Fótbolti

Buffon fékk rautt og Juventus tapaði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gianluigi Buffon, markvörður Juventus.
Gianluigi Buffon, markvörður Juventus. Nordic Photos / AFP
Juventus tapaði í dag nokkuð óvænt fyrir Lecce í ítölsku úrvalsdeildinni í dag, 2-0.

Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, fékk að líta rauða spjaldið strax á tólftu mínútu leiksins fyrir að handleika knöttinn utan teigs.

Þetta nýtti Lecce sér til fulls og tryggði sér sigurinn með mörkum Djamal Mesbah og Andrea Bertolaccio.

Giuseppe Vives, fyrirliði Lecce, fékk reyndar að líta rauða spjaldið þegar um 20 mínútur voru til leiksloka en Juventus náði ekki að færa sér það í nyt.

Úrslitin eru mikil vonbrigði fyrir Juventus sem vann góðan 1-0 sigur á Ítalíumeisturum Inter um síðustu helgi.

Liðið er í sjöuttu sæti deildarinnar með 31 stig, ellefu stigum á eftir toppliði AC Milan sem á leik til góða.

Lecce er í fimmtánda sæti með 27 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×