Dómari ákvað með klukkutíma fyrirvara að dæma Gunnar Rúnar í dag 1. mars 2011 15:07 Fjölskylda og aðstandendur Hannesar Þórs Helgasonar sem myrtur var á síðasta ári gagnrýna harðlega í yfirlýsingu að hafa ekki fengið að vita það með nokkrum fyrirvara að til stæði að dæma morðingja Hannesar í morgun. Í svari frá dómstólnum til Vísis segir að ákvörðunin um að fella dóminn í dag hafi ekki verið tekin fyrr en í morgun og boð þess efnis vor send út með rúmlega klukkutíma fyrirvara. Í yfirlýsingunni frá aðstandendunum segir að það sé „algjör vanvirðing við fjölskyldu og aðstandendur Hannesar hvernig staðið var að tilkynningarskyldu varðandi dómsuppkvaðningu nú í morgun. Þar sem dómari sendir eingöngu verjanda okkar tölvupóst klukkan 8:49 í morgun þess efnis að dómsuppkvaðning sé klukkan 10," segir í yfirlýsingunni og því bætt við að klukkutíma fyrirvari sé með öllu óásættanlegar. „Þar að auki brást tilkynningarskyldan algerlega gagnvart aðstandendum og fjölmiðlum þar sem hvergi var birt í dagskrá Héraðsdóms að dómskvaðning í málinu færi fram í dag. Ofan á það má bæta að samkvæmt öruggum heimildum okkar höfðu bæði verjandi og ríkissaksóknari vitneskju um dómsuppkvaðningu þessa fyrir nokkrum dögum síðan. Það er algjört hneyksli og vanvirðing gagnvart fjölskyldu Hannesar heitins að dómsuppkvaðningin skuli fara fram eins og hluti af lokuðum réttarhöldum þrátt fyrir að þessi hafi verið úrskurðuð opin," segir fjölskyldan og bætir við: „Það er greinilegt að dómstólar Íslands í dag vilja sópa öllu undir borðið og láta sem fæsta fylgjast með því hvað fer fram í þessu ónýta dómskerfi sem við búum við." Lá fyrir að fjölskyldan gæti ekki verið viðstödd Vísir sendi Héraðsdómi Reykjaness fyrirspurn um málið. Í svari frá dómritara segir að dómari hafi ákveðið fyrst í morgun að dómur yrði kveðinn upp klukkan 10:00 og að öllum hlutaðeigandi hafi verið sendur tölvupóstur um það klukkan 8:45. Í svarinu segir líka að lögmaður bótakrefjanda, Helga og Jónu, hafi fyrir nokkru síðan tilkynnt dómara að aðstandendur Hannesar færu til útlanda 26. febrúar sl. og þannig lá fyrir að þeir gætu ekki verið viðstaddir dómsuppkvaðninguna. „Vegna fullyrðinga um að skv. „öruggum heimildum" hafi verjandi og sækjandi haft vitneskju um að dómur yrði kveðinn upp á umræddum tíma þá skal tekið fram að það er ekki rétt þar sem tími dómsuppkvaðningar var ákveðinn í morgun og boðun send í beinu framhaldi," segir að lokum. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Dómsmál Tengdar fréttir Fjölskylda Hannesar: Líf hans metið einskis virði "Það eru algjörlega óásættanleg skilaboð til samfélagsins að líf Hannesar skuli vera metið einskis virði þar sem kaldrifjaður morðingi kemst upp með þann glæp að skipuleggja morðið á Hannesi í næstum heilt ár og myrða hann svo á jafnhrottafenginn hátt! 1. mars 2011 12:38 Gunnar Rúnar var haldinn amor insanus „Ég elskaði Hildi. Hún átti að vera hjá mér. Hún átti ekki að vera með honum,“ sagði Gunnar Rúnar Sigurþórsson við yfirheyrslur hjá lögreglunni í september á síðasta ári, en hann var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til þess að vera vistaður á viðeigandi stofnun fyrir að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Hann var því úrskurðaður ósakhæfur. Samkvæmt mati geðlækna var Gunnar meðal annars haldinn ástaræði eða amor insanus. 1. mars 2011 11:26 Gunnar Rúnar úrskurðaður ósakhæfur Gunnar Rúnar Sigurþórsson var úrskurðaður ósakhæfur í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að hafa myrt Hannes Þór Helgason í ágúst á síðasta ári. Gunnari er dæmdur til þess að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. 1. mars 2011 10:20 Ákvörðun um áfrýjun tekin á næstu dögum Ákæruvaldið í máli Gunnars Rúnars Sigþórssonar hefur ekki tekið ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar en héraðsdómur úrskurðaði Gunnar Rúnar, sem myrti Hannes Þór Helgason á síðasta ári, ósakhæfan. 1. mars 2011 11:36 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Fjölskylda og aðstandendur Hannesar Þórs Helgasonar sem myrtur var á síðasta ári gagnrýna harðlega í yfirlýsingu að hafa ekki fengið að vita það með nokkrum fyrirvara að til stæði að dæma morðingja Hannesar í morgun. Í svari frá dómstólnum til Vísis segir að ákvörðunin um að fella dóminn í dag hafi ekki verið tekin fyrr en í morgun og boð þess efnis vor send út með rúmlega klukkutíma fyrirvara. Í yfirlýsingunni frá aðstandendunum segir að það sé „algjör vanvirðing við fjölskyldu og aðstandendur Hannesar hvernig staðið var að tilkynningarskyldu varðandi dómsuppkvaðningu nú í morgun. Þar sem dómari sendir eingöngu verjanda okkar tölvupóst klukkan 8:49 í morgun þess efnis að dómsuppkvaðning sé klukkan 10," segir í yfirlýsingunni og því bætt við að klukkutíma fyrirvari sé með öllu óásættanlegar. „Þar að auki brást tilkynningarskyldan algerlega gagnvart aðstandendum og fjölmiðlum þar sem hvergi var birt í dagskrá Héraðsdóms að dómskvaðning í málinu færi fram í dag. Ofan á það má bæta að samkvæmt öruggum heimildum okkar höfðu bæði verjandi og ríkissaksóknari vitneskju um dómsuppkvaðningu þessa fyrir nokkrum dögum síðan. Það er algjört hneyksli og vanvirðing gagnvart fjölskyldu Hannesar heitins að dómsuppkvaðningin skuli fara fram eins og hluti af lokuðum réttarhöldum þrátt fyrir að þessi hafi verið úrskurðuð opin," segir fjölskyldan og bætir við: „Það er greinilegt að dómstólar Íslands í dag vilja sópa öllu undir borðið og láta sem fæsta fylgjast með því hvað fer fram í þessu ónýta dómskerfi sem við búum við." Lá fyrir að fjölskyldan gæti ekki verið viðstödd Vísir sendi Héraðsdómi Reykjaness fyrirspurn um málið. Í svari frá dómritara segir að dómari hafi ákveðið fyrst í morgun að dómur yrði kveðinn upp klukkan 10:00 og að öllum hlutaðeigandi hafi verið sendur tölvupóstur um það klukkan 8:45. Í svarinu segir líka að lögmaður bótakrefjanda, Helga og Jónu, hafi fyrir nokkru síðan tilkynnt dómara að aðstandendur Hannesar færu til útlanda 26. febrúar sl. og þannig lá fyrir að þeir gætu ekki verið viðstaddir dómsuppkvaðninguna. „Vegna fullyrðinga um að skv. „öruggum heimildum" hafi verjandi og sækjandi haft vitneskju um að dómur yrði kveðinn upp á umræddum tíma þá skal tekið fram að það er ekki rétt þar sem tími dómsuppkvaðningar var ákveðinn í morgun og boðun send í beinu framhaldi," segir að lokum.
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Dómsmál Tengdar fréttir Fjölskylda Hannesar: Líf hans metið einskis virði "Það eru algjörlega óásættanleg skilaboð til samfélagsins að líf Hannesar skuli vera metið einskis virði þar sem kaldrifjaður morðingi kemst upp með þann glæp að skipuleggja morðið á Hannesi í næstum heilt ár og myrða hann svo á jafnhrottafenginn hátt! 1. mars 2011 12:38 Gunnar Rúnar var haldinn amor insanus „Ég elskaði Hildi. Hún átti að vera hjá mér. Hún átti ekki að vera með honum,“ sagði Gunnar Rúnar Sigurþórsson við yfirheyrslur hjá lögreglunni í september á síðasta ári, en hann var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til þess að vera vistaður á viðeigandi stofnun fyrir að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Hann var því úrskurðaður ósakhæfur. Samkvæmt mati geðlækna var Gunnar meðal annars haldinn ástaræði eða amor insanus. 1. mars 2011 11:26 Gunnar Rúnar úrskurðaður ósakhæfur Gunnar Rúnar Sigurþórsson var úrskurðaður ósakhæfur í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að hafa myrt Hannes Þór Helgason í ágúst á síðasta ári. Gunnari er dæmdur til þess að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. 1. mars 2011 10:20 Ákvörðun um áfrýjun tekin á næstu dögum Ákæruvaldið í máli Gunnars Rúnars Sigþórssonar hefur ekki tekið ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar en héraðsdómur úrskurðaði Gunnar Rúnar, sem myrti Hannes Þór Helgason á síðasta ári, ósakhæfan. 1. mars 2011 11:36 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Fjölskylda Hannesar: Líf hans metið einskis virði "Það eru algjörlega óásættanleg skilaboð til samfélagsins að líf Hannesar skuli vera metið einskis virði þar sem kaldrifjaður morðingi kemst upp með þann glæp að skipuleggja morðið á Hannesi í næstum heilt ár og myrða hann svo á jafnhrottafenginn hátt! 1. mars 2011 12:38
Gunnar Rúnar var haldinn amor insanus „Ég elskaði Hildi. Hún átti að vera hjá mér. Hún átti ekki að vera með honum,“ sagði Gunnar Rúnar Sigurþórsson við yfirheyrslur hjá lögreglunni í september á síðasta ári, en hann var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til þess að vera vistaður á viðeigandi stofnun fyrir að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Hann var því úrskurðaður ósakhæfur. Samkvæmt mati geðlækna var Gunnar meðal annars haldinn ástaræði eða amor insanus. 1. mars 2011 11:26
Gunnar Rúnar úrskurðaður ósakhæfur Gunnar Rúnar Sigurþórsson var úrskurðaður ósakhæfur í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að hafa myrt Hannes Þór Helgason í ágúst á síðasta ári. Gunnari er dæmdur til þess að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. 1. mars 2011 10:20
Ákvörðun um áfrýjun tekin á næstu dögum Ákæruvaldið í máli Gunnars Rúnars Sigþórssonar hefur ekki tekið ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar en héraðsdómur úrskurðaði Gunnar Rúnar, sem myrti Hannes Þór Helgason á síðasta ári, ósakhæfan. 1. mars 2011 11:36