Hvers vegna samþykkja Icesave? Jón Sigurðsson skrifar 25. mars 2011 00:01 Ýmsar missagnir eru uppi um Icesave-frumvarpið. Frumvarpið gerir alls ekki ráð fyrir því að allur kostnaðurinn falli á íslenskan almenning. Samningurinn fjallar um greiðslur Innstæðutryggingasjóðs á móti Bretum og Hollendingum annars vegar. Hins vegar fjallar hann um ábyrgð á því að ljúka málinu með greiðslum úr þrotabúi Landsbankans, og með viðbót ef þrotabúið mætir ekki öllum eftirstöðvum. Miðað er við hóflegar vaxtagreiðslur, og sérstök ákvæði tryggja greiðsludreifingu og hóflega greiðslubyrði ef þrotabúið skilar minna en menn gerðu ráð fyrir. Icesave-málið er viðskiptadeila með mótstæðum hagsmunum og réttindum. Álitamálið er skyldur Íslendinga varðandi lágmarks-innstæðutryggingu, m.a. eftir setningu neyðarlaganna. Talsverð áhætta er í málinu. En hún er ekki aðeins tengd samningi. Áhættan vex um allan helming ef samningi er hafnað. Það er fráleitt að halda að Íslendingar geti hunsað dómsniðurstöðu eftir á. Og þá verður alls ekki aðeins við Breta og Hollendinga eina að eiga. Allir vita að lagaleg skylda liggur ekki fyrir í þessu máli. Málið snýst ekki um að íslenska ríkið sé sekt um eitthvað, hvað þá þjóðin. En almennt búast menn við þátttöku Íslendinga í uppgjöri og fullnustu, einkum eftir viðræður í nóvember 2008 um svonefnd Brüssel-viðmið og eftir samþykkt Alþingis í desember það ár. Eftir þann aðdraganda verður ekki talið óeðlilegt að menn vænti þátttöku okkar. Sumir virðast trúa því að með neitun losni þjóðin einfaldlega við málið. En það er sama hvort menn samþykkja eða hafna - eða sitja heima. Málið verður ekki kosið burt. Kostnaðurinn hverfur ekki þótt úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar verði höfnun. - Og samþykkt Icesave-frumvarpsins felur hreint ekki í sér að tilhæfulausri árás Breta haustið 2008 verði þar með gleymt. Það verða trúlega ekki fyrst og fremst Bretar eða Hollendingar sem snúast við höfnun Íslendinga, ef sú verður niðurstaðan. Áhrifin verða neikvæð í utanríkisviðskiptum og lánamálum og snerta öll greiðslukjör, lánamat og fjárfestingar um eitthvert skeið. Þetta hefur ekki gerst enn nema í litlum mæli þar eð viðræðum hefur ekki verið slitið. Auðvitað gremst fólki hvernig þetta mál hefur þróast, en stolt og þykkja eiga ekki við. Þetta er alls óskylt landhelgismálinu. Viðskipta- og greiðsludeilur af svipuðu tagi sem Icesave er hafa oft orðið milli nágrannaríkja og ævinlega er farsælast að ljúka þeim með samningum. Ef þjóðin hafnar frumvarpinu seinkar endurreisn atvinnulífsins og samdráttur, atvinnuleysi og stíf gjaldeyrishöft haldast lengur en ella. Yfirgnæfandi hagsmunir almennings og atvinnulífsins standa til þess að ljúka málinu sem allra fyrst með þessum samningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Jón Sigurðsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Ýmsar missagnir eru uppi um Icesave-frumvarpið. Frumvarpið gerir alls ekki ráð fyrir því að allur kostnaðurinn falli á íslenskan almenning. Samningurinn fjallar um greiðslur Innstæðutryggingasjóðs á móti Bretum og Hollendingum annars vegar. Hins vegar fjallar hann um ábyrgð á því að ljúka málinu með greiðslum úr þrotabúi Landsbankans, og með viðbót ef þrotabúið mætir ekki öllum eftirstöðvum. Miðað er við hóflegar vaxtagreiðslur, og sérstök ákvæði tryggja greiðsludreifingu og hóflega greiðslubyrði ef þrotabúið skilar minna en menn gerðu ráð fyrir. Icesave-málið er viðskiptadeila með mótstæðum hagsmunum og réttindum. Álitamálið er skyldur Íslendinga varðandi lágmarks-innstæðutryggingu, m.a. eftir setningu neyðarlaganna. Talsverð áhætta er í málinu. En hún er ekki aðeins tengd samningi. Áhættan vex um allan helming ef samningi er hafnað. Það er fráleitt að halda að Íslendingar geti hunsað dómsniðurstöðu eftir á. Og þá verður alls ekki aðeins við Breta og Hollendinga eina að eiga. Allir vita að lagaleg skylda liggur ekki fyrir í þessu máli. Málið snýst ekki um að íslenska ríkið sé sekt um eitthvað, hvað þá þjóðin. En almennt búast menn við þátttöku Íslendinga í uppgjöri og fullnustu, einkum eftir viðræður í nóvember 2008 um svonefnd Brüssel-viðmið og eftir samþykkt Alþingis í desember það ár. Eftir þann aðdraganda verður ekki talið óeðlilegt að menn vænti þátttöku okkar. Sumir virðast trúa því að með neitun losni þjóðin einfaldlega við málið. En það er sama hvort menn samþykkja eða hafna - eða sitja heima. Málið verður ekki kosið burt. Kostnaðurinn hverfur ekki þótt úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar verði höfnun. - Og samþykkt Icesave-frumvarpsins felur hreint ekki í sér að tilhæfulausri árás Breta haustið 2008 verði þar með gleymt. Það verða trúlega ekki fyrst og fremst Bretar eða Hollendingar sem snúast við höfnun Íslendinga, ef sú verður niðurstaðan. Áhrifin verða neikvæð í utanríkisviðskiptum og lánamálum og snerta öll greiðslukjör, lánamat og fjárfestingar um eitthvert skeið. Þetta hefur ekki gerst enn nema í litlum mæli þar eð viðræðum hefur ekki verið slitið. Auðvitað gremst fólki hvernig þetta mál hefur þróast, en stolt og þykkja eiga ekki við. Þetta er alls óskylt landhelgismálinu. Viðskipta- og greiðsludeilur af svipuðu tagi sem Icesave er hafa oft orðið milli nágrannaríkja og ævinlega er farsælast að ljúka þeim með samningum. Ef þjóðin hafnar frumvarpinu seinkar endurreisn atvinnulífsins og samdráttur, atvinnuleysi og stíf gjaldeyrishöft haldast lengur en ella. Yfirgnæfandi hagsmunir almennings og atvinnulífsins standa til þess að ljúka málinu sem allra fyrst með þessum samningi.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar