Borgarstjóri tekur ástfóstri við íslenskan hátískujakka 2. október 2010 12:30 Jón Gnarr og jakkarnir tveir Jón klæddist gráa jakkanum þegar sumarið stóð sem hæst. Hann kynnti dagskrá menningarnætur í honum og hlustaði á kröfur sjúkraflutningamanna. Þegar tók að hausta fór að bera meira á svarta jakkanum en hvíti saumurinn nýtur sín betur á honum. Á sumum myndum má sjá glitta í hina marglitu ermahnappa sem vakið hafa mikla athygli. Það er fatahönnunarfyrirtækið Private Label sem á heiðurinn af þessum jökkum. „Ég sá mann í svona jakka niðri í bæ og stoppaði hann, vildi fá að vita hvar hann hefði fengið hann því þetta væri flottasti jakki sem ég hefði séð," segir Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur. Jakki sem Jón Gnarr hefur klæðst við opinberar athafnir og blaðamannafundi síðan hann tók við lyklavöldum í Ráðhúsinu hefur vakið mikla athygli. Jón upplýsir reyndar strax að um sé að ræða tvo jakka; annar sé svartur og hinn grár. „Þetta eru jakkar sem eru hannaðir og saumaðir á Íslandi af fyrirtæki sem heitir Private Label. Ég held að það séu einhverjir krakkar sem kaupa upp lager af efni og sauma svona jakka. Það eru því engir tveir jakkar eins," útskýrir Jón en hvítur saumur og marglitir ermahnappar hafa skorið sig sérstaklega úr. „Þetta er jakki á sparitrúð og ég er svona sparitrúður og er þar af leiðandi í sparitrúðajakka," útskýrir Jón en jakkarnir fást í versluninni Kúltúr og kosta litlar þrjátíu þúsund krónur. „Ég á líka vetrarfrakka frá þessu sama merki en það skipti mig nokkru máli að þetta væri algjörlega íslensk framleiðsla og saumaskapur. Það er einhver skapandi og gefandi hugsun í jakkanum og það er hreinlega bara gaman að vera í honum," útskýrir Jón, sem hefur komið fram í jakkanum bæði í evrópskum og bandarískum fjölmiðlum en þeir hafa sýnt borgarstjóranum nýja mikinn áhuga. Haft hefur verið á orði hversu miklum stakkaskiptum fatasmekkur Jóns hafi tekið. Ólíkt því sem flestir kynnu að halda þá segist Jón alltaf hafa verið frekar ákveðinn í fatamálum. „Ég hef alltaf haft miklar skoðanir á því í hverju ég er," segir Jón. Og ef fólk heldur að jakkinn sé toppurinn á fatavali Jóns Gnarr skjátlast hinum sömu hrapallega. „Ég er nefnilega að láta prjóna á mig alvöru lopapeysu með íslenska anarkímerkinu á." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Sjá meira
„Ég sá mann í svona jakka niðri í bæ og stoppaði hann, vildi fá að vita hvar hann hefði fengið hann því þetta væri flottasti jakki sem ég hefði séð," segir Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur. Jakki sem Jón Gnarr hefur klæðst við opinberar athafnir og blaðamannafundi síðan hann tók við lyklavöldum í Ráðhúsinu hefur vakið mikla athygli. Jón upplýsir reyndar strax að um sé að ræða tvo jakka; annar sé svartur og hinn grár. „Þetta eru jakkar sem eru hannaðir og saumaðir á Íslandi af fyrirtæki sem heitir Private Label. Ég held að það séu einhverjir krakkar sem kaupa upp lager af efni og sauma svona jakka. Það eru því engir tveir jakkar eins," útskýrir Jón en hvítur saumur og marglitir ermahnappar hafa skorið sig sérstaklega úr. „Þetta er jakki á sparitrúð og ég er svona sparitrúður og er þar af leiðandi í sparitrúðajakka," útskýrir Jón en jakkarnir fást í versluninni Kúltúr og kosta litlar þrjátíu þúsund krónur. „Ég á líka vetrarfrakka frá þessu sama merki en það skipti mig nokkru máli að þetta væri algjörlega íslensk framleiðsla og saumaskapur. Það er einhver skapandi og gefandi hugsun í jakkanum og það er hreinlega bara gaman að vera í honum," útskýrir Jón, sem hefur komið fram í jakkanum bæði í evrópskum og bandarískum fjölmiðlum en þeir hafa sýnt borgarstjóranum nýja mikinn áhuga. Haft hefur verið á orði hversu miklum stakkaskiptum fatasmekkur Jóns hafi tekið. Ólíkt því sem flestir kynnu að halda þá segist Jón alltaf hafa verið frekar ákveðinn í fatamálum. „Ég hef alltaf haft miklar skoðanir á því í hverju ég er," segir Jón. Og ef fólk heldur að jakkinn sé toppurinn á fatavali Jóns Gnarr skjátlast hinum sömu hrapallega. „Ég er nefnilega að láta prjóna á mig alvöru lopapeysu með íslenska anarkímerkinu á." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Sjá meira