Þróun námsefnis fyrir nemendur í brottfallshættu Björn M. Sigurjónsson skrifar 1. júlí 2010 05:00 Undanfarin tvö ár hafa þrír framhaldskólar á Íslandi, einn í Frakklandi og einn á Spáni þróað námsefni í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum með styrk Leónardó da Vinci starfsmenntaáætlunar Evrópusambandsins. Verkefnið nefnist SOFIA og snýst um að ná til nemenda í brottfallshættu með nýrri nálgun við gerð námsefnis. Þátttökuskólarnir eru Borgarholtsskóli, Flensborgarskóli, Tækniskólinn, CNA-CEFAG margmiðlunarskólinn í París og Iðntæknistofnun Aragón á Spáni. IÐAN fræðslusetur stýrir verkefninu. Fjöldi nemenda sem falla brott úr námi er mikið áhyggjuefni hérlendis. Skýrslur OECD sýna að brottfall er hærra hérlendis en í öðrum Evrópulöndum. Nokkuð hefur áunnist í greiningu á orsökum brottfalls og nú hafa yfir 70 framhaldsskólar og grunnskólar tekið upp greiningartæki til að auðkenna og styðja nemendur í brottfallshættu. Fleiri verkefni miða að stuðningi við brottfallsnemendur.Allir eru sammála um að brottfall nemenda úr framhaldsskólum sé alvarlegt vandamál sem brýnt sé að vinna bug á. Rannsóknir sýna að það sem fer fram í kennslu er ein orsök þess að nemendur finna sig ekki í námi. Það er því eðlilegt að draga þá ályktun að námsefni sem höfðar til einstaklinga í brottfallshættu sé líklegt til að auka áhuga nemenda á námi og draga úr brottfalli. Aðferðafræði SOFIA verkefnisinsMarkmið SOFIA verkefnisins er að þróa námsefni sem höfðar til nemenda í brottfallshættu. Við hönnun námsins er viðfangsefni nemandans skipt niður í ákveðna flokka. Smæsta eining náms kallast innlögn. Nokkrar innlagnir mynda stund, oft er miðað við að í einni kennslustund séu nokkrar innlagnir. Nokkrar stundir mynda lotu sem segja má að taki e.t.v. 2-3 vikur að læra. Nokkrar lotur mynda áfanga sem algengt er að spanni eina önn í framhaldsskóla. Innlögnin er þannig úr garði gerð að þegar nemandinn hefur tileinkað sér færnina sem ætlunin er að kenna í innlögninni tekur hann próf, sannar færnina og færist yfir á næsta „borð". Í einni stund er því hægt að færast upp um nokkur „borð" líkt og í tölvuleik. Kennari getur svo raðað saman stundum og innlögnum eftir þörfum nemandans. Lykillinn að því að ná til brottfallshópsins er að kerfið sem heldur utan um námsframvindu hvers einstaklings geti lagað sig að einstaklingsbundnum forsendum hvers nemanda. Það er ekki raunhæft að sinna einstaklingsbundnum forsendum nemenda nema kennarinn geti haldið utan um jafnstóran hóp með sama tilkostnaði og í „hefðbundinni" kennslu. Áskorun SOFIA verkefnisins er því að finna hagkvæma og raunhæfa lausn sem gerir kennurum kleift að sinna námsframvindu stórra nemendahópa á forsendum hvers nemanda. Í SOFIA verkefninu var þróað sérstakt nemendaumsjónarkerfi (SCORM) sem gerir þetta kleift. Upplýsinga og fjölmiðlagreinar henta sérstaklega vel í verkefni af þessu tagi. Nám í umbroti, myndvinnslu, hreyfimyndagerð og tæknivinnslu fyrir fjölmiðla felst að miklu leyti í færni í notkun tölvuforrita. Námsumhverfið er því hið sama og starfsumhverfið sem bíður nemandans þegar hann heldur út á vinnumarkaðinn með nýja færni. Aðferðafræði SOFIA verkefnisins var þróuð í París þar sem skólar glímdu við gríðarlegt brottfall nemenda af svokallaðri þriðju kynslóð innflytjenda. Stór hópur ungmenna náði ekki fótfestu í skólakerfinu, þeir höfðu enga færni og þvældust reiðir um göturnar, fullir höfnunar og fyrirlitningar á samfélaginu. CNA CEFAG skólinn í París hóf að þróa námsefni sem höfðað gæti til þessa hóps og upp úr því spratt SOFIA verkefnið. Nám CNA CEFAG er nú hluti af franska starfsmenntakerfinu þar sem nemendur ljúka fyrst starfsmenntun á þremur árum í grafískri miðlun eða vefmiðlun, en þá tekur við tveggja ára diplóma nám sem lýkur á fjórða námsþrepi (háskólastigi). Í raun má telja það einstakt afrek að koma hópi nemenda, sem skólakerfið hefur hafnað, í gegnum flókið nám og skila þeim út í lífið með færni sem gagnast þeim til að framfleyta sér hvar sem er í Evrópu. „Bestun“ kennslustundaÞátttakendur í SOFIA verkefninu hafa tileinkað sér önnur vinnubrögð við þróun námsefnis en áður hafa tíðkast hérlendis. Í CNA CEFAG er námsefnið þróað af hópi sérfræðinga. Hópurinn samanstendur af áfangastjóra, námsefnissérfræðingi, handritshöfundi námsefnis, tæknimanni, hreyfimyndasérfræðingi (animator) og kennara eða umsjónarmanni námskeiðs. Þegar nokkrir skólar þróa námsefni á þennan hátt myndast vettvangur til að skiptast á námsefni og þannig næst hagkvæmni við námsefnisgerðina eða ákveðin „bestun". Þessa aðferðafræði sem byggir á hópvinnu má telja nýjung hérlendis þó tilraunir í þessa átt hafi verið reyndar. Í sumum fögum eru til handrit að kennslustundum eða leiðbeiningar sem eru samnýttar en í öðrum fögum er því ekki að heilsa. Hugmynd SOFIA verkefnisins er að námsefnið, handritin að kennslustundunum og stafræn útfærsla námsins komist í frjálst flæði þar sem kennarar hafa kost á því að „besta" efnið með eigin innleggi, skila því áfram og samnýta krafta hvers annars. Verkefnið snýst um að innleiða þessa aðferðafræði og læra að þróa námsefni fyrir nemendur í brottfallshættu. SOFIA verkefninu lýkur nú í október 2010 og má vænta ítarlegra kynninga meðal fagaðila í kennslu á haustmánuðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Undanfarin tvö ár hafa þrír framhaldskólar á Íslandi, einn í Frakklandi og einn á Spáni þróað námsefni í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum með styrk Leónardó da Vinci starfsmenntaáætlunar Evrópusambandsins. Verkefnið nefnist SOFIA og snýst um að ná til nemenda í brottfallshættu með nýrri nálgun við gerð námsefnis. Þátttökuskólarnir eru Borgarholtsskóli, Flensborgarskóli, Tækniskólinn, CNA-CEFAG margmiðlunarskólinn í París og Iðntæknistofnun Aragón á Spáni. IÐAN fræðslusetur stýrir verkefninu. Fjöldi nemenda sem falla brott úr námi er mikið áhyggjuefni hérlendis. Skýrslur OECD sýna að brottfall er hærra hérlendis en í öðrum Evrópulöndum. Nokkuð hefur áunnist í greiningu á orsökum brottfalls og nú hafa yfir 70 framhaldsskólar og grunnskólar tekið upp greiningartæki til að auðkenna og styðja nemendur í brottfallshættu. Fleiri verkefni miða að stuðningi við brottfallsnemendur.Allir eru sammála um að brottfall nemenda úr framhaldsskólum sé alvarlegt vandamál sem brýnt sé að vinna bug á. Rannsóknir sýna að það sem fer fram í kennslu er ein orsök þess að nemendur finna sig ekki í námi. Það er því eðlilegt að draga þá ályktun að námsefni sem höfðar til einstaklinga í brottfallshættu sé líklegt til að auka áhuga nemenda á námi og draga úr brottfalli. Aðferðafræði SOFIA verkefnisinsMarkmið SOFIA verkefnisins er að þróa námsefni sem höfðar til nemenda í brottfallshættu. Við hönnun námsins er viðfangsefni nemandans skipt niður í ákveðna flokka. Smæsta eining náms kallast innlögn. Nokkrar innlagnir mynda stund, oft er miðað við að í einni kennslustund séu nokkrar innlagnir. Nokkrar stundir mynda lotu sem segja má að taki e.t.v. 2-3 vikur að læra. Nokkrar lotur mynda áfanga sem algengt er að spanni eina önn í framhaldsskóla. Innlögnin er þannig úr garði gerð að þegar nemandinn hefur tileinkað sér færnina sem ætlunin er að kenna í innlögninni tekur hann próf, sannar færnina og færist yfir á næsta „borð". Í einni stund er því hægt að færast upp um nokkur „borð" líkt og í tölvuleik. Kennari getur svo raðað saman stundum og innlögnum eftir þörfum nemandans. Lykillinn að því að ná til brottfallshópsins er að kerfið sem heldur utan um námsframvindu hvers einstaklings geti lagað sig að einstaklingsbundnum forsendum hvers nemanda. Það er ekki raunhæft að sinna einstaklingsbundnum forsendum nemenda nema kennarinn geti haldið utan um jafnstóran hóp með sama tilkostnaði og í „hefðbundinni" kennslu. Áskorun SOFIA verkefnisins er því að finna hagkvæma og raunhæfa lausn sem gerir kennurum kleift að sinna námsframvindu stórra nemendahópa á forsendum hvers nemanda. Í SOFIA verkefninu var þróað sérstakt nemendaumsjónarkerfi (SCORM) sem gerir þetta kleift. Upplýsinga og fjölmiðlagreinar henta sérstaklega vel í verkefni af þessu tagi. Nám í umbroti, myndvinnslu, hreyfimyndagerð og tæknivinnslu fyrir fjölmiðla felst að miklu leyti í færni í notkun tölvuforrita. Námsumhverfið er því hið sama og starfsumhverfið sem bíður nemandans þegar hann heldur út á vinnumarkaðinn með nýja færni. Aðferðafræði SOFIA verkefnisins var þróuð í París þar sem skólar glímdu við gríðarlegt brottfall nemenda af svokallaðri þriðju kynslóð innflytjenda. Stór hópur ungmenna náði ekki fótfestu í skólakerfinu, þeir höfðu enga færni og þvældust reiðir um göturnar, fullir höfnunar og fyrirlitningar á samfélaginu. CNA CEFAG skólinn í París hóf að þróa námsefni sem höfðað gæti til þessa hóps og upp úr því spratt SOFIA verkefnið. Nám CNA CEFAG er nú hluti af franska starfsmenntakerfinu þar sem nemendur ljúka fyrst starfsmenntun á þremur árum í grafískri miðlun eða vefmiðlun, en þá tekur við tveggja ára diplóma nám sem lýkur á fjórða námsþrepi (háskólastigi). Í raun má telja það einstakt afrek að koma hópi nemenda, sem skólakerfið hefur hafnað, í gegnum flókið nám og skila þeim út í lífið með færni sem gagnast þeim til að framfleyta sér hvar sem er í Evrópu. „Bestun“ kennslustundaÞátttakendur í SOFIA verkefninu hafa tileinkað sér önnur vinnubrögð við þróun námsefnis en áður hafa tíðkast hérlendis. Í CNA CEFAG er námsefnið þróað af hópi sérfræðinga. Hópurinn samanstendur af áfangastjóra, námsefnissérfræðingi, handritshöfundi námsefnis, tæknimanni, hreyfimyndasérfræðingi (animator) og kennara eða umsjónarmanni námskeiðs. Þegar nokkrir skólar þróa námsefni á þennan hátt myndast vettvangur til að skiptast á námsefni og þannig næst hagkvæmni við námsefnisgerðina eða ákveðin „bestun". Þessa aðferðafræði sem byggir á hópvinnu má telja nýjung hérlendis þó tilraunir í þessa átt hafi verið reyndar. Í sumum fögum eru til handrit að kennslustundum eða leiðbeiningar sem eru samnýttar en í öðrum fögum er því ekki að heilsa. Hugmynd SOFIA verkefnisins er að námsefnið, handritin að kennslustundunum og stafræn útfærsla námsins komist í frjálst flæði þar sem kennarar hafa kost á því að „besta" efnið með eigin innleggi, skila því áfram og samnýta krafta hvers annars. Verkefnið snýst um að innleiða þessa aðferðafræði og læra að þróa námsefni fyrir nemendur í brottfallshættu. SOFIA verkefninu lýkur nú í október 2010 og má vænta ítarlegra kynninga meðal fagaðila í kennslu á haustmánuðum.
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun