Innlent

Líkan til að taka ákvörðun í Icesave

Jón Gunnar Bergs hefur búið til svokallað ákvarðanatökulíkan í Icesavemálinu. Fjallað var um málið í þættinum í Bítið á Bylgjunni í morgun.

Um er að ræða excel skjal sem hægt er að hlaða niður og á því eru fullyrðingar með og á móti Icesave. Með því að svara þeim er síðan hægt að sjá á myndrænan hátt hvar viðkomandi er staddur með afstöðu sína til Icesave.

Líkaninu er einkum ætlað að aðstoða þá sem ekki hafa enn tekið ákvörðun um hvernig þeir ætli að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun.

Sjá hér: www.visir.is/icesave




Fleiri fréttir

Sjá meira


×