Skoðun

Bindum endi á síbyljuna

Sjö hæstaréttarlögmenn skrifar
Við erum öll orðin leið á endalausu málæðinu um Icesave. Getur sá leiði átt að valda því að við samþykkjum lögin til að losna við málæðið? Varla.

Ef við samþykkjum lögin eiga umræður um þetta ömurlega mál eftir að lifa á Íslandi um ókomin ár, meðan við erum að greiða þessar kröfur sem okkur hefur aldrei borið lagaleg skylda til að greiða.

Við verðum því að hafna kröfunum ef við viljum einhvern tímann fá frið fyrir síbyljunni um þetta. Fellum Icesavelögin.

Um fjárhagslegt traust

Af hverju er því haldið að Íslendingum að við munum glata fjárhagslegu trausti annarra ef við borgum ekki Icesavekröfurnar? Þeir sem segja þetta eru hættir að reyna að halda því fram að okkur beri skylda til að borga þær. Hvenær hafa menn áunnið sér fjárhagslegt traust með því að taka á sig þungar skuldbindingar sem þeim ber ekki skylda til að taka á sig?

Slíkt er auðvitað eingöngu fallið til að kalla yfir sig fyrirlitningu annarra, í besta falli meðaumkun. Menn treysta ekki lyddum í fjármálum.

Fellum Icesavelögin.

Brynjar Níelsson hrl.

Björgvin Þorsteinsson hrl.

Haukur Örn Birgisson hrl.

Jón Jónsson hrl.

Reimar Pétursson hrl.

Tómas Jónsson hrl.

Þorsteinn Einarsson hrl.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×