Umfjöllun: KR-stúlkur meistarar eftir sigur í oddaleik Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 6. apríl 2010 20:58 KR-konur eru Íslandsmeistarar. Mynd/Vilhelm KR fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta kvenna er liðið lagði Hamar í spennandi oddaleik, 84-79, í DHL-höllinni. Leikurinn byrjaði með miklum látum og stemningin mikil í vesturbænum. Fyrirliði KR, Hildur Sigurðardóttir, lét vita af sér strax og skoraði tvær þriggja stiga körfur í röð en gestirnir í Hamar voru vel klárar í úrslitaleikinn og mikið jafnræði var með liðunum. Heimastúlkur spiluðu fanta varnarleik og voru miklu grimmari undir körfunni. Það skilaði þeim forystu eftir fyrsta leikhluta og staðan þá 15-11. Annar leikhluti var enn fjörugri og Hamarsliðið vann stemninguna yfir á sitt band. Þeir fjölmörgu áhorfendur sem mættu til að hvetja Hamarsstúlkur létu vel í sér heyra og það virtist skila sér inn á völlinn. Kristrún Sigurjónsdóttir var frábær í liði gestanna og dró lið sitt áfram, með fimmtán stig í fyrrihálfleik. Hamar leiddi í hálfleik með fjórum stigum, 33-37, í miklum baráttuleik. Heimastúlkur mættu grimmar til leiks í þriðja leikhluta og voru komnar með forystuna eftir rúmar tvær mínútur þar sem Unnur Tara Jónsdóttir fór mikinn í liði KR. Gestirnir áttu lítið um svör svo KR-liðið brunaði fram úr þeim. Hamarsstúlkur vöknuðu aftur til lífsins og unnu sig aftur inn í leikinn. En krafturinn og spilagleðin allsráðandi hjá heimastúlkum sem að voru í þægilegri stöðu fyrir loka leikhlutann, staðan 64-58. Það var hart barist síðasta leikhlutann og augljóst að bæði lið þráðu bikarinn af öllu hjarta. Leikurinn var gríðarlega spennandi undir lokin og gestirnir færðust nær. KR-stúlkur voru sterkari og spiluðu góða vörn. Það munaði þremur stigum þegar að rúm mínúta var eftir og tvö stig er þrjátíu sekúndur eftir lifðu á klukkunni. En Hamarsstúlkur náðu þeim þó aldrei og KR-stúlkur Íslandsmeistarar í körfubolta árið 2010. Lokatölur í skemmtilegum og æsispennandi oddaleik sem fyrr segir, 84-79. Stigahæst í liði meistaranna var Unnur Tara Jónsdóttir með 27 stig. En í liði Hamars voru þær Kristrún Sigurjónsdóttir og Koren Schram báðar stigahæstar með 24 stig hvor.KR-Hamar 84-79 (15-11, 18-26, 31-21, 20-21) KR: Unnur Tara Jónsdóttir 27/7 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 16/6 fráköst/8 stoðsendingar, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 13/11 fráköst, Signý Hermannsdóttir 11/4 fráköst/11 varin skot, Margrét Kara Sturludóttir 8/10 fráköst, Jenny Pfeiffer-Finora 8, Helga Einarsdóttir 1. Hamar: Koren Schram 24/6 stolnir, Kristrún Sigurjónsdóttir 24/4 varin skot, Julia Demirer 18/11 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 6, Guðbjörg Sverrisdóttir 5/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 2/9 fráköst. Dominos-deild kvenna Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
KR fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta kvenna er liðið lagði Hamar í spennandi oddaleik, 84-79, í DHL-höllinni. Leikurinn byrjaði með miklum látum og stemningin mikil í vesturbænum. Fyrirliði KR, Hildur Sigurðardóttir, lét vita af sér strax og skoraði tvær þriggja stiga körfur í röð en gestirnir í Hamar voru vel klárar í úrslitaleikinn og mikið jafnræði var með liðunum. Heimastúlkur spiluðu fanta varnarleik og voru miklu grimmari undir körfunni. Það skilaði þeim forystu eftir fyrsta leikhluta og staðan þá 15-11. Annar leikhluti var enn fjörugri og Hamarsliðið vann stemninguna yfir á sitt band. Þeir fjölmörgu áhorfendur sem mættu til að hvetja Hamarsstúlkur létu vel í sér heyra og það virtist skila sér inn á völlinn. Kristrún Sigurjónsdóttir var frábær í liði gestanna og dró lið sitt áfram, með fimmtán stig í fyrrihálfleik. Hamar leiddi í hálfleik með fjórum stigum, 33-37, í miklum baráttuleik. Heimastúlkur mættu grimmar til leiks í þriðja leikhluta og voru komnar með forystuna eftir rúmar tvær mínútur þar sem Unnur Tara Jónsdóttir fór mikinn í liði KR. Gestirnir áttu lítið um svör svo KR-liðið brunaði fram úr þeim. Hamarsstúlkur vöknuðu aftur til lífsins og unnu sig aftur inn í leikinn. En krafturinn og spilagleðin allsráðandi hjá heimastúlkum sem að voru í þægilegri stöðu fyrir loka leikhlutann, staðan 64-58. Það var hart barist síðasta leikhlutann og augljóst að bæði lið þráðu bikarinn af öllu hjarta. Leikurinn var gríðarlega spennandi undir lokin og gestirnir færðust nær. KR-stúlkur voru sterkari og spiluðu góða vörn. Það munaði þremur stigum þegar að rúm mínúta var eftir og tvö stig er þrjátíu sekúndur eftir lifðu á klukkunni. En Hamarsstúlkur náðu þeim þó aldrei og KR-stúlkur Íslandsmeistarar í körfubolta árið 2010. Lokatölur í skemmtilegum og æsispennandi oddaleik sem fyrr segir, 84-79. Stigahæst í liði meistaranna var Unnur Tara Jónsdóttir með 27 stig. En í liði Hamars voru þær Kristrún Sigurjónsdóttir og Koren Schram báðar stigahæstar með 24 stig hvor.KR-Hamar 84-79 (15-11, 18-26, 31-21, 20-21) KR: Unnur Tara Jónsdóttir 27/7 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 16/6 fráköst/8 stoðsendingar, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 13/11 fráköst, Signý Hermannsdóttir 11/4 fráköst/11 varin skot, Margrét Kara Sturludóttir 8/10 fráköst, Jenny Pfeiffer-Finora 8, Helga Einarsdóttir 1. Hamar: Koren Schram 24/6 stolnir, Kristrún Sigurjónsdóttir 24/4 varin skot, Julia Demirer 18/11 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 6, Guðbjörg Sverrisdóttir 5/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 2/9 fráköst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira