Barnaverndarnefnd og Besti flokkurinn 22. október 2010 06:00 Nýlega var skipað í nýja nefnd barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Til að gera sér grein fyrir hinu veigamikla hlutverki barnaverndarnefndar ætla ég að fara nokkrum orðum um það hér. Meðal verkefna nefndarinnar er að beita þeim úrræðum sem koma fram í barnaverndarlögunum til verndar börnum sem best eiga við hverju sinni og heppilegust þykja til að tryggja hagsmuni og velferð þeirra. Eitt af þessum úrræðum er úrskurðarvald nefndarinnar til að beita þvingunarráðstöfunum. Þvingunarráðstafanirnar lýsa sér til dæmis í töku barns af heimili án samþykkis foreldra og einnig getur nefndin krafist þess fyrir dómi að foreldrar séu sviptir forsjá barns. Barnaverndarmál eru í eðli sínu afar viðkvæm og barnaverndarlöggjöfin hefur þá sérstöðu að hún felur í sér vald til handa barnaverndarnefndum að skerða friðhelgi fjölskyldunnar, en þessi friðhelgi er meðal grundvallarmannréttinda okkar samkvæmt stjórnarskránni. Í friðhelginni felst réttur fjölskyldunnar til að vera saman, að foreldrar fái að búa saman og fara með forsjá og annast uppeldi barna sinna án utanaðkomandi afskipta. Verkefni barnaverndarnefndanna geta verið þung, flókin og vandmeðfarin, þar sem fengist er við viðkvæma þætti í lífi fjölskyldna. Þar af leiðandi skiptir það sköpum að nefndirnar hafi yfir að ráða mjög hæfu starfsfólki sem hefur góða félags- og sálfræðiþekkingu og þar að auki góða yfirsýn, kunnáttu og reynslu á lagasviðinu er varðar barnaverndarmál sérstaklega til að geta sinnt hlutverki sínu á fullnægjandi hátt. Af framansögðu er ljóst að barnaverndarnefndir eru í eðli sínu dómstóll sem getur kveðið upp úrskurði sem geta haft afdrifarík áhrif og afleiðingar á fjölskyldur. Að öllu þessu sögðu var undirritaðri vægast sagt brugðið þegar Besti flokkurinn skipaði nýjan formann barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Formaðurinn er nýútskrifaður lögfræðingur, útskrifaðist úr lagadeild HR í vor, með enga reynslu af vinnslu barnaverndarmála. Til samanburðar má geta þess að formenn barnaverndarnefndar Kópavogs og Hafnarfjarðar eru lögfræðimenntaðir með áralanga reynslu af barnaverndarmálum og setum í nefndum og ráðum. Það verður að segjast eins og er að það að gera engar kröfur til svo mikilvægs starfs sem formaður barnaverndar Reykjavíkur er, er með öllu óábyrgt og vanhugsað af Besta flokknum og vanvirðing við barnafjölskyldur í Reykjavík, starfsfólk barnaverndar og málaflokkinn í heild sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Halldór 27.12.2025 skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Nýlega var skipað í nýja nefnd barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Til að gera sér grein fyrir hinu veigamikla hlutverki barnaverndarnefndar ætla ég að fara nokkrum orðum um það hér. Meðal verkefna nefndarinnar er að beita þeim úrræðum sem koma fram í barnaverndarlögunum til verndar börnum sem best eiga við hverju sinni og heppilegust þykja til að tryggja hagsmuni og velferð þeirra. Eitt af þessum úrræðum er úrskurðarvald nefndarinnar til að beita þvingunarráðstöfunum. Þvingunarráðstafanirnar lýsa sér til dæmis í töku barns af heimili án samþykkis foreldra og einnig getur nefndin krafist þess fyrir dómi að foreldrar séu sviptir forsjá barns. Barnaverndarmál eru í eðli sínu afar viðkvæm og barnaverndarlöggjöfin hefur þá sérstöðu að hún felur í sér vald til handa barnaverndarnefndum að skerða friðhelgi fjölskyldunnar, en þessi friðhelgi er meðal grundvallarmannréttinda okkar samkvæmt stjórnarskránni. Í friðhelginni felst réttur fjölskyldunnar til að vera saman, að foreldrar fái að búa saman og fara með forsjá og annast uppeldi barna sinna án utanaðkomandi afskipta. Verkefni barnaverndarnefndanna geta verið þung, flókin og vandmeðfarin, þar sem fengist er við viðkvæma þætti í lífi fjölskyldna. Þar af leiðandi skiptir það sköpum að nefndirnar hafi yfir að ráða mjög hæfu starfsfólki sem hefur góða félags- og sálfræðiþekkingu og þar að auki góða yfirsýn, kunnáttu og reynslu á lagasviðinu er varðar barnaverndarmál sérstaklega til að geta sinnt hlutverki sínu á fullnægjandi hátt. Af framansögðu er ljóst að barnaverndarnefndir eru í eðli sínu dómstóll sem getur kveðið upp úrskurði sem geta haft afdrifarík áhrif og afleiðingar á fjölskyldur. Að öllu þessu sögðu var undirritaðri vægast sagt brugðið þegar Besti flokkurinn skipaði nýjan formann barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Formaðurinn er nýútskrifaður lögfræðingur, útskrifaðist úr lagadeild HR í vor, með enga reynslu af vinnslu barnaverndarmála. Til samanburðar má geta þess að formenn barnaverndarnefndar Kópavogs og Hafnarfjarðar eru lögfræðimenntaðir með áralanga reynslu af barnaverndarmálum og setum í nefndum og ráðum. Það verður að segjast eins og er að það að gera engar kröfur til svo mikilvægs starfs sem formaður barnaverndar Reykjavíkur er, er með öllu óábyrgt og vanhugsað af Besta flokknum og vanvirðing við barnafjölskyldur í Reykjavík, starfsfólk barnaverndar og málaflokkinn í heild sinni.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar