búningsherbergi og ekki með hugann við leikinn. Selfoss náði aftur á móti að vinna sig inn í leikinn um miðjan fyrri hálfleikinn en þá var staðan 11-9 fyrir Valsmenn. Selfyssingar gerðu sig seka um mikið af tæknimisstökum í fyrri hálfleik og var það ástæðan fyrir því að heimamenn höfðu fjögra marka forskot í hálfleik 16-12. Ernir Hrafn Arnarsson, leikmaður Vals, var að leika virkilega vel og skoraði sjö mörk í fyrri hálfleiknum. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn vel og héldu áfram að spila frábæra vörn sem skilaði góðri markvörslu. Þegar leið á leikinn fóru Selfyssingar að vinna sig meira inn í leikinn á sama tíma féllu Valsmenn til baka og úr varð spennandi leikur. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka var munurinn aðeins þrjú mörk og allt gat gerst. Gestirnir voru samt sem áður alltaf einu litlu skrefi á eftir Valsmönnum og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. Selfoss náði að minnka muninn í eitt mark nokkrum sekúndum fyrir leikslok, leiktíminn rann út rétt eftir að Valsmenn tóku miðju og því fengu gestirnir aldrei tækifæri til þess að jafna metinn. Niðurstaðan því eins marks sigur Vals, 26-25, í ágætis handboltaleik. Valsmenn eru allir að koma til og bæta spilamennsku sína með hverjum leik. Selfyssingar voru líklega að spila sinn besta leik í vetur og geta í raun farið stoltir frá leiknum í kvöld. Það er ljóst að bæði þessi lið verða aftur á móti að bæta leik sinn mikið til þess að halda sæti sínu í deildinni. Valur - Selfoss 26-25 (16-12)Mörk Vals (Skot): Ernir Hrafn Arnarsson 11/5 (18/5), Anton Rúnarsson 4 (6), Sturla Ásgeirsson 3 (5), Jón Björgvin Pétursson 3 (5), Valdimar Fannar Þórsson 3 (6), Alexander Jedic 2 (7), Fannar Þorbjörnsson 1 (1). Varin skot: Hlynur Morthens 21/1 (25/2, 46%) Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Jón Björgvin 2, Valdimar Fannar , Sturla Ásgeirsson) Fiskuð víti: 5 (Ernir Hrafn 2, Orri Freyr, Jón Björgvin, Fannar Þorbjörnsson) Utan vallar: 10 mínúturMörk Selfoss (skot): Ragnar Jóhannsson 7/2 (13/3), Atli Kristinsson 4 (11), Atli Hjörvar Einarsson 4 (4), Helgi Héðinsson 2 (5), Hörður Bjarnason 2 (5), Guðni Ingvarsson 2 (3), Guðjón Drengsson 1 (5), Eyþór Lárusson 1 (3), Gunnar Ingi Jónsson 1 (1). Varin skot: Birkir Bragason 5 (13/2, 27%), Helgi Hlynsson 7 (13/3, 35%) Hraðaupphlaup: 1 (Guðjón Drengsson). Fiskuð víti: 3 (Atli Kristinsson, Helgi Héðinsson, Einar Héðinsson). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Magnús Jónsson og Arnar Sigurjónsson - Áttu mjög svo slæman dag og náði í raun aldrei tökum á leiknum.
Olís-deild karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira