Kvennalið KR verður ekki bæði Kana- og Körulaust í kvöld því liðið hefur fundið sér leikmann til að leysa af Chazny Paige Morris sem reif liðþófa í fyrsta leik KR og Keflavíkur í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna.
Melissa Jeltema, 22 ára bakvörður úr Oakland University mun spila með KR-liðinu í kvöld en hún hefur nýlokið tímabili með þýska liðinu Chemnitz Chemcats sem komst ekki í úrslitakeppnina í þýsku úrvalsdeildinni.
KR er búið að fá leikheimild fyrir Jeltema hjá KKÍ og hún er komin til landsins. Hún fær þó ekki mikinn tíma til undirbúnings með liðsfélögum sínum og lærir nöfnin þeirra örugglega ekki fyrr en seinna í vikunni.
Jeltema, var með 13,6 stig og 6,7 fráköst að meðaltali í þýsku A-deildinni á þessu tímabili en Jacqueline Adamshick sem spilar með Keflavík var með 10,8 stig og 5,8 fráköst hjá Grüner Stern Keltern í þýsku b-deildinni í fyrravetur.
Keflavík er í 1-0 yfir í einvíginu á móti KR en það þarf að vinna þrjá leiki til þess að komast áfram í lokaúrslitin. Margrét Kara Sturludóttir er í leikbanni í tveimur fyrstu leikjunum en verður með í þriðja leiknum í Keflavík á föstudagskvöldið.
KR ekki bæði Kana- og Körulaust í kvöld - Melissa Jeltema mætt
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




„Ég trúi þessu varla“
Sport

United hættir að bjóða upp á frían hádegismat
Enski boltinn





Valsmenn settu sex gegn Grindavík
Íslenski boltinn