Klæðist einum kjól í mánuð 18. ágúst 2010 08:30 Aðeins einn kjóll Indía Salvör Menuez tekur þátt í verkefni til styrktar skóla í New Orleans. Hún þarf að klæðast sama kjólnum daglega út ágúst. fréttablaðið/anton Indía Salvör Menuez er hálfíslensk stúlka sem hefur tekið að sér að klæðast sama kjólnum daglega í heilan mánuð til góðgerðarstarfa. Verkefnið nefnist The uniform project og er upphafsmaður þess stúlka að nafni Sheena sem ákvað árið 2009 að klæðast sama kjólnum í heilt ár til styrktar skólabörnum á Indlandi. „Ég kynntist Sheenu í gegnum tískublogg sem kallast Stylelikeu, þar sem mismunandi fólk opnar fataskápa sína fyrir lesendum. Þessi síða vann með Uniform project og fékk ólíka einstaklinga til að klæðast sama kjól og Sheena hafði klæðst yfir árið til að sýna fram á notagildi kjólsins. Ég var með í þessu verkefni og þannig kynntist ég Sheenu og hún bað mig í framhaldi af því að taka þátt í þessu nýja verkefni," útskýrir Indía Salvör sem er aðeins sautján ára gömul. Indía hannaði kjólinn í samráði við hönnuð og óskaði meðal annars eftir því að kjóllinn væri með vösum og hálsmáli sem hægt væri að breyta eftir geðþótta. Hún klæðist kjólnum út ágúst en í september tekur ný stúlka við og nýr kjóll. Aðspurð segir Indía ekki erfitt að þurfa að klæðast sama kjólnum dag eftir dag. „Mér finnst erfiðara að blogga um þetta og að þurfa að mynda mig daglega, en það er víst hluti af þessu," segir hún og brosir. Peningarnir sem Indía Salvör safnar yfir mánuðinn renna til Blair Grocery skólans í New Orleans. „Ég var í sjálfboðavinnu í New Orleans eftir að fellibylurinn skall á borginni og það hafði mikil áhrif á mig því fólk var ekki að fá þá aðstoð sem það þurfti. Blair Grocery skólinn er eini skólinn í 9. hverfi borgarinnar og þar er unnið mikið og þarft starf sem mig langaði að styrkja." Verkefnið hefur vakið verskuldaða athygli í Bandaríkjunum og hefur tímaritið Teen Vogue meðal annars viljað fjalla um það. „Öll athygli hjálpar. Mér hefur þótt mjög skemmtilegt að taka þátt í þessu, enda er alltaf gaman þegar maður getur látið gott af sér leiða," segir hún að lokum. Hægt er að fylgjast með verkefninu á síðunni www.theuniformproject.com. -sm Lífið Menning Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Indía Salvör Menuez er hálfíslensk stúlka sem hefur tekið að sér að klæðast sama kjólnum daglega í heilan mánuð til góðgerðarstarfa. Verkefnið nefnist The uniform project og er upphafsmaður þess stúlka að nafni Sheena sem ákvað árið 2009 að klæðast sama kjólnum í heilt ár til styrktar skólabörnum á Indlandi. „Ég kynntist Sheenu í gegnum tískublogg sem kallast Stylelikeu, þar sem mismunandi fólk opnar fataskápa sína fyrir lesendum. Þessi síða vann með Uniform project og fékk ólíka einstaklinga til að klæðast sama kjól og Sheena hafði klæðst yfir árið til að sýna fram á notagildi kjólsins. Ég var með í þessu verkefni og þannig kynntist ég Sheenu og hún bað mig í framhaldi af því að taka þátt í þessu nýja verkefni," útskýrir Indía Salvör sem er aðeins sautján ára gömul. Indía hannaði kjólinn í samráði við hönnuð og óskaði meðal annars eftir því að kjóllinn væri með vösum og hálsmáli sem hægt væri að breyta eftir geðþótta. Hún klæðist kjólnum út ágúst en í september tekur ný stúlka við og nýr kjóll. Aðspurð segir Indía ekki erfitt að þurfa að klæðast sama kjólnum dag eftir dag. „Mér finnst erfiðara að blogga um þetta og að þurfa að mynda mig daglega, en það er víst hluti af þessu," segir hún og brosir. Peningarnir sem Indía Salvör safnar yfir mánuðinn renna til Blair Grocery skólans í New Orleans. „Ég var í sjálfboðavinnu í New Orleans eftir að fellibylurinn skall á borginni og það hafði mikil áhrif á mig því fólk var ekki að fá þá aðstoð sem það þurfti. Blair Grocery skólinn er eini skólinn í 9. hverfi borgarinnar og þar er unnið mikið og þarft starf sem mig langaði að styrkja." Verkefnið hefur vakið verskuldaða athygli í Bandaríkjunum og hefur tímaritið Teen Vogue meðal annars viljað fjalla um það. „Öll athygli hjálpar. Mér hefur þótt mjög skemmtilegt að taka þátt í þessu, enda er alltaf gaman þegar maður getur látið gott af sér leiða," segir hún að lokum. Hægt er að fylgjast með verkefninu á síðunni www.theuniformproject.com. -sm
Lífið Menning Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira