Innlent

Framsókn dregur kæru til baka vegna auglýsingaspjalla

Vegna umræðu um skemmdir á auglýsingaskiltum Framsóknarflokksins í Kópavogi hefur stjórn fulltrúaráðsins sent eftirfarandi yfirlýsingu frá sér:

„Stjórnin lýsir sig viljuga til að ná fram sátt í málinu sem m.a felst í því að draga kæru sína til lögreglu til baka þar sem málið telst upplýst.

Þrátt fyrir að um tengingar við Samfylkinguna sé að ræða harmar stjórn fulltrúaráðsins að nafn eins frambjóðenda Samfylkingarinnar hafi verið dregið inn í umræðuna. Það var aldrei ætlunin að gefa í skyn að sá einstaklingur hafi staðið bak við þennan verknað."


Tengdar fréttir

Hasar í Kópavogi - Framsóknarskiltin eyðilögð

Auglýsingaskilti Framsóknarflokksins í Kópvogi sem komið hafði verið fyrir víðsvegar um bæjarfélagið voru eyðilögð í nótt. Kosningastjóri framsóknarmanna segir að málið verði tilkynnt til lögreglu. Hann segir rangt að bæjarfulltrúi flokksins hafi misnotað aðstöðu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×