Japan: Slökktu elda með vatni heimilislausra Andri Ólafsson skrifar 15. mars 2011 19:00 Jarðskjálfti, sem mældist 6 á Richter reið yfir Japan seinni partinn í dag. Enginn fljóðbylgja fylgdi skjálftanum eins og margir óttuðust. Hundruð þúsunda manna búa nú í neyðarskýlum og skorts er farið að gæta á ýmsum nauðsynjum. Skjálftinn átti upptök sín í við borgina Shizuoka einum 100 kílómetrum suðvestur af Tókýó klukkan hálfellefu að staðartíma eða um hálf tvö að íslenskum tíma. Þetta er sá öflugasti af fjölmörgum eftirskjálftum sem hafa fundist síðan föstudaginn. Uppbyggingin sem bíður almennings í Japan eftir stóra skjálftann er mikil. Það er erfitt að setja sig í spor fólks, til að mynda í borginni Iwake. Fyrst var það jarðskjálftinn, svo fljóðbylgjan og nú býr það við ótta við geislun frá kjarnorkuverinu í Fukushima, sem er rétt fyrir utan borgina. Sprengingar og eldsvoðar hafa gert það að verkum að geislun er nú yfir hættumörkum þar í grennd. „Tilfinningar mínar...Í alvöru, mitt góða, venjulega líf er allt í einu komið úr himnaríki til helvítis," sagði íbúi í Iwake. Matvöruverslanir víða um land eru orðnar tómar, rafmagnsleysi og eldsneytisskortur er alvarlegt vandamál. 500 þúsund manns misstu heimili sín í hamförunum og um 100 þúsund manns gista í neyðarskýlum og björgunarmiðstöðvum. Mikið álag er á viðbragðaaðilum enda eru verkefnin fjölbreytt, til að mynda tók meira en sex tíma að slökkva eld sem geisaði í borginni Kesennuma i gærkvöldi. Við slökkvistörf var notað vatn, sem átti að fara til heimilislausra, og vatnsskortur á svæðinu er nú orðið vandamál. Á meðan er enn unnið að leita að fólki í húsarústum, og þótt ótrúlegt sé, með árangri. Tvær manneskjur fundust á lífi í morgun; kona á áttræðisaldri og maður á þrítugsaldri. Þau voru föst í meira en 90 tíma og sluppu með minniháttar áverka. Ólíklegt verður að teljast að fleiri slíkar fréttir berist því tíminn er á þrotum. Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Jarðskjálfti, sem mældist 6 á Richter reið yfir Japan seinni partinn í dag. Enginn fljóðbylgja fylgdi skjálftanum eins og margir óttuðust. Hundruð þúsunda manna búa nú í neyðarskýlum og skorts er farið að gæta á ýmsum nauðsynjum. Skjálftinn átti upptök sín í við borgina Shizuoka einum 100 kílómetrum suðvestur af Tókýó klukkan hálfellefu að staðartíma eða um hálf tvö að íslenskum tíma. Þetta er sá öflugasti af fjölmörgum eftirskjálftum sem hafa fundist síðan föstudaginn. Uppbyggingin sem bíður almennings í Japan eftir stóra skjálftann er mikil. Það er erfitt að setja sig í spor fólks, til að mynda í borginni Iwake. Fyrst var það jarðskjálftinn, svo fljóðbylgjan og nú býr það við ótta við geislun frá kjarnorkuverinu í Fukushima, sem er rétt fyrir utan borgina. Sprengingar og eldsvoðar hafa gert það að verkum að geislun er nú yfir hættumörkum þar í grennd. „Tilfinningar mínar...Í alvöru, mitt góða, venjulega líf er allt í einu komið úr himnaríki til helvítis," sagði íbúi í Iwake. Matvöruverslanir víða um land eru orðnar tómar, rafmagnsleysi og eldsneytisskortur er alvarlegt vandamál. 500 þúsund manns misstu heimili sín í hamförunum og um 100 þúsund manns gista í neyðarskýlum og björgunarmiðstöðvum. Mikið álag er á viðbragðaaðilum enda eru verkefnin fjölbreytt, til að mynda tók meira en sex tíma að slökkva eld sem geisaði í borginni Kesennuma i gærkvöldi. Við slökkvistörf var notað vatn, sem átti að fara til heimilislausra, og vatnsskortur á svæðinu er nú orðið vandamál. Á meðan er enn unnið að leita að fólki í húsarústum, og þótt ótrúlegt sé, með árangri. Tvær manneskjur fundust á lífi í morgun; kona á áttræðisaldri og maður á þrítugsaldri. Þau voru föst í meira en 90 tíma og sluppu með minniháttar áverka. Ólíklegt verður að teljast að fleiri slíkar fréttir berist því tíminn er á þrotum.
Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira