Jón Halldór Eðvaldsson segir að Keflavík hafi ekki efni á því að gista á hóteli fyrir leikinn gegn KR á morgun í úrslitum bikarsins. Keflavík hefur gengið vel með KR í vetur en Jón segir það engu skipta núna.
"Okkur hefur gengið vel gegn KR í vetur en á morgun skipta fyrri leikir nákvæmlega engu máli," sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, við Hans Steinar Bjarnason en Jón segir að dagsformið muni skipta öllu.
Jón segir að undirbúningur Keflavíkurliðsins sé hefðbundinn. Ekki sé farið á hótel eða neitt slíkt.
"Það eru ekki til peningar fyrir því að fara á hótel. Þetta er samt sérstakt enda sérstakur leikur og spennustigið verður öðruvísi vikuna fyrir leikinn. Við æfum aðeins öðruvísi í aðdragandanum og það er það eina sem við í raun breytum um," sagði Jón Halldór.
Keflavíkurliðið hefur tapað síðustu tveim úrslitaleikjum og Jón er ekki mjög spenntur fyrir því að tapa þriðja úrslitaleiknum í röð.
"Ég hef verið kallaður John Silver fyrir sunnan. Einn besti þjálfari Íslands fyrr og síðar, Sigurður Ingimundarson, sagði einu sinni við mig að maður yrði að tapa nokkrum úrslitaleikjum til þess að kunna að meta það að vinna. Ég held hann hafi haft rétt fyrir sér í því.
Jón Halldór: Hef verið kallaður John Silver
Mest lesið

Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1


Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Víkingar léku KA-menn grátt
Íslenski boltinn

Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra
Íslenski boltinn


Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park
Enski boltinn


Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid
Fótbolti
Fleiri fréttir
