Erlent

Ástandið skárra í Fukushima

Mynd/AP
Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir að ástandið í Fukushima kjarnorkuverinu fari nú batnandi en hættuástand hefur verið á svæðinu frá því jarðskjálftinn mikli reið yfir og flóðbylgjan kom í kjölfarið. Dregið hefur úr geislun frá verinu þar sem menn hafa keppst við að kæla kjarnakljúfana. Talsmaður stofnunarinnar áréttaði þó að ástandið væri enn mjög alvarlegt. Tala látinna eftir jarðskjálftann í Japan fer enn hækkandi. Nú er staðfest að 8.450 hafi farist og er tæplega þrettán þúsund manna enn saknað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×