Það er misauðvelt að bera fram nöfn stjarnanna og sum nöfnin geta verið hálfgerður tungubrjótur. Ekki eru allir jafn lukkulegir og Brad Pitt sem hlaut í vöggugjöf nafn sem er bæði auðvelt að muna og bera fram.
Eftirnafn gamanleikarans Zach Galifianakis er aftur á móti ekki jafn þjált, né heldur raunverulegt nafn söngkonunnar Cher, sem er Cherilyn Sarkisian. Önnur erfið eftirnöfn eru til dæmis eftirnöfn leikaranna Matthew McConaughey, Mariska Hargitay og Gabourey Sidibe.



