Styður samningana en segir misskilning í umræðunni um þá Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. febrúar 2011 17:15 Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður, (t.h) í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Samninganefndin sem tók upp þráðinn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á síðasta ári fylgdi eftir sjónarmiðum sem ég hafði talað fyrir," segir Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður um nýju Icesave-samningana sem hann sjálfur styður. Hann segir samt að ákveðins misskilnings hafi gætt í umræðunni um samningana. Ragnar segir að hann styðji nýju samningana m.a á þeirri forsendu að ef niðurstaða dómstóla yrði sú að íslenska ríkið hefði að einhverju leyti vanrækt skyldur sínar í sambandi við Tryggingarsjóð innistæðueigenda þannig að íslenska ríkið yrði að taka afleiðingunum af því og bera tjónið þá yrði það margfaldur skellur miðað við það sem samningar hafa nú tekist um. Hann segir aukna áhættu fólgna í málaferlum og segist því ætla að greiða atkvæði með nýju samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Misskilningur í umræðunni um nýju samningana Ragnar segir samt mikilvægt að leiðrétta ákveðinn misskilning sem hafi verið í umræðunni um nýju samningana, en hann lúti að ákvæði samninganna varðandi úthlutun upp í innistæðukröfur. „Í upphaflegum samningum við Breta og Hollendinga voru ákvæði þess efnis að íslenski tryggingarsjóðurinn skyldi í öllu tilliti hafa sömu stöðu við úthlutun úr búinu og hinir erlendu tryggingasjóðir, og ef niðurstaða íslenskra dómstóla yrði að íslenski sjóðurinn ætti að fá hærra hlutfall upp í sínar kröfur en hinir erlendu skyldi íslenski sjóðurinn „skila" hinum erlendu mismuninum þannig að allir fengju sama hlutfall þegar upp væri staðið. Ég lýsti þeirri skoðun í blaðagreinum sumarið 2009 að ég teldi þessi samningsákvæði fráleit og að þarna hefðu samningamenn Íslands gert mistök sem nauðsynlegt væri að fá leiðrétt," segir Ragnar. Hann segir ljóst að þetta hafi ekki verið alveg auðvelt því að upphaflegu samningsákvæðin hafi verið í samræmi við það sem fyrri íslenska samninganefndin taldi vera íslenskar réttarreglur á þessu sviði. „Samninganefndin sem tók upp þráðinn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á síðasta ári fylgdi eftir sjónarmiðum sem ég hafði talað fyrir. Í þeim samningi sem nú verða greidd atkvæði um eru skýr ákvæði um að niðurstöður íslenskra dómstóla um þessi álitaefni verða hin endanlega niðurstaða um þau, að því tilskildu að þær verði ekki andstæðar áliti frá EFTA-dómstólnum. Það er þess vegna ekki rétt sem heyrst hefur, að ákvæði um þetta sé ekki í nýjustu útgáfunni af Icesave-samningum," segir Ragnar. Hann segir að hann geti samt sætt sig við nýju samningana og muni styðja þá vegna hinna skýru ákvæða um að niðurstöður íslenskra dómstóla um þessi álitaefni verði hin endanlega niðurstaða um þau. Icesave Tengdar fréttir Ragnar Hall segir ekki skynsamlegt að taka áhættu með dómsmáli Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður, sem var á móti eldri Icesave-samningum segir best að samþykkja þá samninga sem nú liggja fyrir. Niðurstaða dómsmáls um að íslenska ríkið hefði vanrækt skyldur sínar gæti falið í sér margfalt hærri upphæð en samningar hafa nú tekist um. 21. febrúar 2011 12:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Samninganefndin sem tók upp þráðinn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á síðasta ári fylgdi eftir sjónarmiðum sem ég hafði talað fyrir," segir Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður um nýju Icesave-samningana sem hann sjálfur styður. Hann segir samt að ákveðins misskilnings hafi gætt í umræðunni um samningana. Ragnar segir að hann styðji nýju samningana m.a á þeirri forsendu að ef niðurstaða dómstóla yrði sú að íslenska ríkið hefði að einhverju leyti vanrækt skyldur sínar í sambandi við Tryggingarsjóð innistæðueigenda þannig að íslenska ríkið yrði að taka afleiðingunum af því og bera tjónið þá yrði það margfaldur skellur miðað við það sem samningar hafa nú tekist um. Hann segir aukna áhættu fólgna í málaferlum og segist því ætla að greiða atkvæði með nýju samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Misskilningur í umræðunni um nýju samningana Ragnar segir samt mikilvægt að leiðrétta ákveðinn misskilning sem hafi verið í umræðunni um nýju samningana, en hann lúti að ákvæði samninganna varðandi úthlutun upp í innistæðukröfur. „Í upphaflegum samningum við Breta og Hollendinga voru ákvæði þess efnis að íslenski tryggingarsjóðurinn skyldi í öllu tilliti hafa sömu stöðu við úthlutun úr búinu og hinir erlendu tryggingasjóðir, og ef niðurstaða íslenskra dómstóla yrði að íslenski sjóðurinn ætti að fá hærra hlutfall upp í sínar kröfur en hinir erlendu skyldi íslenski sjóðurinn „skila" hinum erlendu mismuninum þannig að allir fengju sama hlutfall þegar upp væri staðið. Ég lýsti þeirri skoðun í blaðagreinum sumarið 2009 að ég teldi þessi samningsákvæði fráleit og að þarna hefðu samningamenn Íslands gert mistök sem nauðsynlegt væri að fá leiðrétt," segir Ragnar. Hann segir ljóst að þetta hafi ekki verið alveg auðvelt því að upphaflegu samningsákvæðin hafi verið í samræmi við það sem fyrri íslenska samninganefndin taldi vera íslenskar réttarreglur á þessu sviði. „Samninganefndin sem tók upp þráðinn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á síðasta ári fylgdi eftir sjónarmiðum sem ég hafði talað fyrir. Í þeim samningi sem nú verða greidd atkvæði um eru skýr ákvæði um að niðurstöður íslenskra dómstóla um þessi álitaefni verða hin endanlega niðurstaða um þau, að því tilskildu að þær verði ekki andstæðar áliti frá EFTA-dómstólnum. Það er þess vegna ekki rétt sem heyrst hefur, að ákvæði um þetta sé ekki í nýjustu útgáfunni af Icesave-samningum," segir Ragnar. Hann segir að hann geti samt sætt sig við nýju samningana og muni styðja þá vegna hinna skýru ákvæða um að niðurstöður íslenskra dómstóla um þessi álitaefni verði hin endanlega niðurstaða um þau.
Icesave Tengdar fréttir Ragnar Hall segir ekki skynsamlegt að taka áhættu með dómsmáli Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður, sem var á móti eldri Icesave-samningum segir best að samþykkja þá samninga sem nú liggja fyrir. Niðurstaða dómsmáls um að íslenska ríkið hefði vanrækt skyldur sínar gæti falið í sér margfalt hærri upphæð en samningar hafa nú tekist um. 21. febrúar 2011 12:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ragnar Hall segir ekki skynsamlegt að taka áhættu með dómsmáli Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður, sem var á móti eldri Icesave-samningum segir best að samþykkja þá samninga sem nú liggja fyrir. Niðurstaða dómsmáls um að íslenska ríkið hefði vanrækt skyldur sínar gæti falið í sér margfalt hærri upphæð en samningar hafa nú tekist um. 21. febrúar 2011 12:00