Úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna hófst í dag með tveimur leikjum. Hamar lagði þá Njarðvík á meðan Keflavík lagði KR í spennuleik.
Njarðvíkurstúlkur náðu að bíta ágætlega frá sér gegn hinu sterka liði Hamars en sigur Hamars þó aldrei í mikilli hættu.
KR lék án Margrétar Köru Sturludóttur gegn Keflavík en hún er sem kunnugt er í umdeildu leikbanni.
Það hafði sitt að segja því KR tapaði leiknum
Hamar-Njarðvík 85-77 (24-27, 21-13, 21-21, 19-16)
Hamar: Jaleesa Butler 24/13 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 16, Slavica Dimovska 15/5 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 12/6 fráköst, Jenný Harðardóttir 8, Fanney Lind Guðmundsdóttir 5, Íris Ásgeirsdóttir 3, Þórunn Bjarnadóttir 2.
Njarðvík : Shayla Fields 26/13 fráköst, Dita Liepkalne 23/6 fráköst, Julia Demirer 18/19 fráköst, Ína María Einarsdóttir 7, Ólöf Helga Pálsdóttir 3/5 fráköst/5 stoðsendingar.
Keflavík-KR 63-60 (14-21, 18-11, 12-18, 19-10)
Keflavík: Jacquline Adamshick 15/22 fráköst/3 varin skot, Pálína Gunnlaugsdóttir 15/7 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 13/5 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 10, Marina Caran 7, Ingibjörg Jakobsdóttir 3.
KR: Hildur Sigurðardóttir 19/12 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 11/6 fráköst, Chazny Paige Morris 9/6 fráköst, Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir 8, Hafrún Hálfdánardóttir 4/6 fráköst, Signý Hermannsdóttir 4/9 fráköst, Helga Einarsdóttir 3, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 2.
Körulaust KR-lið tapaði - Hamar lagði Njarðvík
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið




Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Enski boltinn


Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað
Íslenski boltinn

Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Íslenski boltinn


„Stöð 2 Sport er enski boltinn“
Enski boltinn

Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna
Íslenski boltinn