Erlent

Eiturgufur leka frá kjarnorkuverinu

Sprengingin í kjarnorkuverinu í borginni Fukushima í morgun var gríðarlega öflug en fjórir starfsmenn kjarnorkuversins slösuðust þegar þeir unnu að viðgerð á kælikerfi sem hafði laskast í skjálftanum í gær. Mikinn reyk leggur nú frá kjarnorkuverinu og hafa japönsk yfirvöld staðfest að leiki hafi komið komið þar upp.

Enn er óvitað hvað olli sprengingunni en íbúar á svæðinu voru fluttir á brott í gær í kjölfar skjálftans. Nú hefur svæði í um 20 kílómetra radíus frá kjarnorkuverinu verið lokað, en staðfest hefur verið að eiturgufur leki frá verinu.

Geislunin er nú jafnmikil á hverri klukkustund og leyfileg heildargeislun er á einu ári í kjarnorkuverinu.

Að öðru leyti er unnið að björgunarstarfi í landinu og fer tala látinna sífellt hækkandi í skjálftanum sem átti upptök sín rétt við strendur Japans og mældist 8,9 á Richterskala. Það mun vera fimmti stærsti skjálfti síðustu hundrað árin.

Þá hafa japönsk stjórnvöld formlega beðið breta um aðstoð við björgunaraðgerðir. Japanski herinn hefur upplýst að 3-400 lík hafi fundist skammt frá borginni Sendai í norðurhluta japans. Sjöhundruð og þrjú dauðsföll hafa verið staðfest og tæplega 800 manns er enn saknað. Þá er talið að meira en þúsund séu slasaðir.

Samkvæmt upplýsingum frá Sendiráði Íslands í Tókýó er nú búið að ná í 56 af þeim 60 íslendingum sem taldir eru vera á svæðinu.

Starfsmenn Sendiráðsins voru að í alla nótt og gistu meðal annars í Sendiráðinu þar sem erfitt var að komast á milli staða vegna löskunar á samgöngum í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×