Íhugaði að segja af sér - biður um yfirvegaða umræðu um Icesave 21. febrúar 2011 20:24 Steingrímur J. Sigfússon. „Ég sagði það við hann [forseta Íslands innskt.blms.] að ég áskildi mér þann rétt að hugsa minn gang og gerði í tvo sólarhringa,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra í viðtali við Kastljós í kvöld spurður út í einkasamtal sem hann eða Jóhanna Sigurðardóttir, áttu við Ólaf Ragnar Grímsson, eftir að forsetinn synjaði staðfestingar á Icesavelögunum á síðasta ári. Þáttarspyrill Kastljóss, Sigmar Guðmundsson, vitnaði í orð forsetans í Silfri Egils fyrir viku síðan þar sem hann sagði ákvörðunina fyrir ári síðan þungbæra þar sem afsögnum og stjórnarslitum hefði verið hótað. Steingrímur sagðist ekki tjá sig um einkasamtöl sín við forsetann þar sem hann taldi þau vera í trúnaði. Hann sagðist þó ekki hafa litið svo á að hann hefði hótað afsögn. En eftir að hafa íhugað stöðu sína í tvo daga sagðist hann hafa komist að þeirra niðurstöðu að hann hefði þá hlaupið í burtu á versta tíma. Hann hefði lofað að draga vagninn og það myndi hann gera áfram. Steingrímu sagði jafnframt í viðtalinu að nýji Icesave-samningurinn stæði enn á milli þjóðanna en beðið væri frekari viðbragða frá Hollendingum og Bretum. Aðspurður sagði hann fyrstu viðbrögð Bretar vera undrun og vonbrigði. Þá ekki síst vegna þess að ferill málsins hefði verið þverpólitískur og breið samstaða hefði náðst á þingi um samþykkt samningsins, eða um 70 prósent. Steingrímur vildi ekki fara efnisilega í rökræður við forsetann um ákvörðun sína. Honum þótti hinsvegar rök hans varðandi tæp úrslit um að vísa frumvarpinu til þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fram fór á þinginu áður en frumvarpið var samþykkt, hæpin. Hann spurði hvort álit meirihlutans ætti ekki að vega þyngra. Núna kallar Steingrímur eftir yfirvegaðari og ábyrgri umræðu um málið. Hann segir Breta og Hollendinga ólíklega til þess að setjast aftur að samningaborðinu verði samningurinn felldur. Þá verður dómstólaleiðin ein fær með allri þeirri áhættu sem henni fylgir. Að lokum hvatti Steingrímur þjóðina til þess að horfa í spegil. „Hvernig sjáum við okkur sjálf í samfélagi þjóðanna um komandi ár? Í hverju eru hagsmunir okkar fólgnir?“ spurði Steingrímur sem sagði þetta meðal þeirra spurninga sem hver og einn þyrfti að svara. Icesave Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Ég sagði það við hann [forseta Íslands innskt.blms.] að ég áskildi mér þann rétt að hugsa minn gang og gerði í tvo sólarhringa,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra í viðtali við Kastljós í kvöld spurður út í einkasamtal sem hann eða Jóhanna Sigurðardóttir, áttu við Ólaf Ragnar Grímsson, eftir að forsetinn synjaði staðfestingar á Icesavelögunum á síðasta ári. Þáttarspyrill Kastljóss, Sigmar Guðmundsson, vitnaði í orð forsetans í Silfri Egils fyrir viku síðan þar sem hann sagði ákvörðunina fyrir ári síðan þungbæra þar sem afsögnum og stjórnarslitum hefði verið hótað. Steingrímur sagðist ekki tjá sig um einkasamtöl sín við forsetann þar sem hann taldi þau vera í trúnaði. Hann sagðist þó ekki hafa litið svo á að hann hefði hótað afsögn. En eftir að hafa íhugað stöðu sína í tvo daga sagðist hann hafa komist að þeirra niðurstöðu að hann hefði þá hlaupið í burtu á versta tíma. Hann hefði lofað að draga vagninn og það myndi hann gera áfram. Steingrímu sagði jafnframt í viðtalinu að nýji Icesave-samningurinn stæði enn á milli þjóðanna en beðið væri frekari viðbragða frá Hollendingum og Bretum. Aðspurður sagði hann fyrstu viðbrögð Bretar vera undrun og vonbrigði. Þá ekki síst vegna þess að ferill málsins hefði verið þverpólitískur og breið samstaða hefði náðst á þingi um samþykkt samningsins, eða um 70 prósent. Steingrímur vildi ekki fara efnisilega í rökræður við forsetann um ákvörðun sína. Honum þótti hinsvegar rök hans varðandi tæp úrslit um að vísa frumvarpinu til þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fram fór á þinginu áður en frumvarpið var samþykkt, hæpin. Hann spurði hvort álit meirihlutans ætti ekki að vega þyngra. Núna kallar Steingrímur eftir yfirvegaðari og ábyrgri umræðu um málið. Hann segir Breta og Hollendinga ólíklega til þess að setjast aftur að samningaborðinu verði samningurinn felldur. Þá verður dómstólaleiðin ein fær með allri þeirri áhættu sem henni fylgir. Að lokum hvatti Steingrímur þjóðina til þess að horfa í spegil. „Hvernig sjáum við okkur sjálf í samfélagi þjóðanna um komandi ár? Í hverju eru hagsmunir okkar fólgnir?“ spurði Steingrímur sem sagði þetta meðal þeirra spurninga sem hver og einn þyrfti að svara.
Icesave Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira