Innlent

Baldvin Jónsson: Höfum ekki hugmynd um það hvað gerist

Baldvin Jónsson fékk mjög sterk viðbrögð eftir Kastljósið í gær.
Baldvin Jónsson fékk mjög sterk viðbrögð eftir Kastljósið í gær.

„Við höfum fundið fyrir gríðarlegum meðbyr eftir Kastljósið í gær en við höfum ekki hugmynd hvað gerist," segir Baldvin Jónsson, oddviti Reykjavíkurframboðsins, en hann segir daginn í dag vera þann fyrsta þar sem frambjóðendurnir framboðsins eru ekki á hlaupum út um allan bæ.

Hann segist hinsvegar hafa fengið sterk viðbrögð eftir Kastljósþáttinn í gærkvöldi. Framboðið mælist ekki með mann inni í skoðannakönnunum en hann er bjartsýnn á að það hafi breyst eftir gærkvöldið.

Hann bendir á að Sóley Tómasdóttir rétt svo lafir inni samkvæmt könnunum og því sé ekkert gefið.

„Svo veit maður aldrei með Framsóknarflokkinn," segir Baldvin en hann mælist ekki heldur inni samkvæmt könnunum. Sagan hefur þó sýnt að kjörfylgið reynist alltaf hærra en það sem mælist í skoðanakönnunum. Hvort það breytist í kvöld er ómögulegt að spá um.

„En hvernig sem fer í kvöld þá er ég vongóður um að skýr skilaboð um breytta tíma hafi komist á framfæri og ég er vongóður. En ég vona innilega að þessar valdablokkir taki skilaboðin hressilega til sín og taki til í eigin ranni," segir Baldvin að lokum en heimasíðu framboðsins má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×