Einir fjórir leikir fara fram í Iceland Express-deild kvenna í dag og eru toppliðin að keppa innbyrðis.
Keflavík tekur á móti nýkrýndum deildarmeisturum KR en KR-stúlkur hafa haft mikla yfirburði í deildinni í vetur.
Svo verður hörkuslagur í Hveragerði þar sem Hamar tekur á móti Grindavík.
Leikir dagsins:
15.00 Snæfell-Njarðvík
16.00 Keflavík-KR
16.00 Hamar-Grindavík
16.00 Valur-Haukar