Erlent

Japönsk stelpa fann fjölskylduna á YouTube

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kosaka fann fjölskyldu sína á YouTube. Skjámynd af CNN.
Kosaka fann fjölskyldu sína á YouTube. Skjámynd af CNN.
Japönsk stúlka grét í þrjá daga af því að hún hélt að fjölskylda hennar hefði farist í flóðbylgjunni sem fylgdi jarðskjálftanum stóra í landinu. Stúlkan, sem heitir Akiko Kosaka fékk skilaboð á föstudaginn síðasta um að heimsins stærsti jarðskjálfti hefði skekið Japan og 10 metra há flóðbylgja hefði fylgt fast á eftir.

Kosaka óttaðist strax það versta um afdrif fjölskyldu sinnar. Tvær systur hennar, foreldrar og amma og afi bjuggu í bænum Minami Sanriku, sjávarþorpi þar sem meira en átta þúsund manns er saknað. Hún fékk fljótt skilaboð um að litla systir hennar væri í góðu yfirlæti í skólanum sínum. En hún þurfti að bíða í þrjá daga áður en hún fékk fréttir af fjölskyldu sinni.

„Ég hélt að þau myndu ekki hafa það af. Ég grét í þrjá daga, föstudag, laugardag og sunnudag," segir Kosaka í samtali við CNN fréttastofuna. Hún fínkembdi Internetið í von um að fá fréttir af fjölskyldu sinni og á sunnudag fékk hún tölvupóst frá vini sínum í Japan. Sá sagði að hann hefði séð YouTube myndskeið með stórusystur sinni, þar sem hún stóð fyrir framan heimili þeirra, með skilti þar sem stóð: „Við erum öll örugg".

Kosaka leitaði að myndskeiðinu og þegar hún loksins fann það gat hún tekið gleði sína á ný Síðan þá hefur hún horft á myndskeiðið að minnsta kosti 50 sinnum.

Hér má sjá frétt CNN um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×