Erlent

Mestu erfiðleikar síðan í seinni heimsstyjöld

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá hamfarasvæðinu í Japan. Mynd/ afp.
Frá hamfarasvæðinu í Japan. Mynd/ afp.
Japanir ganga nú í gegnum mestu erfiðleika sem þeir hafa upplifað síðan í seinni heimsstyrjöldinni vegna afleiðinga skjálftans, flóðbylgju og mikillar hættu á kjarnorkuvá. Þetta segir Naoto Kan, forsætisráðherra landsins.

Kan sagði í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar að ástandið í kjarnorkuverinu í Fukushima, þar sem kjarnaofn sprakk í gær vegna skjálftans væri mjög alvarlegt. Þá segir japanska lögreglan að tala látinna í Miyagi, þar sem flóðbylgjan gekk yfir, gæti verið um 10 þúsund.

Víða er rafmagnsleysi í landinu og hefur það gert björgunarstarf erfitt. Um 310 þúsund manns hafa verið fluttir í neyðarskýli, sem mörg hver eru án rafmagns, eftir því sem japanska fréttastofan NHK greinir frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×