Fótbolti

Roma tapaði í sjö marka leik eftir að hafa komist 3-0 yfir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Paloschi átti stórleik fyrir Genoa / mynd : getty images
Paloschi átti stórleik fyrir Genoa / mynd : getty images
Sex leikir fóru fram nú síðdegis í ítalska boltanum, en þar ber helst að nefna 4-3 sigur Genoa gegn Roma. Roma komst fljótlega í 3-0 en Genoa menn gáfust ekki upp á náðu að innbyrða 4-3 sigur í ótrúlegum leik.



Philippe Mexes kom Rómverjum yfir eftir sex mínútna leik og það var Nicolas Burdisso sem skoraði annað mark gestanna tíu mínútum síðar.

Þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum skoraði kónugurinn sjálfur, Francesco Totti, og staðan var orðin 3-0 og sigur Roma lá í loftinu.

Tveimur mínútum síðar hófst endurkoma Genoa en þá skoraði Rodrigo Palacio og minnkaði muninn.  



Á 68. mínútu náði Alberto Paloschi, leikmaður Genoa, að skora annað mark heimamanna.  Rodrigo Palacio náði síðan að jafna metinn korteri fyrir leikslok og framundan voru æsispennandi lokamínútur.



Alberto Paloschi kórónaði frábæran leik sinn á 85. mínútu þegar hann skoraði fjórða mark Genoa og innsiglaði sigurinn eftir magnaða endurkomu heimamanna.  



Toppliðið AC Milan vann góðan útisigur gegn Chievo 2-1. Robinho kom Milan yfir á 25. mínútu en Fernandes jafnaði metinn fyrir Chievo á  61. mínútu. Það var síðan Alexandre Pato sem tryggði Milan öll stigin þrjú átta mínútum fyrir leikslok.

Önnur úrslit:



Lazio 1 - 0 Bari

Udinese 0 - 0 Brescia

Parma 2 - 2 Cesena






Fleiri fréttir

Sjá meira


×