KR-ingurinn Margrét Kara Sturludóttir var í dag dæmd í tveggja leikja banna af Aga- og úrskurðanefnd KKÍ fyrir atvik sem gerðist í leik Hauka og KR í lokaumferð Iceland Express deild kvenna.
Margrét Kara var rekinn út úr húsi fyrir að slá Haukastelpuna Maríu Lind Sigurðardóttur í umræddum leik en hún hefur spilað tvo leiki eftir atvikið þar sem málið var ekki tekið fyrir fyrr en í dag.
Margrét Kara missir því af tveimur leikjum í einvígi Keflavíkur og KR í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna en hún var allt í öllu í tveimur sigrum KR á Snæfelli í fyrstu umferðinni og verður því sárt saknað í þessum tveimur leikjum. Margrét Kara var með 23,0 stig og 5,0 fráköst að meðaltali á móti Snæfelli.
Niðurstaða Aga- og úrskurðanefndar KKÍ:„Hin kærða, Margrét Kara Sturludóttir, skal sæta tveggja leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Hauka og KR í Iceland Express deild kvenna sem leikinn var 9. mars 2011“.
Margrét Kara missir af tveimur leikjum við Keflavík
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1


Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Víkingar léku KA-menn grátt
Íslenski boltinn

Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra
Íslenski boltinn


Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park
Enski boltinn


Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid
Fótbolti
Fleiri fréttir
