Jón Ólafsson: Háskóli Íslands í vanda 18. maí 2010 09:17 Forystumenn Háskóla Íslands hafa undanfarin ár reynt að gera tvennt á sama tíma: Keppa við aðra háskóla um nemendur og fjármagn eins og skólinn væri fyrirtæki á samkeppnismarkaði og færa rök fyrir því að besta og hagkvæmasta fyrirkomulag rannsókna og háskólamenntunar sé að fela Háskóla Íslands að sjá um þetta að mestu eða öllu leyti.Deila Snjólfs Ólafssonar og Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu síðustu daga varpar hins vegar ljósi á hvers vegna það er lífsnauðsynlegt fyrir Ísland að fleiri öflugir háskólar séu í landinu en Háskóli Íslands. Guðmundur Andri bendir á að í viðskiptadeild Háskóla Íslands hafi aðferðir íslensku fjármálafyrirtækjanna verið kynntar næsta gagnrýnislaust og nemendum gert að taka próf í þeim. Nemendur sem tóku þátt í námskeiðum þar sem heimsóknir fjármálaleiðtoganna voru hluti af námsefni hafa staðfest þetta. En í stað þess að reyna að verja sig eða jafnvel bara viðurkenna að menn hafi skort gagnrýni á þessum árum, kýs Snjólfur að ráðast á Guðmund Andra með ásökunum um að hann segi ósatt.Það má gefa sér eitt: Háskóli Íslands mun halda sig til hlés í þessari umræðu. Innan veggja hans mun enginn setja fram opinbera gagnrýni á viðskiptadeild eða Snjólf Ólafsson, hvorki fyrir kennslu hans eða kollega hans né rannsóknir þeirra. Snjólfur rannsakaði íslensku útrásina og þáði styrki fyrirtækja til þess. Í þeim "sýndi" hann meðal annars að íslenska útrásin væri einstakt fyrirbæri sem líklega afsannaði fyrri kenningar um alþjóðavæðingu í viðskiptum! Staðreyndin er sú að Háskóli Íslands þyrfti að líta í eigin barm, gagnrýna sjálfan sig og gera breytingar í ljósi atburða síðustu ára. En það mun hann ekki gera. Það er vegna þess að hann er um þessar mundir rekinn eins og stórfyrirtæki sem eigi sameiginlegra hagsmuna að gæta og þar sem allir þurfi að standa saman. Þetta er vandi Háskóla Íslands.En það er ekki hægt að vera "þjóðarskóli" og stórfyrirtæki á saman tíma. Í stað þess að stefna að enn meiri stækkun og útþenslu Háskóla Íslands ættu stjórnvöld að rækta fjölbreytnina með því að leggja kapp á að í landinu séu fleiri háskólastofnanir. Dæmið af því hvernig Snjólfur Ólafsson og félagar hans geta haldið sínu striki án þess að nokkur alvarleg gagnrýnisrödd heyrist frá þeirra eigin stofnun ætti að færa okkur sanninn um það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Forystumenn Háskóla Íslands hafa undanfarin ár reynt að gera tvennt á sama tíma: Keppa við aðra háskóla um nemendur og fjármagn eins og skólinn væri fyrirtæki á samkeppnismarkaði og færa rök fyrir því að besta og hagkvæmasta fyrirkomulag rannsókna og háskólamenntunar sé að fela Háskóla Íslands að sjá um þetta að mestu eða öllu leyti.Deila Snjólfs Ólafssonar og Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu síðustu daga varpar hins vegar ljósi á hvers vegna það er lífsnauðsynlegt fyrir Ísland að fleiri öflugir háskólar séu í landinu en Háskóli Íslands. Guðmundur Andri bendir á að í viðskiptadeild Háskóla Íslands hafi aðferðir íslensku fjármálafyrirtækjanna verið kynntar næsta gagnrýnislaust og nemendum gert að taka próf í þeim. Nemendur sem tóku þátt í námskeiðum þar sem heimsóknir fjármálaleiðtoganna voru hluti af námsefni hafa staðfest þetta. En í stað þess að reyna að verja sig eða jafnvel bara viðurkenna að menn hafi skort gagnrýni á þessum árum, kýs Snjólfur að ráðast á Guðmund Andra með ásökunum um að hann segi ósatt.Það má gefa sér eitt: Háskóli Íslands mun halda sig til hlés í þessari umræðu. Innan veggja hans mun enginn setja fram opinbera gagnrýni á viðskiptadeild eða Snjólf Ólafsson, hvorki fyrir kennslu hans eða kollega hans né rannsóknir þeirra. Snjólfur rannsakaði íslensku útrásina og þáði styrki fyrirtækja til þess. Í þeim "sýndi" hann meðal annars að íslenska útrásin væri einstakt fyrirbæri sem líklega afsannaði fyrri kenningar um alþjóðavæðingu í viðskiptum! Staðreyndin er sú að Háskóli Íslands þyrfti að líta í eigin barm, gagnrýna sjálfan sig og gera breytingar í ljósi atburða síðustu ára. En það mun hann ekki gera. Það er vegna þess að hann er um þessar mundir rekinn eins og stórfyrirtæki sem eigi sameiginlegra hagsmuna að gæta og þar sem allir þurfi að standa saman. Þetta er vandi Háskóla Íslands.En það er ekki hægt að vera "þjóðarskóli" og stórfyrirtæki á saman tíma. Í stað þess að stefna að enn meiri stækkun og útþenslu Háskóla Íslands ættu stjórnvöld að rækta fjölbreytnina með því að leggja kapp á að í landinu séu fleiri háskólastofnanir. Dæmið af því hvernig Snjólfur Ólafsson og félagar hans geta haldið sínu striki án þess að nokkur alvarleg gagnrýnisrödd heyrist frá þeirra eigin stofnun ætti að færa okkur sanninn um það.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun