Þróun á gengi krónunnar ræðst af Icesave 8. mars 2011 07:45 Gengi krónunnar hefur veikst um 3,8% frá áramótum. Framhaldið veltur nokkuð á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave. Verði niðurstaðan sú að þjóðin hafni samningnum er viðbúið að Seðlabankinn vilji auka á gjaldeyrissöfnun landsins. Hann mun þá líklega bregðast við með því að selja krónur og kaupa gjaldeyri á millibankamarkaði og þannig veikja krónuna. Þetta segir í Markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa. Þar kemur fram að í framhaldinu ætti afgangur af viðskiptum að aukast sökum óhagstæðari innflutnings og hagstæðari útflutnings og bankinn gæti því aukið gjaldeyriskaup enn frekar. Á móti gæti það haft áhrif að skil á gjaldeyrisstekjum til landsins myndu versna og ásókn aðila í að koma fé úr landi gæti aukist en hvoru tveggja yrði drifið áfram af aukinni óvissu. Allavega er ljóst að verði samningunum hafnað munu stjórnvöld þurfa að endurskoða allar efnahagsáætlanir og líklega fara aðra leiðir til að koma framkvæmdum af stað. Ef niðurstaðan verður sú að samningurinn verður samþykktur telja margir að draga munu verulega úr óvissu og lánamöguleikar innlendra aðila á erlendri grund opnast. Ekki er víst að málið sé svo einfalt, enda margir aðilar illa brenndir af viðskiptum við Íslendinga og líklegast er að lánveitendur horfi fremur til stöðu viðkomandi aðila og þeirra verkefna sem í hlut eiga fremur en stöðu ríkissjóðs. Því til stuðnings má nefna endurfjármögnun Marels undir lok síðasta árs sem fékkst á mjög hagstæðum kjörum og eins risavaxna endurfjármögnun Bakkavarar á dögunum, að því er segir í Markaðsfréttunum. Icesave Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Gengi krónunnar hefur veikst um 3,8% frá áramótum. Framhaldið veltur nokkuð á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave. Verði niðurstaðan sú að þjóðin hafni samningnum er viðbúið að Seðlabankinn vilji auka á gjaldeyrissöfnun landsins. Hann mun þá líklega bregðast við með því að selja krónur og kaupa gjaldeyri á millibankamarkaði og þannig veikja krónuna. Þetta segir í Markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa. Þar kemur fram að í framhaldinu ætti afgangur af viðskiptum að aukast sökum óhagstæðari innflutnings og hagstæðari útflutnings og bankinn gæti því aukið gjaldeyriskaup enn frekar. Á móti gæti það haft áhrif að skil á gjaldeyrisstekjum til landsins myndu versna og ásókn aðila í að koma fé úr landi gæti aukist en hvoru tveggja yrði drifið áfram af aukinni óvissu. Allavega er ljóst að verði samningunum hafnað munu stjórnvöld þurfa að endurskoða allar efnahagsáætlanir og líklega fara aðra leiðir til að koma framkvæmdum af stað. Ef niðurstaðan verður sú að samningurinn verður samþykktur telja margir að draga munu verulega úr óvissu og lánamöguleikar innlendra aðila á erlendri grund opnast. Ekki er víst að málið sé svo einfalt, enda margir aðilar illa brenndir af viðskiptum við Íslendinga og líklegast er að lánveitendur horfi fremur til stöðu viðkomandi aðila og þeirra verkefna sem í hlut eiga fremur en stöðu ríkissjóðs. Því til stuðnings má nefna endurfjármögnun Marels undir lok síðasta árs sem fékkst á mjög hagstæðum kjörum og eins risavaxna endurfjármögnun Bakkavarar á dögunum, að því er segir í Markaðsfréttunum.
Icesave Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira