„Lebensraum“ og Úkraína 19. ágúst 2010 06:00 Það er alger fásinna að Rússar hafi verið komnir á fremsta hlunn með að ráðast með her inn í Úkraínu í Appelsínugulu byltingunni svonefndu og að ESB hafi bjargað landinu frá vondu köllunum; minna ber á að Úkraína er hvorki í ESB né NATO. Þetta kom fram í grein Andrésar Péturssonar hjá Evrópusamtökunum í Fréttablaðinu í fyrradag. Svona málflutningur er ESB sinnum ekki til framdráttar, en hér er Rússagrýlan gamla góða vakin upp svo um munar. Þetta er í meira lagi ábyrgðarlaus málflutningur í stíl gamalla úreldra tíma og hæfir ekki upplýstum aðilum, áhugavert er hvaða heimildir liggja að baki. Appelsínugula byltingin í Úkraínu (sem gekk þar yfir haust og vetur 2004) var landsmönnum hins vegar engan veginn til góðs, lífkjör almennings hröpuðu og eru nú mun verri en hjá Rússum almennt. Um var að ræða frábærlega vel skipulagða maskínu sem gekk út á fyrirfram skrifaða dagskrá: mannflutninga á réttum stöðum, á réttum tímum, útifundi, mótmælaspjöld, tjöld, hátalarakerfi, gistingu, kost, drykkjarföng og fleira og fleira – fyrir þúsundir manna, sem að mestu voru fluttar til Kænugarðs frá vesturhéruðunum. Í Kiev er rússneska töluð 99 prósent en þjóðernissinnar eru afar sterkir í Vestur-Úkraínu. En þetta er allt önnur saga… Þýska orðið Lebensraum þýðist mun betur sem „lífsrými“ heldur en „landssvæði“ eins og Andrés þýðir það. Adolf Hitler átti vissulega við „lífsrými“ fyrir Germani í frjósömum sveitum Austur-Evrópu. Orðið fann foringinn sjálfur upp þegar hann sat inni og skrifaði Mein Kampf, löngu áður en flokkur hans NSDAP náði völdum á lýðræðislegan máta í kosningum í janúar 1933. Margt má gott um ESB segja en varast ber svona fullyrðingar og hleypidóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það er alger fásinna að Rússar hafi verið komnir á fremsta hlunn með að ráðast með her inn í Úkraínu í Appelsínugulu byltingunni svonefndu og að ESB hafi bjargað landinu frá vondu köllunum; minna ber á að Úkraína er hvorki í ESB né NATO. Þetta kom fram í grein Andrésar Péturssonar hjá Evrópusamtökunum í Fréttablaðinu í fyrradag. Svona málflutningur er ESB sinnum ekki til framdráttar, en hér er Rússagrýlan gamla góða vakin upp svo um munar. Þetta er í meira lagi ábyrgðarlaus málflutningur í stíl gamalla úreldra tíma og hæfir ekki upplýstum aðilum, áhugavert er hvaða heimildir liggja að baki. Appelsínugula byltingin í Úkraínu (sem gekk þar yfir haust og vetur 2004) var landsmönnum hins vegar engan veginn til góðs, lífkjör almennings hröpuðu og eru nú mun verri en hjá Rússum almennt. Um var að ræða frábærlega vel skipulagða maskínu sem gekk út á fyrirfram skrifaða dagskrá: mannflutninga á réttum stöðum, á réttum tímum, útifundi, mótmælaspjöld, tjöld, hátalarakerfi, gistingu, kost, drykkjarföng og fleira og fleira – fyrir þúsundir manna, sem að mestu voru fluttar til Kænugarðs frá vesturhéruðunum. Í Kiev er rússneska töluð 99 prósent en þjóðernissinnar eru afar sterkir í Vestur-Úkraínu. En þetta er allt önnur saga… Þýska orðið Lebensraum þýðist mun betur sem „lífsrými“ heldur en „landssvæði“ eins og Andrés þýðir það. Adolf Hitler átti vissulega við „lífsrými“ fyrir Germani í frjósömum sveitum Austur-Evrópu. Orðið fann foringinn sjálfur upp þegar hann sat inni og skrifaði Mein Kampf, löngu áður en flokkur hans NSDAP náði völdum á lýðræðislegan máta í kosningum í janúar 1933. Margt má gott um ESB segja en varast ber svona fullyrðingar og hleypidóma.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar