Matur er mál málanna Haraldur Benediktsson skrifar 12. mars 2011 06:00 Á nýliðnu Búnaðarþingi bænda var meðal annars fjallað um fæðuöryggi og framleiðslu á matvælum á heimsvísu. Í Fréttablaðinu á föstudaginn sér leiðarahöfundur ástæðu til þess að hnýta í það að bændur rökstyðji andstöðu sína við ESB-aðild með því að vísa til fæðuöryggissjónarmiða. Því er haldið fram að Bændasamtökin grípi gjarnan til hugtaksins þegar þarf að „réttlæta ríkisstyrki og ofurtolla“ eins og leiðarahöfundur orðar það. Staðreyndin er hins vegar sú að í dag keppast þjóðir heims við að tryggja sína eigin matvælaframleiðslu og ræða hvað þær geta lagt af mörkum til að brauðfæða heimsbyggðina. Heimurinn er að breytast afar hratt og þau vandamál sem steðja að matvælaframleiðslu á heimsvísu þarf að taka alvarlega. Matur er mál málanna eins og þeir sem fylgjast með heimsfréttum vita. Þar tengjast mörg viðfangsefni eins og fólksfjölgun, orkumál, vatnsbúskapur, land, gróður, búfé, heimsverslun, lífskjör fólks og þjóðfélagsskipulag. Förum yfir nokkur atriði til upprifjunar.Matvælaframleiðsla þarf að vaxa um 70% á næstu 40 árum Fólksfjölgun í heiminum er afar hröð. Nú búa tæplega sjö milljarðar manna á jörðinni en það stefnir í að milljarðarnir verði níu árið 2050. Jarðarbúar þurfa sífellt meiri mat en samkvæmt spám Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna þarf að auka matvælaframleiðslu um 70% á næstu 40 árum til að anna eftirspurn. Bættur efnahagur og breyttir neysluhættir gera það að verkum að meiri eftirspurn er eftir búvörum eins og kjöti og mjólk. Til að framleiða þessar vörur þarf mikið vatn og land sem því miður er af skornum skammti. Samfélög í vanþróuðum löndum eru misjafnlega undir þessa þróun búin en víða er ekki næg þekking né tækni fyrir hendi til að stunda matvælaframleiðslu af þeirri stærðargráðu sem nauðsynleg er.Efnahagslegt umrót Loftslagsbreytingar hafa margvísleg áhrif á ræktunarmöguleika um allan heim. Þurrkar, flóð, gróðureldar og vatnsskortur veldur því að litlar birgðir eru nú til af mat. Nýjustu fregnir eru frá Kína þar sem útlit er fyrir uppskerubrest ef úrkoma eykst ekki innan tíðar. Þar í landi hafa þegar verið lagðir 110% tollar á útflutt korn. Fleiri ríki grípa til svipaðra úrræða, líkt og Rússland gerði til dæmis síðasta sumar. Afleiðingarnar eru áframhaldandi matarverðshækkanir og efnahagslegt umrót.Verðhækkanir á mat Matvælaverðsvísitala FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna hefur hækkað hratt og áhrifin eru þegar víðtæk. Þau eru m.a. talin ein ástæða uppreisnar í Miðausturlöndum. Fólk í fátækum löndum á ekki efni á mat eða sveltur en áætlað er að um þessar mundir búi um milljarður manna við hungur í heiminum. Útreikningar FAO sýna gríðarlegar verðhækkanir á síðasta ári þar sem kjöt hefur hækkað um 18%, korn um tæplega 40%, olíur og fita um tæp 56% og sykur um 19%.Gerum ekki lítið úr vandanum Ástandið afhjúpar skýrt hvernig þjóðir bregðast við og grípa til tollverndar til að tryggja eigið fæðuöryggi. Þó við búum vel hér á Íslandi og eigum ekki við matvælaskort að glíma þá er okkur hollt að horfa út fyrir túngarðinn og leggja mat á framtíðina. Við megum heldur ekki gera lítið úr þeim vanda sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir. Bændasamtökin hafa fært fyrir því rök að Ísland sé betur í stakk búið til að framleiða sínar eigin búvörur, standi landið fyrir utan Evrópusambandið. Ástæðan er einfaldlega sú að samtökin telja landbúnaði verulega ógnað verði landbúnaðarstefna ESB fyrir valinu, þá muni m.a. kúabúum fækka hér um helming og kjötframleiðsla dragast verulega saman.Sáttmáli um fæðuöryggi? Við setningu Búnaðarþings fyrir þremur árum kynnti forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, hugmyndir sínar um sáttmála sem tryggði fæðuöryggi Íslendinga. Í ræðu sinni fjallaði hann um þá þætti sem ógna fæðuöryggi heimsins og benti á að Íslendingar þyrftu fyrr eða síðar að búa sig undir breytta tíma. Sáttmáli um fæðuöryggi tæki mið af hagsmunum þjóðarinnar og gæti orðið grundvöllur að skipulagi matvælaframleiðslu og reglum um nýtingu lands. Í huga bænda er enginn vafi á því að íslenskur landbúnaður er mikilvægur hlekkur í því að treysta fæðuöryggi hér á landi. Við eigum að leggja metnað í að framleiða eins mikinn mat og hægt er og nýta til þess þær auðlindir og þekkingu sem við búum yfir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Benediktsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Á nýliðnu Búnaðarþingi bænda var meðal annars fjallað um fæðuöryggi og framleiðslu á matvælum á heimsvísu. Í Fréttablaðinu á föstudaginn sér leiðarahöfundur ástæðu til þess að hnýta í það að bændur rökstyðji andstöðu sína við ESB-aðild með því að vísa til fæðuöryggissjónarmiða. Því er haldið fram að Bændasamtökin grípi gjarnan til hugtaksins þegar þarf að „réttlæta ríkisstyrki og ofurtolla“ eins og leiðarahöfundur orðar það. Staðreyndin er hins vegar sú að í dag keppast þjóðir heims við að tryggja sína eigin matvælaframleiðslu og ræða hvað þær geta lagt af mörkum til að brauðfæða heimsbyggðina. Heimurinn er að breytast afar hratt og þau vandamál sem steðja að matvælaframleiðslu á heimsvísu þarf að taka alvarlega. Matur er mál málanna eins og þeir sem fylgjast með heimsfréttum vita. Þar tengjast mörg viðfangsefni eins og fólksfjölgun, orkumál, vatnsbúskapur, land, gróður, búfé, heimsverslun, lífskjör fólks og þjóðfélagsskipulag. Förum yfir nokkur atriði til upprifjunar.Matvælaframleiðsla þarf að vaxa um 70% á næstu 40 árum Fólksfjölgun í heiminum er afar hröð. Nú búa tæplega sjö milljarðar manna á jörðinni en það stefnir í að milljarðarnir verði níu árið 2050. Jarðarbúar þurfa sífellt meiri mat en samkvæmt spám Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna þarf að auka matvælaframleiðslu um 70% á næstu 40 árum til að anna eftirspurn. Bættur efnahagur og breyttir neysluhættir gera það að verkum að meiri eftirspurn er eftir búvörum eins og kjöti og mjólk. Til að framleiða þessar vörur þarf mikið vatn og land sem því miður er af skornum skammti. Samfélög í vanþróuðum löndum eru misjafnlega undir þessa þróun búin en víða er ekki næg þekking né tækni fyrir hendi til að stunda matvælaframleiðslu af þeirri stærðargráðu sem nauðsynleg er.Efnahagslegt umrót Loftslagsbreytingar hafa margvísleg áhrif á ræktunarmöguleika um allan heim. Þurrkar, flóð, gróðureldar og vatnsskortur veldur því að litlar birgðir eru nú til af mat. Nýjustu fregnir eru frá Kína þar sem útlit er fyrir uppskerubrest ef úrkoma eykst ekki innan tíðar. Þar í landi hafa þegar verið lagðir 110% tollar á útflutt korn. Fleiri ríki grípa til svipaðra úrræða, líkt og Rússland gerði til dæmis síðasta sumar. Afleiðingarnar eru áframhaldandi matarverðshækkanir og efnahagslegt umrót.Verðhækkanir á mat Matvælaverðsvísitala FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna hefur hækkað hratt og áhrifin eru þegar víðtæk. Þau eru m.a. talin ein ástæða uppreisnar í Miðausturlöndum. Fólk í fátækum löndum á ekki efni á mat eða sveltur en áætlað er að um þessar mundir búi um milljarður manna við hungur í heiminum. Útreikningar FAO sýna gríðarlegar verðhækkanir á síðasta ári þar sem kjöt hefur hækkað um 18%, korn um tæplega 40%, olíur og fita um tæp 56% og sykur um 19%.Gerum ekki lítið úr vandanum Ástandið afhjúpar skýrt hvernig þjóðir bregðast við og grípa til tollverndar til að tryggja eigið fæðuöryggi. Þó við búum vel hér á Íslandi og eigum ekki við matvælaskort að glíma þá er okkur hollt að horfa út fyrir túngarðinn og leggja mat á framtíðina. Við megum heldur ekki gera lítið úr þeim vanda sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir. Bændasamtökin hafa fært fyrir því rök að Ísland sé betur í stakk búið til að framleiða sínar eigin búvörur, standi landið fyrir utan Evrópusambandið. Ástæðan er einfaldlega sú að samtökin telja landbúnaði verulega ógnað verði landbúnaðarstefna ESB fyrir valinu, þá muni m.a. kúabúum fækka hér um helming og kjötframleiðsla dragast verulega saman.Sáttmáli um fæðuöryggi? Við setningu Búnaðarþings fyrir þremur árum kynnti forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, hugmyndir sínar um sáttmála sem tryggði fæðuöryggi Íslendinga. Í ræðu sinni fjallaði hann um þá þætti sem ógna fæðuöryggi heimsins og benti á að Íslendingar þyrftu fyrr eða síðar að búa sig undir breytta tíma. Sáttmáli um fæðuöryggi tæki mið af hagsmunum þjóðarinnar og gæti orðið grundvöllur að skipulagi matvælaframleiðslu og reglum um nýtingu lands. Í huga bænda er enginn vafi á því að íslenskur landbúnaður er mikilvægur hlekkur í því að treysta fæðuöryggi hér á landi. Við eigum að leggja metnað í að framleiða eins mikinn mat og hægt er og nýta til þess þær auðlindir og þekkingu sem við búum yfir.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun