Fótbolti

Messi skráði nafn sitt í sögubækurnar gegn Almeria

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Varnarmenn Almeria réðu lítið við Lionel Messi í kvöld rétt eins og flestir varnarmenn heimsins.
Varnarmenn Almeria réðu lítið við Lionel Messi í kvöld rétt eins og flestir varnarmenn heimsins.
Lionel Messi hélt áfram að skrá nafn sitt í sögubækurnar í kvöld er Barcelona lenti óvænt í vandræðum með botnlið Almeria en hafði samt sigur, 3-1.

Messi skoraði sitt 47 mark í vetur og jafnaði félagsmet sem hann á með Brasilíumanninum Ronaldo. Afar líklegt má telja að hann bæti það met fljótlega.

Messi lét ekki þar við sitja heldur lagði hann einnig upp mark í leiknum en það var 18 stoðsending hans í vetur en slíkum árangri hefur enginn náð í spænska boltanum í 20 ár.

Almeria komst óvænt yfir í leiknum er Miguel Angel Corona skoraði á 50. mínútu. Barcelona fékk víti tveim mínútum síðar sem Messi skoraði úr. Hann lagði svo upp mark fyrir Thiago sem heitir fullu nafni Alcantara do Nascimento Thiago.

Messi kórónaði svo góðan leik sinn með því að skora lokamarkið í uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×