Eimskip getur ekki tapað á siglingunum 18. ágúst 2010 06:00 Kristín H. Sigurbjörnsdóttir Samkvæmt „opinni bók", samkomulagi Eimskips og ríkisins sem gildir til 1. september á næsta ári, greiðir Vegagerðin mismun gjalda og tekna af siglingum Herjólfs til Eyja. Þetta þýðir að ríkið greiðir það sem Eimskip vantar upp á til að reksturinn standi á núlli. Eimskip fær fasta summu í þóknun og getur því ekki tapað á framtakinu. Þetta staðfestir Kristín H. Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni. Áður greiddi Vegagerðin ákveðið verð fyrir hverja ferð, samkvæmt útboði. En siglingar á nýju leiðinni voru ekki boðnar út. „Það hefði verið erfitt að bjóða þetta út, því við höfum ekki reynslu af nýju leiðinni. Eimskip var með samning um að sigla til Þorlákshafnar og það var ákveðið að semja svona frekar en að fara að semja í óvissu og fá eitthvert rugltilboð," segir Kristín. Þar sem farið var að nýta nýju höfnina áður en gamli samningurinn við Eimskip rann út hefði hugsanlega þurft að kaupa skipafélagið út úr honum með tilheyrandi kostnaði. Kristín segir þó að með þessari tilhögun sé ekki verið að afhenda Eimskipafélaginu opið tékkhefti. „Við munum auðvitað ekki samþykkja hvað sem er. Það er búið að setja niður ramma sem við miðum við og er negldur niður á fasta liði. Ef sú áætlun fer úr böndunum þá getum við rakið hvers vegna það er. En stærsti óvissuþátturinn er tekjumyndunin, það er að segja hversu margir koma til með að nýta sér þjónustuna," segir hún. Eins og komið hefur fram í blaðinu gæti svo farið að ríkið hagnist á nýja fyrirkomulaginu. Nú þegar hafa fleiri siglt með Herjólfi frá Landeyjahöfn en gert var ráð fyrir. - kóþ Fréttir Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Samkvæmt „opinni bók", samkomulagi Eimskips og ríkisins sem gildir til 1. september á næsta ári, greiðir Vegagerðin mismun gjalda og tekna af siglingum Herjólfs til Eyja. Þetta þýðir að ríkið greiðir það sem Eimskip vantar upp á til að reksturinn standi á núlli. Eimskip fær fasta summu í þóknun og getur því ekki tapað á framtakinu. Þetta staðfestir Kristín H. Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni. Áður greiddi Vegagerðin ákveðið verð fyrir hverja ferð, samkvæmt útboði. En siglingar á nýju leiðinni voru ekki boðnar út. „Það hefði verið erfitt að bjóða þetta út, því við höfum ekki reynslu af nýju leiðinni. Eimskip var með samning um að sigla til Þorlákshafnar og það var ákveðið að semja svona frekar en að fara að semja í óvissu og fá eitthvert rugltilboð," segir Kristín. Þar sem farið var að nýta nýju höfnina áður en gamli samningurinn við Eimskip rann út hefði hugsanlega þurft að kaupa skipafélagið út úr honum með tilheyrandi kostnaði. Kristín segir þó að með þessari tilhögun sé ekki verið að afhenda Eimskipafélaginu opið tékkhefti. „Við munum auðvitað ekki samþykkja hvað sem er. Það er búið að setja niður ramma sem við miðum við og er negldur niður á fasta liði. Ef sú áætlun fer úr böndunum þá getum við rakið hvers vegna það er. En stærsti óvissuþátturinn er tekjumyndunin, það er að segja hversu margir koma til með að nýta sér þjónustuna," segir hún. Eins og komið hefur fram í blaðinu gæti svo farið að ríkið hagnist á nýja fyrirkomulaginu. Nú þegar hafa fleiri siglt með Herjólfi frá Landeyjahöfn en gert var ráð fyrir. - kóþ
Fréttir Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira