Erlent

Hvetur Íslendinga að fylgjast vel með fréttum

Mynd/AFP
Mynd/AFP
Utanríkisráðuneytið og sendiráð Íslands í Tókíó fylgjast náið með þróun mála í Japan og hafa samráð við önnur norræn stjórnvöld vegna ástandsins þar.

Ráðuneytið hvetur Íslendinga í Japan til að fylgjast vel með fréttum og fyrirmælum þarlendra stjórnvalda m.a. vegna stöðunnar í kjarnorkuverinu í Fukushima.

Í þessu sambandi er jafnframt bent á upplýsingar frá Geislavörnum ríkisins  sem eru í nánu sambandi við Alþjóða kjarnorkumálastofnunina og norrænar stofnanir á þessu sviði.

Hægt er að ná sambandi við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í síma 545-9900 eða með því að senda tölvupóst á netfangið help@mfa.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×