Bankastjórnendur féllu í allar freistingar 14. apríl 2010 03:00 x Siðvæðingar er þörf í íslensku samfélagi, segir vinnuhópur um siðferði sem kemst að þeirri niðurstöðu að siðferði og starfshættir hafi víða verið bágbornir í aðdraganda bankahrunsins. Sú staðreynd að starfsháttum og siðferði var víða ábótavant í íslensku samfélagi er hluti af margþættum skýringum á því hve illa fór á Íslandi. Þetta er niðurstaða vinnuhóps rannsóknarnefndarinnar um siðferði og starfshætti. „Þetta á við jafnt í stjórnmálum og viðskiptalífi sem í stjórnsýslu og fjölmiðlum," segir í lokaorðum skýrslu hópsins. Hópurinn skoðaði siðferði fjármálalífsins, stjórnsýslu og stjórnmál auk þess að líta á samfélagið og umræðuna í því. Alls staðar var pottur brotinn út frá sjónarhóli siðferðis. Nefndin skoðaði ítarlega fyrirtækjamenningu bankanna og kemst í stuttu máli að þeirri niðurstöðu að þar hafi siðferðislegum þáttum og dygðum verið kastað fyrir róða. Hópurinn sem stýrði bönkunum hafi „fallið í nánast allar freistingar sem á vegi hans urðu". Sú grundvallarsetning einkavæðingar að einstaklingar fari betur með eigið fé en annarra hafi ekki reynst sönn. Allt hafi miðast við það að draga úr ábyrgð þeirra sem tóku áhættu, og þau rof hafi haft skelfilegar afleiðingar fyrir fjármálakerfið og almenning um heim allan. Hvatakerfi hafi miðast við skammtímagróða stjórnenda og eigenda á kostnað almennings. Eiginhagsmunir stjórnenda hafi ráðið mestu, gróðahyggjan hafi verið taumlaus. Regluverðir gleðispillarVinnuhópurinn skoðaði innri starfshætti og eftirlit fjármálastofnananna og kemur þar í ljós að þeir sem sinntu starfi regluvarða og aðrir sem koma að innra eftirliti nutu lítillar virðingar stjórnenda og annarra starfsmanna. Hvorki hafi lagareglum verið fylgt né siðferðislegum viðmiðum um heilbrigða stjórnunarhætti. Reglubókum var ekki fylgt og almennt litið á regluverði sem gleðispilla. Sigurjón Geirsson hjá innri endurskoðun Landsbankans segir svo frá að menn hafi litið á reglur sem eitthvað sem hægt var að „challengera", að virðing hafi ekki verið borin fyrir þeim heldur hafi menn frekar verið viljugir að „þróa reglur… þróa túlkun á reglum þannig að menn kæmust… svona eins og í fótbolta, menn reyndu að tækla án þess að vera dæmdir." Regluverðir störfuðu lögum samkvæmt í bönkunum en þeir eiga að gæta þess að farið sé eftir gildandi lögum og góðum starfsháttum. Almennt var lítill áhugi á störfum þeirra. Einn þeirra, Arnar Þór Jónsson hjá Íslandsbanka, lýsir starfinu eins og að róa í árabát á móti olíuskipi. Hann hafi verið tekinn á teppið af bankastjóra fyrir óhlýðni eftir að hafa ætlað sér að skoða vandlega pappíra sem ætlast var til að hann skrifaði undir. Slakt siðferði bankamanna birtist víðar að mati vinnuhópsins. Þeir gerðu almenningi erfitt fyrir að átta sig á starfsháttum. Stjórnendur voru á gríðarlega háum launum, óhóf einkenndi lífsstíl þeirra eins og hann blasti við almenningi. Hugmyndafræði afskiptaleysisVinnuhópurinn bendir á að gegndarlaus vöxtur bankanna hafi verið látinn óáreittur vegna þess að ríkjandi hugmyndafræði í samfélaginu hafi verið hugmyndafræði afskiptaleysis. Í anda hennar hafi verið áhersla á að íþyngja ekki fjármálafyrirtækjum með ströngu eftirliti. „Framtakssömum og reynslulitlum" einstaklingum hafi verið falin mikil ábyrgð og gefið svigrúm til athafna. Hæfileikum þeirra hafi svo verið lýst í ræðu og riti og eru þær lýsingar til marks um mikla drambsemi. Lagt var traust á það „að einkaaðilar myndu ástunda sjálfseftirlit". Ráðherrar og embættismenn sinntu þannig ekki hlutverki sínu og Alþingi gætti ekki almannahagsmuna eins og því ber skylda til. Aðrir geirar samfélagsins brugðust einnig, fjölmiðlar og háskólasamfélagið. Gagnrýni á fjármálaheiminn féll í grýtta jörð og þjóðin var blind á hættumerkin. „Skortur á hófsemi og ráðdeild í íslensku samfélagi, ásamt með ógagnrýninni sjálfsánægju meðal þjóðarinnar, bjuggu á sinn hátt í haginn fyrir þá atburðarás sem hér varð í bankahruninu."sigridur@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Siðvæðingar er þörf í íslensku samfélagi, segir vinnuhópur um siðferði sem kemst að þeirri niðurstöðu að siðferði og starfshættir hafi víða verið bágbornir í aðdraganda bankahrunsins. Sú staðreynd að starfsháttum og siðferði var víða ábótavant í íslensku samfélagi er hluti af margþættum skýringum á því hve illa fór á Íslandi. Þetta er niðurstaða vinnuhóps rannsóknarnefndarinnar um siðferði og starfshætti. „Þetta á við jafnt í stjórnmálum og viðskiptalífi sem í stjórnsýslu og fjölmiðlum," segir í lokaorðum skýrslu hópsins. Hópurinn skoðaði siðferði fjármálalífsins, stjórnsýslu og stjórnmál auk þess að líta á samfélagið og umræðuna í því. Alls staðar var pottur brotinn út frá sjónarhóli siðferðis. Nefndin skoðaði ítarlega fyrirtækjamenningu bankanna og kemst í stuttu máli að þeirri niðurstöðu að þar hafi siðferðislegum þáttum og dygðum verið kastað fyrir róða. Hópurinn sem stýrði bönkunum hafi „fallið í nánast allar freistingar sem á vegi hans urðu". Sú grundvallarsetning einkavæðingar að einstaklingar fari betur með eigið fé en annarra hafi ekki reynst sönn. Allt hafi miðast við það að draga úr ábyrgð þeirra sem tóku áhættu, og þau rof hafi haft skelfilegar afleiðingar fyrir fjármálakerfið og almenning um heim allan. Hvatakerfi hafi miðast við skammtímagróða stjórnenda og eigenda á kostnað almennings. Eiginhagsmunir stjórnenda hafi ráðið mestu, gróðahyggjan hafi verið taumlaus. Regluverðir gleðispillarVinnuhópurinn skoðaði innri starfshætti og eftirlit fjármálastofnananna og kemur þar í ljós að þeir sem sinntu starfi regluvarða og aðrir sem koma að innra eftirliti nutu lítillar virðingar stjórnenda og annarra starfsmanna. Hvorki hafi lagareglum verið fylgt né siðferðislegum viðmiðum um heilbrigða stjórnunarhætti. Reglubókum var ekki fylgt og almennt litið á regluverði sem gleðispilla. Sigurjón Geirsson hjá innri endurskoðun Landsbankans segir svo frá að menn hafi litið á reglur sem eitthvað sem hægt var að „challengera", að virðing hafi ekki verið borin fyrir þeim heldur hafi menn frekar verið viljugir að „þróa reglur… þróa túlkun á reglum þannig að menn kæmust… svona eins og í fótbolta, menn reyndu að tækla án þess að vera dæmdir." Regluverðir störfuðu lögum samkvæmt í bönkunum en þeir eiga að gæta þess að farið sé eftir gildandi lögum og góðum starfsháttum. Almennt var lítill áhugi á störfum þeirra. Einn þeirra, Arnar Þór Jónsson hjá Íslandsbanka, lýsir starfinu eins og að róa í árabát á móti olíuskipi. Hann hafi verið tekinn á teppið af bankastjóra fyrir óhlýðni eftir að hafa ætlað sér að skoða vandlega pappíra sem ætlast var til að hann skrifaði undir. Slakt siðferði bankamanna birtist víðar að mati vinnuhópsins. Þeir gerðu almenningi erfitt fyrir að átta sig á starfsháttum. Stjórnendur voru á gríðarlega háum launum, óhóf einkenndi lífsstíl þeirra eins og hann blasti við almenningi. Hugmyndafræði afskiptaleysisVinnuhópurinn bendir á að gegndarlaus vöxtur bankanna hafi verið látinn óáreittur vegna þess að ríkjandi hugmyndafræði í samfélaginu hafi verið hugmyndafræði afskiptaleysis. Í anda hennar hafi verið áhersla á að íþyngja ekki fjármálafyrirtækjum með ströngu eftirliti. „Framtakssömum og reynslulitlum" einstaklingum hafi verið falin mikil ábyrgð og gefið svigrúm til athafna. Hæfileikum þeirra hafi svo verið lýst í ræðu og riti og eru þær lýsingar til marks um mikla drambsemi. Lagt var traust á það „að einkaaðilar myndu ástunda sjálfseftirlit". Ráðherrar og embættismenn sinntu þannig ekki hlutverki sínu og Alþingi gætti ekki almannahagsmuna eins og því ber skylda til. Aðrir geirar samfélagsins brugðust einnig, fjölmiðlar og háskólasamfélagið. Gagnrýni á fjármálaheiminn féll í grýtta jörð og þjóðin var blind á hættumerkin. „Skortur á hófsemi og ráðdeild í íslensku samfélagi, ásamt með ógagnrýninni sjálfsánægju meðal þjóðarinnar, bjuggu á sinn hátt í haginn fyrir þá atburðarás sem hér varð í bankahruninu."sigridur@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira