Erlent

Vonir um að kælikerfin í Fukushima verði endurræst í dag

Verkfræðingum við Fukushima kjarnorkuverið hefur tekist að leggja rafmagnskapal að verinu og því ætti að verða mögulegt í dag að endurræsa kælikerfin við hina sködduðu kjarnorkukljúfa sem lekið hafa geislavirkum efnum út í andrúmsloftið undanfarna daga.

Um 50 sérfræðingar og starfsmenn kjarnorkuversins hafa barist hetjulega við að lágmarka skaðan í verinu en þessum hóp er líkt við Kamakazi eða sjálfsmorðsflugmenn Japana í seinni heimsstryjöldinni enda vinna þeir nú það sem talið er hættulegasta starf í heiminum.

Fimm þeirra hafa þegar látist í þeim sprengingum sem urðu í Fukushima fyrir nokkrum dögum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×