Skoðun

Er heimilt að setja Icesavelögin?

Sjö hæstaréttarlögmenn skrifar
Var alþingismönnum heimilt að samþykkja Icesave-lögin? Í stjórnarskránni er kveðið á um að ekki megi taka lán sem skuldbindi ríkið nema samkvæmt lagaheimild. Hér er ekki verið að taka lán. Þegar lán er tekið fá menn peninga og afhenda skuldabréf. Hér er verið að láta þjóðina ábyrgjast skuldir, sem einkaaðili stofnaði til, löngu eftir að til hennar hafði verið stofnað.

Þegar stjórnarskráin var sett hefur líklega engum dottið í hug að alþingismenn myndu einhvern tímann ætla að láta almenning taka á sig slíkar ábyrgðir. Ef einhverjum hefði þá hugkvæmst þessi möguleiki hefði slíkt ráðslag áreiðanlega verið bannað í stjórnarskránni.

Hvað sem menn segja um lögmæti þess að setja Icesavelögin er enginn vafi á að setning þeirra er siðferðilega ámælisverð. Forðum þingmönnum frá þessari smán. Fellum Icesavelögin.

Brynjar Níelsson hrl.

Björgvin Þorsteinsson hrl.

Haukur Örn Birgisson hrl.

Jón Jónsson hrl.

Reimar Pétursson hrl.

Tómas Jónsson hrl.

Þorsteinn Einarsson hrl.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×