Endurtekin ósannindi frá Alþingi Einar Steingrímsson skrifar 1. mars 2011 09:18 Starfsmannastjóri Alþingis skrifar grein í Fréttablaðið í gær, þar sem hann endurtekur þau ósannindi sem forseti þingsins hefur haft í frammi um Nímenningamálið svokallaða. Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, brást þannig við umfjöllun um málið í fjölmiðlum að senda einum þeirra sem voguðu sér að tala um það tölvupóst, þar sem hún segir m.a. „8. desember 2008 ræðst hópur fólks inn í Alþingishúsið bakdyramegin, beitir þingverði ofbeldi til að komast upp á þingpalla, – yfirbugar þá og slasar starfsfólk þingsins." Í dómi Héraðsdóms 16. febrúar kom glöggt fram að þessar staðhæfingar Ástu voru rangar.Í umræddum tölvupósti sagði Ásta einnig „Atburðir þessir koma greinilega fram á upptöku í öryggismyndavél." Í ljós kom í réttarhöldunum að starfsmenn þingsins eyddu mestöllum upptökum frá umræddum degi, nema því sem þeim fannst henta að sýna, af því þeir höfðu „fyrst og fremst verið með áhuga á þessum hluta atburðarins" eins og skrifstofustjóri þingsins komst að orði í réttinum. Samt kom fram í upptökunum að Ásta fór með rangt mál. Þar sem hún vísar í þessar upptökur er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en að hún hafi sagt vísvitandi ósatt, þ.e.a.s. að hún hafi logið þessum röngu sökum upp á saklaust fólk. Starfsmannastjóra Alþingis á auðvitað að vera heimilt að tjá sig í fjölmiðlum. Fari hann hins vegar með ósannindi varðandi mál sem varðar þingið ber forseta þingsins siðferðileg skylda til að leiðrétta það. Þegar starfsmannastjórinn kynnir sig sem slíkan, og endurtekur staðhæfingar sem dómstóll hefur lýst ósannar, ber yfirmanni hans, forseta þingsins, auðvitað bein skylda til að taka í taumana. Þjóðþing í flestum þeim ríkjum sem við viljum bera okkur saman við væri löngu búið að víkja þingforseta sem uppvís hefði orðið að lygum, ekki síst í svo alvarlegu máli, þar sem forsetinn ber saklaust fólk röngum sökum, og neitar að taka til baka staðhæfingar sínar, hvað þá að biðjast afsökunar. Það er tími til kominn fyrir Alþingi að láta Ástu taka pokann sinn. Einnig ætti að víkja skrifstofustjóra þingsins úr starfi, þar sem hann átti upptökin að glórulausri ákæru um valdaránstilraun, auk þess að ljúga sjálfur um þátt sinn í málinu, eins og fram hefur komið í tölvupóstum. Alþingi þarf forystu sem segir satt, og ofsækir ekki saklaust fólk með röngum sakargiftum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Steingrímsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Starfsmannastjóri Alþingis skrifar grein í Fréttablaðið í gær, þar sem hann endurtekur þau ósannindi sem forseti þingsins hefur haft í frammi um Nímenningamálið svokallaða. Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, brást þannig við umfjöllun um málið í fjölmiðlum að senda einum þeirra sem voguðu sér að tala um það tölvupóst, þar sem hún segir m.a. „8. desember 2008 ræðst hópur fólks inn í Alþingishúsið bakdyramegin, beitir þingverði ofbeldi til að komast upp á þingpalla, – yfirbugar þá og slasar starfsfólk þingsins." Í dómi Héraðsdóms 16. febrúar kom glöggt fram að þessar staðhæfingar Ástu voru rangar.Í umræddum tölvupósti sagði Ásta einnig „Atburðir þessir koma greinilega fram á upptöku í öryggismyndavél." Í ljós kom í réttarhöldunum að starfsmenn þingsins eyddu mestöllum upptökum frá umræddum degi, nema því sem þeim fannst henta að sýna, af því þeir höfðu „fyrst og fremst verið með áhuga á þessum hluta atburðarins" eins og skrifstofustjóri þingsins komst að orði í réttinum. Samt kom fram í upptökunum að Ásta fór með rangt mál. Þar sem hún vísar í þessar upptökur er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en að hún hafi sagt vísvitandi ósatt, þ.e.a.s. að hún hafi logið þessum röngu sökum upp á saklaust fólk. Starfsmannastjóra Alþingis á auðvitað að vera heimilt að tjá sig í fjölmiðlum. Fari hann hins vegar með ósannindi varðandi mál sem varðar þingið ber forseta þingsins siðferðileg skylda til að leiðrétta það. Þegar starfsmannastjórinn kynnir sig sem slíkan, og endurtekur staðhæfingar sem dómstóll hefur lýst ósannar, ber yfirmanni hans, forseta þingsins, auðvitað bein skylda til að taka í taumana. Þjóðþing í flestum þeim ríkjum sem við viljum bera okkur saman við væri löngu búið að víkja þingforseta sem uppvís hefði orðið að lygum, ekki síst í svo alvarlegu máli, þar sem forsetinn ber saklaust fólk röngum sökum, og neitar að taka til baka staðhæfingar sínar, hvað þá að biðjast afsökunar. Það er tími til kominn fyrir Alþingi að láta Ástu taka pokann sinn. Einnig ætti að víkja skrifstofustjóra þingsins úr starfi, þar sem hann átti upptökin að glórulausri ákæru um valdaránstilraun, auk þess að ljúga sjálfur um þátt sinn í málinu, eins og fram hefur komið í tölvupóstum. Alþingi þarf forystu sem segir satt, og ofsækir ekki saklaust fólk með röngum sakargiftum.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun