Chazny Morris með rifinn liðþófa - ekki meira með KR í úrslitakeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2011 17:00 Chazny Paige Morris. Mynd/Stefán KR-konur urðu fyrir öðru áfalli í gær þegar ljóst var að bandaríski leikmaðurinn Chazny Paige Morris er með rifinn liðþófa og verður ekki meira með í úrslitakeppninni. Áður hafði Margrét Kara Sturludóttir verið dæmd í tveggja leikja bann og þær verða því hvorugar með í öðrum leiknum í undanúrslitaeinvígi Keflavíkur og KR sem fram fer í DHL-höllinni á morgun. „Það kom í ljós seint í gær að hún er með rifinn liðþófa. Við vissum ekki hvað þetta var en vissum að þetta væri eitthvað mikið," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR. „Hún var eyðilögð yfir þessu en við vorum kannski ánægð að heyra að þetta væri liðþófaskaði en ekki eitthvað í krossböndunum. Okkur fannst þetta vera krossbönd á staðnum," segir Hrafn. „Eins og staðan er núna þá verða stelpurnar bara að einbeita sér að því sem þær gerðu vel í fyrsta leiknum og þá sérstaklega varnarlega. Þær geta ekki treyst á það að það verði komin einhver hjálp í næsta leik," segir Hrafn en hann segist ekki vera búinn að finna bandarískan leikmann til þess að fylla í skarð Morris. „Það er alltaf þannig þegar svona gerist að maður sendir út einhverjar fyrirspurnir og er opinn fyrir öllu. Það er bara svo margir óvissuþættir á þessum árstíma eins og hvort leikmenn séu í formi eða tilbúnir að koma hingað fyrir einn eða tvo leiki. Svona samningar eru ekki mjög einfaldir. Það væri eitthvað kraftaverk ef við náum inn nýjum leikmanni fyrir morgundaginn," segir Hrafn. Hrafn er þegar búinn að ákveða það að Sólveig Gunnlaugsdóttir komi inn í byrjunarliðið fyrir Morris á morgun. Sólveig lék mjög vel í síðasta leik en hún er nýbúinn að taka fram skóna í nýjan leik. „Þetta er bara spennandi. Sólveig Helga kemur inn í byrjunarliðið á morgun. Hún er búin að vera að vaxa, vaxa og vaxa og hefur rosalegan leikskilning. Það reynir meira á þessar stelpur en það er það sem þessir leikmenn vilja," segir Hrafn. „Sama hvernig fer þá ætlum við bara að reyna að ná fyrsta leiknum til baka og búa til nýja þriggja leikja seríu með Köru í liðinu," sagði Hrafn en Margrét Kara Sturludóttir kemur inn í KR-liðið í þriðja leiknum sem fram fer á föstudaginn kemur. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
KR-konur urðu fyrir öðru áfalli í gær þegar ljóst var að bandaríski leikmaðurinn Chazny Paige Morris er með rifinn liðþófa og verður ekki meira með í úrslitakeppninni. Áður hafði Margrét Kara Sturludóttir verið dæmd í tveggja leikja bann og þær verða því hvorugar með í öðrum leiknum í undanúrslitaeinvígi Keflavíkur og KR sem fram fer í DHL-höllinni á morgun. „Það kom í ljós seint í gær að hún er með rifinn liðþófa. Við vissum ekki hvað þetta var en vissum að þetta væri eitthvað mikið," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR. „Hún var eyðilögð yfir þessu en við vorum kannski ánægð að heyra að þetta væri liðþófaskaði en ekki eitthvað í krossböndunum. Okkur fannst þetta vera krossbönd á staðnum," segir Hrafn. „Eins og staðan er núna þá verða stelpurnar bara að einbeita sér að því sem þær gerðu vel í fyrsta leiknum og þá sérstaklega varnarlega. Þær geta ekki treyst á það að það verði komin einhver hjálp í næsta leik," segir Hrafn en hann segist ekki vera búinn að finna bandarískan leikmann til þess að fylla í skarð Morris. „Það er alltaf þannig þegar svona gerist að maður sendir út einhverjar fyrirspurnir og er opinn fyrir öllu. Það er bara svo margir óvissuþættir á þessum árstíma eins og hvort leikmenn séu í formi eða tilbúnir að koma hingað fyrir einn eða tvo leiki. Svona samningar eru ekki mjög einfaldir. Það væri eitthvað kraftaverk ef við náum inn nýjum leikmanni fyrir morgundaginn," segir Hrafn. Hrafn er þegar búinn að ákveða það að Sólveig Gunnlaugsdóttir komi inn í byrjunarliðið fyrir Morris á morgun. Sólveig lék mjög vel í síðasta leik en hún er nýbúinn að taka fram skóna í nýjan leik. „Þetta er bara spennandi. Sólveig Helga kemur inn í byrjunarliðið á morgun. Hún er búin að vera að vaxa, vaxa og vaxa og hefur rosalegan leikskilning. Það reynir meira á þessar stelpur en það er það sem þessir leikmenn vilja," segir Hrafn. „Sama hvernig fer þá ætlum við bara að reyna að ná fyrsta leiknum til baka og búa til nýja þriggja leikja seríu með Köru í liðinu," sagði Hrafn en Margrét Kara Sturludóttir kemur inn í KR-liðið í þriðja leiknum sem fram fer á föstudaginn kemur.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum