Dómstóla- eða samningaleiðin Steinar Björnsson skrifar 6. mars 2011 08:00 Miðað við endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans stefnir allt í það að kostnaður ríkisins vegna Icesave verði vel undir 50 milljörðum verði nýjasti samningur samþykktur. Verði samningurinn þó felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu gæti haft einhver skaðleg áhrif á hagkerfið, Íslenska ríkið gæti lent í ruslflokki sem gerir það að verkum að erfiðara verður fyrir hið opinbera að endurfjármagna sig og ný lán munu verða dýrari. Vaxtakostnaður hins opinbera er nægur fyrir svo ekki sé verið að auka á hann. Endurfjármögnunarþörfin er einnig þónokkur og ef mjög illa gengur að endurfjármagna lán samhliða því að Icesave málið taki mjög langan tíma fyrir dómstólum er mikil hætta á greiðslufalli ríkissjóðs. Lendi ríkissjóður í greiðslufalli er nánast ómögulegt að vinna traust lánsfjármarkaða aftur, eins og Argentína þekkir vel, og erlend lán verða mun dýrari til frambúðar. Opinber fyrirtæki munu einnig lenda í miklum hremmingum og þá sérstaklega Orkuveita Reykjavíkur með sín gríðarháu erlendu lán en einnig hefur Landsvirkjun kvartað yfir lélegu aðgengi að lánsfjármagni. Svokölluð pólitísk áhætta fyrir viðskipti og fjárfestingar hefur verið að hækka fyrir Ísland síðustu misseri samkvæmt Aon Risk Solutions og telja þeir að þessi áhætta sé mest á Íslandi meðal Vestur-Evrópuþjóða. Verði núverandi Icesave samningur felldur eru allar líkur á því að þessi pólitíska áhætta muni hækka og orðspor landsins meðal erlendra fjárfesta muni versna. Erlend fjárfesting getur haft mjög jákvæð áhrif á hagkerfi okkar og ef við missum frá okkur fjárfesta í meira mæli mun kreppan ílengjast og mögulega dýpka. Þegar fyrri Icesave samningi var hafnað í ársbyrjun 2009 jókst óvissa í íslenska hagkerfinu varðandi lánsfjármagn, erlenda fjárfestingu og fleiri þætti. Seðlabankinn hefur lækkað vexti hægar en ella vegna þessa með tilheyrandi kostnaði fyrir hagkerfið allt. Seðlabankinn þarf að borga þeim lánastofnunum vexti sem hafa fé á innlánsreikningum Seðlabankans og þetta eru mjög stórar fjárhæðir. Einnig myndu skuldug fyrirtæki og heimili í landinu ekki kvarta yfir lægri vöxtum. Þessi óvissa hefur einnig gert það að verkum að ekki hefur verið hægt að hefja afnám gjaldeyrishafta, en margir tala um afnám gjaldeyrishafta sem grunnforsendu fyrir endurreisn hagkerfisins. Þegar núverandi Icesave samningur er borinn saman við þann fyrri er allur þessi kostnaður ekki tekinn með í reikninginn og samanburðurinn því ekki góður. Frekari bið og óvissa mun hafa gríðarlega skaðleg áhrif á íslenskt hagkerfi, hærri vexti innlenda sem erlenda, minni möguleikar á endurfjármögnun, meiri líkur á ríkisgjaldþroti, minni fjárfestingu sem og viðvarandi gjaldeyrishöft með tilheyrandi stöðnun. Ég vil því meina að ef það fer svo fyrir dómstólum að íslenska ríkið þarf ekkert að greiða vegna Icesave þá mun það koma út á sléttu í besta falli, vegna þess að kostnaðurinn við biðina yrði meiri heldur er núverandi áætlaður kostnaður vegna samningaleiðarinnar. Það er mergur málsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland & Orkuskiptin: Styðjum Þróun á Jarðhita & Alþjóðlegt Samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Sjá meira
Miðað við endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans stefnir allt í það að kostnaður ríkisins vegna Icesave verði vel undir 50 milljörðum verði nýjasti samningur samþykktur. Verði samningurinn þó felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu gæti haft einhver skaðleg áhrif á hagkerfið, Íslenska ríkið gæti lent í ruslflokki sem gerir það að verkum að erfiðara verður fyrir hið opinbera að endurfjármagna sig og ný lán munu verða dýrari. Vaxtakostnaður hins opinbera er nægur fyrir svo ekki sé verið að auka á hann. Endurfjármögnunarþörfin er einnig þónokkur og ef mjög illa gengur að endurfjármagna lán samhliða því að Icesave málið taki mjög langan tíma fyrir dómstólum er mikil hætta á greiðslufalli ríkissjóðs. Lendi ríkissjóður í greiðslufalli er nánast ómögulegt að vinna traust lánsfjármarkaða aftur, eins og Argentína þekkir vel, og erlend lán verða mun dýrari til frambúðar. Opinber fyrirtæki munu einnig lenda í miklum hremmingum og þá sérstaklega Orkuveita Reykjavíkur með sín gríðarháu erlendu lán en einnig hefur Landsvirkjun kvartað yfir lélegu aðgengi að lánsfjármagni. Svokölluð pólitísk áhætta fyrir viðskipti og fjárfestingar hefur verið að hækka fyrir Ísland síðustu misseri samkvæmt Aon Risk Solutions og telja þeir að þessi áhætta sé mest á Íslandi meðal Vestur-Evrópuþjóða. Verði núverandi Icesave samningur felldur eru allar líkur á því að þessi pólitíska áhætta muni hækka og orðspor landsins meðal erlendra fjárfesta muni versna. Erlend fjárfesting getur haft mjög jákvæð áhrif á hagkerfi okkar og ef við missum frá okkur fjárfesta í meira mæli mun kreppan ílengjast og mögulega dýpka. Þegar fyrri Icesave samningi var hafnað í ársbyrjun 2009 jókst óvissa í íslenska hagkerfinu varðandi lánsfjármagn, erlenda fjárfestingu og fleiri þætti. Seðlabankinn hefur lækkað vexti hægar en ella vegna þessa með tilheyrandi kostnaði fyrir hagkerfið allt. Seðlabankinn þarf að borga þeim lánastofnunum vexti sem hafa fé á innlánsreikningum Seðlabankans og þetta eru mjög stórar fjárhæðir. Einnig myndu skuldug fyrirtæki og heimili í landinu ekki kvarta yfir lægri vöxtum. Þessi óvissa hefur einnig gert það að verkum að ekki hefur verið hægt að hefja afnám gjaldeyrishafta, en margir tala um afnám gjaldeyrishafta sem grunnforsendu fyrir endurreisn hagkerfisins. Þegar núverandi Icesave samningur er borinn saman við þann fyrri er allur þessi kostnaður ekki tekinn með í reikninginn og samanburðurinn því ekki góður. Frekari bið og óvissa mun hafa gríðarlega skaðleg áhrif á íslenskt hagkerfi, hærri vexti innlenda sem erlenda, minni möguleikar á endurfjármögnun, meiri líkur á ríkisgjaldþroti, minni fjárfestingu sem og viðvarandi gjaldeyrishöft með tilheyrandi stöðnun. Ég vil því meina að ef það fer svo fyrir dómstólum að íslenska ríkið þarf ekkert að greiða vegna Icesave þá mun það koma út á sléttu í besta falli, vegna þess að kostnaðurinn við biðina yrði meiri heldur er núverandi áætlaður kostnaður vegna samningaleiðarinnar. Það er mergur málsins.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Ísland & Orkuskiptin: Styðjum Þróun á Jarðhita & Alþjóðlegt Samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun