Almennur slökkviliðsmaður - Hvað þýðir það? Sverrir Árnason skrifar 14. ágúst 2010 06:00 Að undanförnu hafa verkföll slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna verið nokkuð í umræðunni. Sökum rangfærslna aðila í launanefnd sveitarfélaga hafa launatölur slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna verið stórlega misskildar. Sá sem þetta skrifar hefur verið starfandi í faginu í sjö ár. Ég hóf starf á Keflavíkurflugvelli, á meðan Bandaríkjaher var við stjórnvölinn. Þar gekk ég í gegnum grunnþjálfun í fræðum og sinnti venjubundnum störfum slökkviliðsmanna en þó á ameríska vísu. Árið 2005 þreytti ég inntökupróf hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Grunnkröfur eru: iðnmenntun eða sambærileg menntun, meirapróf og gott líkamlegt ástand. Inntökuprófin sjálf taka um 6 vikur, þar sem þreyttar eru ýmsar þrautir sem skera úr um hver er hæfur og hver ekki. Eftir ráðningu situr maður grunnnám í sjúkraflutningum sem gerir mann að sjúkraflutningamanni (EMT-B), fornám slökkviliðsmanns sem gerir manni kleift að stunda reykköfun með reyndum manni og sinna almennum störfum á neyðarvettvangi. Þá tekur við vaktavinna þar sem maður kynnist starfinu betur og ef vel gengur stendur manni til boða fastráðning að 6 mánuðum liðnum. Að tæpum þremur árum liðnum sest maður aftur á skólabekk og nemur fræði sem gera mann að neyðarflutningamanni (EMT-I) og nám atvinnuslökkviliðsmanns, þar sem lærð eru fræði sem undirbúa mann fyrir störf á eldvettvangi sem 1. reykkafari, viðbrögð við eiturefnaslysum og efnaköfun, viðbrögð við flugslysum, mengunarslysi í höfnum, björgun fastklemmdra úr bílflökum sem og grunntækni í fjallabjörgun. Að þessu loknu tekur svo við vaktavinna aftur auk reglubundinnar sí- og endurmenntunar. Þrekinu má ekki hraka milli ára svo að sífelld líkamsrækt bæði á og milli vakta er nauðsynleg. Miklar nýjungar eru innleiddar í sjúkraflutningum á hverju ári sem manni ber að kynna sér, sem og að fylgjast með nýjustu stefnum og straumum í utanspítalaþjónustu. Ekki má gleyma að halda við þekkingu á þeim fræðum sem manni eru kennd í náminu. Þvælukenndar launatölur frá LN Nú að sjö árum liðnum þigg ég sem atvinnuslökkviliðsmaður og neyðarflutningamaður, 209 þúsund krónur í grunnlaun. Vaktaálag þiggur allt vaktavinnufólk og áhættuálag fáum við greitt fyrir að stunda reykköfun og mæta líkamlegum kröfum til þeirra starfa. Svo detta inn aukavaktir endrum og sinnum. Heildarlaun mín fyrir skatta og skyldur eru því oftast á bilinu 340-360 þúsund krónur á mánuði. Í vasann fæ ég því 230-250 þúsund krónur á mánuði. Fullyrðingar launanefndar sveitarfélaga um laun mín og félaga minna eru því þvælukenndar. Þess ber að geta að boðtæki sem slökkviliðið leggur mér til, gerir það að verkum að ég get verið kallaður út hvenær sólarhrings sem er, allan ársins hring. Svo er ég viss um að mínir nánustu geta vottað að þessi vinna á meira í mér en vaktaskyldan segir til um. Sanngjarnar kröfur Mér þykir ekki ósanngjarnt að fara fram á hækkun á þessum launum. Ég hef menntað mig og þjálfað til að sinna hættulegu og erfiðu starfi sem oft fylgir mikið líkamlegt og andlegt álag. Betra starf get ég ekki hugsað mér. Ég lifi og hrærist í því alla daga en ég vil geta náð endum vel saman. Sá tími er liðinn að menn gátu unnið við önnur störf milli vakta. Krafan er að geta verið eingöngu slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa verkföll slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna verið nokkuð í umræðunni. Sökum rangfærslna aðila í launanefnd sveitarfélaga hafa launatölur slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna verið stórlega misskildar. Sá sem þetta skrifar hefur verið starfandi í faginu í sjö ár. Ég hóf starf á Keflavíkurflugvelli, á meðan Bandaríkjaher var við stjórnvölinn. Þar gekk ég í gegnum grunnþjálfun í fræðum og sinnti venjubundnum störfum slökkviliðsmanna en þó á ameríska vísu. Árið 2005 þreytti ég inntökupróf hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Grunnkröfur eru: iðnmenntun eða sambærileg menntun, meirapróf og gott líkamlegt ástand. Inntökuprófin sjálf taka um 6 vikur, þar sem þreyttar eru ýmsar þrautir sem skera úr um hver er hæfur og hver ekki. Eftir ráðningu situr maður grunnnám í sjúkraflutningum sem gerir mann að sjúkraflutningamanni (EMT-B), fornám slökkviliðsmanns sem gerir manni kleift að stunda reykköfun með reyndum manni og sinna almennum störfum á neyðarvettvangi. Þá tekur við vaktavinna þar sem maður kynnist starfinu betur og ef vel gengur stendur manni til boða fastráðning að 6 mánuðum liðnum. Að tæpum þremur árum liðnum sest maður aftur á skólabekk og nemur fræði sem gera mann að neyðarflutningamanni (EMT-I) og nám atvinnuslökkviliðsmanns, þar sem lærð eru fræði sem undirbúa mann fyrir störf á eldvettvangi sem 1. reykkafari, viðbrögð við eiturefnaslysum og efnaköfun, viðbrögð við flugslysum, mengunarslysi í höfnum, björgun fastklemmdra úr bílflökum sem og grunntækni í fjallabjörgun. Að þessu loknu tekur svo við vaktavinna aftur auk reglubundinnar sí- og endurmenntunar. Þrekinu má ekki hraka milli ára svo að sífelld líkamsrækt bæði á og milli vakta er nauðsynleg. Miklar nýjungar eru innleiddar í sjúkraflutningum á hverju ári sem manni ber að kynna sér, sem og að fylgjast með nýjustu stefnum og straumum í utanspítalaþjónustu. Ekki má gleyma að halda við þekkingu á þeim fræðum sem manni eru kennd í náminu. Þvælukenndar launatölur frá LN Nú að sjö árum liðnum þigg ég sem atvinnuslökkviliðsmaður og neyðarflutningamaður, 209 þúsund krónur í grunnlaun. Vaktaálag þiggur allt vaktavinnufólk og áhættuálag fáum við greitt fyrir að stunda reykköfun og mæta líkamlegum kröfum til þeirra starfa. Svo detta inn aukavaktir endrum og sinnum. Heildarlaun mín fyrir skatta og skyldur eru því oftast á bilinu 340-360 þúsund krónur á mánuði. Í vasann fæ ég því 230-250 þúsund krónur á mánuði. Fullyrðingar launanefndar sveitarfélaga um laun mín og félaga minna eru því þvælukenndar. Þess ber að geta að boðtæki sem slökkviliðið leggur mér til, gerir það að verkum að ég get verið kallaður út hvenær sólarhrings sem er, allan ársins hring. Svo er ég viss um að mínir nánustu geta vottað að þessi vinna á meira í mér en vaktaskyldan segir til um. Sanngjarnar kröfur Mér þykir ekki ósanngjarnt að fara fram á hækkun á þessum launum. Ég hef menntað mig og þjálfað til að sinna hættulegu og erfiðu starfi sem oft fylgir mikið líkamlegt og andlegt álag. Betra starf get ég ekki hugsað mér. Ég lifi og hrærist í því alla daga en ég vil geta náð endum vel saman. Sá tími er liðinn að menn gátu unnið við önnur störf milli vakta. Krafan er að geta verið eingöngu slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun