FH úr leik eftir andlausa frammmistöðu Henry Birgir Gunnarsson í Kaplakrika skrifar 21. júlí 2010 20:57 Úr leiknum í kvöld. Fréttablaðið/Daníel FH er úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir tap, 0-1, fyrir BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi í einum leiðinlegasta fótboltaleik sem spilaður hefur verið á Íslandi. BATE vann rimmu liðanna 6-1 samtals. Það var Vitali Radzionau sem skoraði eina mark leiksins með laglegu skoti utan teigs á 15. mínútu. Fátt markvert gerðist þess utan í þessum hrútleiðinlega knattspyrnuleik. Eftir markið hættu liðin hreinlega að spila alvöru fótbolta. Hægur og leiðinlegur göngubolti tók við í staðinn. Leikurinn var í raun lítið annað en sóun á tíma og súrefni. FH átti ekki skot að marki í fyrri hálfleik. Ekki einu sinni 50 metra tilraun sem fór 30 metra fram hjá. Þeir gerðu nákvæmlega ekki neitt. Þeir voru skíthræddir, huglausir og höfðu enga trú á því sem þeir voru að gera. Markmiðið að komast sómasamlega frá verkefninu. Það var enginn sómi af þessari frammistöðu. Hún var skammarlega léleg. Síðari hálfleikur var vissulega skömminni skárri hjá FH en góður var hann ekki. Það er langur vegur frá því. Það var FH til happs að BATE-menn tóku því rólega eftir markið og sigldu þægilega og áreynslulaust í næstu umferð. Þeir hefðu hæglega getað valtað yfir Fimleikafélagið en sáu aumur á Íslendingunum. Þó svo þeir hafi verið í öðrum gír nánast allan leikinn tókst FH ekki að skora. FH-BATE Borisov 0-1 0-1 Vitali Radzionau (15.) Áhorfendur: Afar fáir. Dómari: Hannes Kasik, Eistlandi. Skot (á mark): 5-14 (1-5) Varin skot: Gunnleifur 4 - Veremko 1 Horn: 2-3 Aukaspyrnur fengnar: 9-24 Rangstöður: 2-3 FH (4-3-3) Gunnleifur Gunnleifsson Jón Ragnar Jónsson Hafþór Þrastarson Tommy Nielsen (78., Freyr Bjarnason) Hjörtur Logi Valgarðsson (43., Bjarki Gunnlaugsson) Pétur Viðarsson Björn Daníel Sverrisson Matthías Vilhjálmsson Ólafur Páll Snorrason Atli Viðar Björnsson (64., Atli Guðnason) Torger Motland Meistaradeild Evrópu Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn Fleiri fréttir Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Sjá meira
FH er úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir tap, 0-1, fyrir BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi í einum leiðinlegasta fótboltaleik sem spilaður hefur verið á Íslandi. BATE vann rimmu liðanna 6-1 samtals. Það var Vitali Radzionau sem skoraði eina mark leiksins með laglegu skoti utan teigs á 15. mínútu. Fátt markvert gerðist þess utan í þessum hrútleiðinlega knattspyrnuleik. Eftir markið hættu liðin hreinlega að spila alvöru fótbolta. Hægur og leiðinlegur göngubolti tók við í staðinn. Leikurinn var í raun lítið annað en sóun á tíma og súrefni. FH átti ekki skot að marki í fyrri hálfleik. Ekki einu sinni 50 metra tilraun sem fór 30 metra fram hjá. Þeir gerðu nákvæmlega ekki neitt. Þeir voru skíthræddir, huglausir og höfðu enga trú á því sem þeir voru að gera. Markmiðið að komast sómasamlega frá verkefninu. Það var enginn sómi af þessari frammistöðu. Hún var skammarlega léleg. Síðari hálfleikur var vissulega skömminni skárri hjá FH en góður var hann ekki. Það er langur vegur frá því. Það var FH til happs að BATE-menn tóku því rólega eftir markið og sigldu þægilega og áreynslulaust í næstu umferð. Þeir hefðu hæglega getað valtað yfir Fimleikafélagið en sáu aumur á Íslendingunum. Þó svo þeir hafi verið í öðrum gír nánast allan leikinn tókst FH ekki að skora. FH-BATE Borisov 0-1 0-1 Vitali Radzionau (15.) Áhorfendur: Afar fáir. Dómari: Hannes Kasik, Eistlandi. Skot (á mark): 5-14 (1-5) Varin skot: Gunnleifur 4 - Veremko 1 Horn: 2-3 Aukaspyrnur fengnar: 9-24 Rangstöður: 2-3 FH (4-3-3) Gunnleifur Gunnleifsson Jón Ragnar Jónsson Hafþór Þrastarson Tommy Nielsen (78., Freyr Bjarnason) Hjörtur Logi Valgarðsson (43., Bjarki Gunnlaugsson) Pétur Viðarsson Björn Daníel Sverrisson Matthías Vilhjálmsson Ólafur Páll Snorrason Atli Viðar Björnsson (64., Atli Guðnason) Torger Motland
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn Fleiri fréttir Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Sjá meira