Erlent

Tveir fundust á lífi í rústunum

Í gær fannst fjögurra mánaða gömul stúlka á lífi.
Í gær fannst fjögurra mánaða gömul stúlka á lífi.
Tveimur var bjargað úr rústum í Japan í morgun, fjórum dögum eftir jarðskjálftann sem reið þar yfir á föstudag og flóðbylgjuna sem kom í kjölfarið. Sjötug kona fannst á lífi í bænum Otsuchi í Iwate héraði sem fór illa út úr skjálftanum. Konan hafði ofkælst en er ekki í lífshættu. Þá var manni bjargað í bænum Ishimaki í Miyagi héraði en þar færði flóðbylgjan allt á kaf. Um 2000 lík fundust í héraðinu í gær.

Litlar líkur eru á að fólk finnist á lífi í rústunum og því vekja fregnir af björgun þessara tveggja einstaklinga mikla athygli. Auk þess var fjögurra mánaða gamalli stúlku bjargað ómeiddri úr rústum í Miyagi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×